Feykir


Feykir - 09.12.1987, Page 10

Feykir - 09.12.1987, Page 10
10 FEYKIR 41/1987 18. Hagyrðingaþáttur Heilir og sælir lesendur góðir. Eins og stundum áður er þörf í upphafi þessa þáttar að leiðrétta smávægilegar villur úr síðasta þætti. í seinni vísu Olínu Jónas- dóttur endar önnur hending- in á orðinu væri en á að vera bæri.Þá er í vísu Einars E. Sæmundssen svipuð skekkja, en síðasta orðið í þriðju línunni er ieið en á að vera skeið. Bið ég þá lesendur sem halda þessum þáttum til haga að lagfæra þetta í blöðum sínum. Þá koma hér fyrst tvær vísur sem þættinum hafa borist, en þær eru ortar eftir keppni Skagfirðinga og Hún- vetninga í þættinum Hvað helduiðu? Höfundur er Indíana Sigmundsdóttir á Sauðárkróki. Úr Húnaþingi bragna bar beina leið í spurningar, svörin réttu sömdu þar sannkallaðir víkingar. Skagfirðingar skullu flatir, í skammdeginu hrasa má sögðu fátt í svörum latir sigurstigin hlutu fá. Um viðskiptin við ónefndan kaupmann orti Rósberg G. Snædal þessa vísu. Gulli faldar sjálfan sig, svikult gjaldið tekur. Út á kaldan klaka mig kaupmannsvaldið rekur. Ymsir verða til að láta sitt í ljós um menn eða málefni og þá kannski á þann veg að ýmsum þykir nóg um. Jón S. Bergmann kveður svo. Vaða grynnst en gusa hæst, gleyma helst að þegja, þeir sem vita og þekkja fæst en þurfa flest að segja. Ekki eru allir alltaf sammála niðurstöðu almættis- ins samanber næstu vísu, sem er eftir Lúðvík R. Kemp. Ennþá lifir aumingja Beta aðeins til að drekka og éta. Drottni sem í stórræðum stendur, stundum eru mislagðar hendur. Alltaf hafa sögur staflaust gengið manna, bæja og bvggðarlaga milli frá fyrstu tíð. Svo er enn og nóg fannst Sigfinni Mikaelssyni um slúðrið er hann var í vistun á Héraði, en þar mun hann hafa ort þessa vísu. I Vallanesi fréttist flest fá á skyggja leitin. Þar hafa löngum þrifist best þráðarlausu skeytin. Ekki hefur Jónas Arnason alltaf verið að fárast yfir hlutunum né gert íjölbreyttar kröfur til mannlífsins, saman ber næstu vísu sem hann orti að konu sinni sofnaðri, sætt og rótt, en ekki að sama skapi hljótt. Eitt finnst mér vera alveg nóg, er ég vil lífsins njóta, að heyra í kvöldsins kyrrð og ró konuna mína hrjóta. Seint virðist ætla að linna þeirri umræðu sem farið hefur fram undanfarið um Bíll til sölu K-3109 Pajero árgerð 1983 Upplýsingar gefur Bragi Skúlason sími 5170 og 6629 eftir kl. 19.00 t Hugheilar þakkir til ykkar allra sem auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Sveinbjörns A. Magnússonar frá Syðra-Hóli Guð blessi ykkur Ásgerður Gísladóttir, Jóhanna Albertsdóttir systkini og aðrir vandamenn. bændur og kröfum um niðurskurð á bústofni þeirra. Sigfús Steindórsson á Sauðár- króki kveður svo. Landbúnaðarlangur Jón lamar bænda hagi, af því hlýtur alþjóð tjón, er það mikill bagi. Önnur vísa kemur hér eftir Sigfús og var tilefni hennar það að félag framsóknar- kvenna hélt félagsmálanám- skeið á Sauðárkróki. Komu tvær frúr að sunnan til að leiðbeina á námskeiðinu. Að því loknu orti Sigfús. Arangurinn afbragð tel og hann geri kunnan. Geysilega gagnast vel glæsifrúr að sunnan. Skarphéðinn Einarsson sem lengi var bóndi í Ytra- Tungukoti í Blöndudal var ágætur hagyrðingur. Eftir hann er þessi vísa. Æskan hrífst við öldusog út á þroskans drafnir. Svo eru örfá áratog inn á dauðans hafnir. Hér áður fyrr gerðu margir hagyrðingar sér það til gamans að yrkja svokallaðar beinakerlingavísur. Hér er ein slík eftir Skarphéðinn. Þrái ég drengi en kúri kjur, hvatir þrengja að villtar. Ó að ég fengi að faðm’ ykkur fast og lengi piltar. Skarphéðinn starfaði eins og svo margir aðrir á þeim tíma, við sauðfjárveikivarnir samhliða búskapnum. Ein- hvert sinn er hann hafði aðsetur við Haugakvísl á Eyvindarstaðaheiði ásamt Sig- fúsi Eyjólfsyni bónda á Eiríksstöðum og Pétri syni hans, skeði það að Sigfús tók sig til dag einn og hreinsaði lausagrjót af þeirri leið sem þeir voru vanir að ríða upp með kvíslinni. Þegar Skarp- héðinn fór þessa leið stuttu síðar orti hann þessa vísu. Mikill er sá munur á því og misjafnt hvatir hreinar, hvort eru lagðir úr eða í okkar götu steinar. Það hafa áður í þessum þáttum birst vísur eftir hagyrðinginn snjalla Stefán Stefánsson frá Móskóum. Hér kemur ein eftir hann. Ymsu að trúa er æði valt, eins þótt standi í guðspjöllun- um. Skaparinn sjálfur ekki erallt ef að Páll er líkur honum. Þá er nú lesendur góðir þessi þáttur að verða búinn. Lokavísan að þessu sinni er eftir Borgfírðinginn Ingi- björgu Friðgeirsdóttur, og er af mörgum talin vera hennar síðasta vísa. Að Iokaþætti líður senn, loks er vætt til stranda. I góðri sætt við guð og menn get ég hætt að anda. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduós sími 95-7154 Frá leik Tindastóls og Léttis. Hart barist undir körfunni, Björn busi fylgist vel með. Körfubolti 1. deild: Tindastóll vann Léttí í slökum leik Sl. föstudagskvöld_ leiddu saman hesta sína í íþrótta- húsi Sauðárkróks Tindastóll og Léttir í 1. deild íslands- mótsins í körfubolta. Leikurinn var frekar slakur og vann Tindastóll nokkuð auðveldlega 94-60. Skásti kaflinn í leiknum vom síðustu mínútum- ar þegar Tindastóll hristi af sér slenið og jók muninn úr 7 stigum í 34 stig. Fyrri hálfleikur var slakur og hafði Tindastóll yfirhöndina allan tímann, svona í kringum 10 stiga munur var á liðunum. Leikmenn Léttis voru aðeins 6 í leiknum, sem þýddi aðeins einn varamann og kom það niður á þeim er líða tók á leikinn. Staðan í hálfleik var 42-32, Tindastóli í hag. Byrjunin á seinni hálfleik var svipuð þeim fyrri, nema hvað Léttismenn vom frískari og náðu að minnka muninn í 5 stig. Sem áður greinir voru lokamínúturnar besti kafli leiksins og fóru leikmenn Tindastóls loksins að spila körfubolta. Munaði þar mestu góður leikur Eyjólfs Sverrissonar. Stigin fyrir Tindastól gerðu Eyjólfur 30, Sverrir Sverrisson 21, Björn Sigtryggsson 13, Jón Þór Jósepsson 8, Kári Marísson og Agúst Kárason 6, Haraldur Leifsson 4, Jón Már Guðmundsson, Kristinn Baldvinsson og Jóhann Magnús- son 2. Tindastóll er nú efstur í 1. deild með 16 stig eftir 8 leiki. Næst kemur UÍA með 14 stig eftir 7 leiki. Það stefnir allt í að þessi tvö lið fari upp í Úrvalsdeild og næsti leikur Tindastóls er einmitt við UÍA þann 15. janúar 1988 á Egilsstöðum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.