Feykir


Feykir - 20.06.1990, Blaðsíða 8

Feykir - 20.06.1990, Blaðsíða 8
óháö fréttablað á Noröurlandi vestra 20. júní 1990, 23. tölublað 10. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILASYNING A NOTUÐUM BILUM FÖSTUDAG OG LAUGARDAG FRÁ KL. 13-19 Hvetjum fólk til aö koma meö bíla sína á staðinn Reyniö viöskiptin - Heitt á könnunni BÍLASALAN BORGARFLÖT 5 SÍMI 95-35405 - SAUÐÁRKRÓKI Sr. Ægir að fara frá Skagaströnd: Þakklæti efst Níelsson að hætta Messað á Ketubjörgum Skagamenn liéldu þjóðhátíðar- daginn hátíðlegan að þessu sinni með því að koma saman til messu. Að þessu sinni var ekki komið saman í kirkjunum á Ketu eða í Hvammi, heldur messaði séra Hjálmar undir berum himni á Ketubjörgum. Messustaðurinn lieitir Bjargar- skarð, gróið skjólgott svæði í Björgunum miðjum. Gamlar munnmælasögur herma að þar sé gamall þingstaður. Fjölmenni var þar saman- komið og tóku allir vel undir í sálmasöngnum, sem Rögn- valdur Steinsson bóndi á Hrauni leiddi. Að messu lokinn upphófst gítarspil og söngur og samkomunni í Bjargarskarðinu lauk síðan með grillveislu. „Mér er fyrst og fremst efst í liuga þakklæti til fólksins sem ég hef starfað með. Þetta hefur verið ánægjulegur tími hérna á Ströndinni", sagði séra Ægir Fr. Sigurgeirsson sem er á förum frá Skagaströnd eftir þriggja ára prestsskap þar. Sr. Ægir var á dögunum kjörinn prestur í Kársnes- prestakalli í Kópavogi og mun taka við þjónustu þar 1. júlí nk. Ægir hlaut lögmæta kosningu 9 atkvæði af 12. Fimm sóttu; auk hans, séra Guðmundur Örn Ragnarsson, Ólafur Jóhannsson, Gunn- laugur Garðarsson og Ingólfur Guðmundsson. Séra Ægir sagði í samtali við Feyki að þegar hann kom til Skagastrandar fyrir þrem árum, hefði hann gert ráð fyrir að dvelja þar um nokkurt skeið. enda Hún- vetningur að ætt og ekki ókunnugur byggðarlaginu. Persónulegar ástæður lægju nú til þess að hann færði sig um set. Þeirri áleitnu spurningu, hvers vegna prestar virtust stoppa stutt við úti á landsbyggðinni og leita suður, svaraði Ægir á þá leið, að til þess gætu legið ýmsar ástæður, t.d. franihaldsnám barna þeirra, og stundum mótin júlí-ágúst. Ástæðan fyrir því er sú að Björn ætlar að hefja nám í Tækniskóla lslands í haust. Hreppsnefnd nýsameinaðs Hofshrepps kom saman nýlega og var þá ákveðin verkaskipting innan nefndar- innar. Oddviti var kjörinn Stefán Gestsson bóndi á Arnarstöðum og Anna Stein- grímsdóttir varaoddviti. Stefán er úr Sléttuhlíðinni sem áður var Fellshreppur og Anna er annar tveggja fulltrúa í hreppsnefndinni búsettra á Hofsósi. Úrslitin á Ströndinni skulu standa „Úrslit kosninganna skulu standa”, er úrskurður nefndar þeirrar er Jón Isberg sýslu- maður Húnvetninga skipaði, til að fjalla um vafaatkvæðið i hreppsnefndarkosningunum á Skagaströnd. „Eg á von á því að við áfrýjuni þessum dónii til félagsmálaráðuneytisins. Við höfurn vikufrest til þess, erum ekkert farin að ræða þetta ennþá, enda nýbúin að fá úrskurðinn í hendur”, sagði Ingibjörg Kristinsdóttir efsti maður G-lista Alþýðu- bandalagsins. Ef utankjör- staðaatkvæðið hefði verið dæmt gilt þyrfti að kasta upp um fimmta sætið í hrepps- nefndinni. milli Ingibjargar og Elínar Njálsdóttur annars nranns D-listans. Máliðgerir það að verkum að bið verður á myndun meirihluta í hreppsnefnd Skagastrandar og ráðningu nýs sveitarstjóra. Gunnar Rögnvaldsson leikur á gítar við söng samkomugesta. Björn Níelsson hefur ákveðið að láta af starfi sveitarstjóra Hofsóshrepps og niun það líklega gerast um mánaða- Fólk aö flytja á Hofsós „Ég hef ekki orðið var við að fólk sé að flytja héðan, þvert á móti virðist lólk vera að flytja hingað á staðinn. Atvinnu- ástand hér er líka betra en á sama tíma í fyrra. Þá voru 18 á atvinnuleysisskrá en nú 7”, segir Björn Níelsson sveitar- stjóri á Hofsósi. Að sögn Björns er nýflutt til Hofsóss sex manna fjölskylda og von er á annarri á næstu döguni, 4-5 manna. Þá er vitað um að breytingar verði í kennaraliði skólans í haust. sem frekar verði til fjölgunar I þorpinu. Björn, sem hefur umsjón með atvinnuleysisskráningu í Hofshreppi. segir að vinna hafi fallið niður í frystihúsinu í einn og hálfan dag í maí og einn það sem af er júní. í huga gæti líka verið um launalegar forsendur að ræða. Sauðárkrókur: Fyrsti fundur bæjarstjórnar Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Sauðárkróks var haldinn í gær, í Safnahúsinu að venju. Það var aldursforset- inn Hilmir Jóhannesson sem hafði stjórn fundarins með höndum, en aðalefni hans var kjör í nefndir og ráð bæjarins, auk kynningar á máiefna- samningi meirihlutans. Meirihlutinn hafði samið um að Knútur Aadnegaard D yrði forseti bæjarstjórnar, Björn Sigurbjörnsson A áfram forniaður bæjarráðs og óháðir, K-Iistinn, færi með formennsku í veitu- nefnd og hafnarstjóm. Væntan- lega hefur það ekkert breyst, en hinsvegar var Hilmir búinn að hafa orð á því, trúlega í gríni þó eins og honurn hættir til, að frani- söguræða aldursforsetans yrði í lengra lagi. Líklega mundi þurfa að fresta fundi og boða til annars þar sem kosningar færu fram. GÆÐAFRAMKOLLUN gæoaframkollun BÓKABÚÐ BKYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.