Feykir


Feykir - 18.09.1991, Síða 4

Feykir - 18.09.1991, Síða 4
4 FEYKIR 32/ 199 1 Hópurinn fyrir utan gamla bæinn á Grenjaðarstað. Myndir: Áróra og Árni Kristinsson. KS býður lífeyrisþegum í ferðalag Glatt á hjalla við Goðafoss: Siggi Magg, Kiddi Sölva og Erla Einars. Fræðslunefnd Kaupfélags Skag- firðinga bauð samvinnulífeyris- þegum í Skagafirði til dagsferðar um Þingeyjarsýslu föstudaginn 30. ágúst sl. Leiðsögumaður var Álfur Ketilsson, fróður mjög og skemmtilegur, og bílstjóri var okkar ágæti Rúnar Gíslason. I glampandi sól var ekið austur og litið við hjá Goðafossi á leið til Mývatns, en þar um sveit fylgdi okkur Böðvar Jónsson bóndi á Gautlöndum, sem miðlaði okkur fróðleik um sveit sína. Farið var að Dimmuborgum og upp í Námaskarð, þaðan sem er mjög fagurt að líta, og síðan að Hótel Reynihlíð þar sem snæddur var góður hádegisverður. Þá lá leiðin til Húsavíkur, þar sem skoðað var Safna- húsið að Stóragarði með frábærri leiðsögn Finns Kristjánssonar. Gengið var lítillega um stórkostlegan lystigarð þeirra Húsvíkinga og síðan þegið kaffiboð Kaupfélags Þingeyinga í Hótel Húsavík. Þar tóku á móti okkur Þormóður Jóns- son og frú hans ásamt kaupfélagsstjóra, Hreiðari Karlssyni. Á heimleið var ekið um virkjunarsvæði Laxár og til Grenjaðarstaðar þar sem gamli bærinn og kirkjan voru skoðuð. Mikið var sungið og hlegið á heimleið og virtist fólkið skemmta sér vel. Góður rómur var gerður að ferðinni og þótti hún takast með ágætum. Þátttakendur báðu fyrir góðar þakkir til KS fyrir góðan dag. Áróra H. Sigursteinsdóttir. Könnun á dagvistarþorf: Stór hluti mæðra vinna meira en Meðal þess er fram kom í könnun á dagvistarþörf barna á Sauðárkróki var að 40% mæðra barna er könnunin náði til, vinna meira en hálfa vinnu og 32% eru í hálfs dags störfum. Niðurstöður könn- unarinnar sem félagsmálaráð gekkst fyrir í vor, voru kynntar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Hún náði til 0-6 ára barna í bænum. Þátttaka í könnuninni var góð, af 203 bréfum sem send voru út var 162 svarað, eða tæplega 80%. Meðal niðurstaðna úr könnuninni má nefna, að af 75,5% foreldra sem áttu börn á leikskóla sögðu 42,3% að vistunartíminn hentaði, 40,7% svöruðu ekki spurningunni. Varðandi sumarlokun leik- skólanna, sögðu 30,9% að hún skipti engu máli, 26% sögðu að hún raskaði miklu og sami fjöldi lét ósvarað spumingunni. Skóladagheimili vildu 87,2% foreldra, og 58,6% töldu að það ætti að vera opið í 4- 5 stundir á móti skólavist barnsins. Nokkrar umræður urðu um dagvistarmálin á bæjar- stjómaifundinum. Anna Kristín Gunnarsdóttir sagði þessa miklu atvinnuþátttöku mæðra hálft starf sýna að full þörf væri fyrir dagheimili í bænum. Einnig að kennsla í yngstu bekkjun- um yrði bæði fyrit' og eftir hádegi, til að komið yrði til móts við mæður í hálfu starfi. Björn Björnsson bæjar- fulltrúi og skólastjóri sagðist hafa sent foreldrum yngstu barnanna bréf áður en skóla lauk á síðasta vori, þar sem þeir gátu sett fram sínar óskir varðandi tilhögun kennslu- tíma á nýbyrjuðu skólaári. Tekið hefði verið tillit til þeirra fáu svara sem bárust við gerð stundaskrár nú í haust. Það hefði hinsvegar verið ákaflega sorglegt þegar beiðni um skóladagheimili hefði borist nokkrum dögum fyrirskóla- setningu. Fjöldi foreldra 6 ára barna skrifaði sig á lista fyrir skömmu, þar sem óskað var eftir skóladagheimili. Þrátt fyrir þá mörgu sem voru fylgjandi skóladagheimili samkvæmt könnuninni reyndust einungis sex foreldrar geta hugsað sér að hafa barn sitt á dagheimili fyrir hádegi ef skólinn væri eftir hádegið. Brekkusel skáli Eilífsbúa vígður Sl. laugardag var opið hús fyrir foreldra skáta og aðra velunnara hreyfingarinnar í Brekkuseli, skála skátafélags- ins Eilífsbúa í landi Brekku í Seyluhreppi. Skálinn var vígður 23. ágúst sl. þegar forseti Islands frú Vigdís heimsótti Skagafjörð. Ágæt- lega gestkvæmt var í Brekku- seli á laugardaginn og þáðu gestir kaffi og bakkelsi. Lengi hefur verið draumur skáta á Sauðárkróki að eignast sinn eigin skála til útilegu og annars skátastarfs. Árið 1984 var byrjað að safna i skálasjóð og gekk það svo vel að 1989 fóru skátarnirað svipast um eftir landi. Þá var það sem Oskar Magnússon bóndi í Brekku, einn af stofnendum skátafélagsins, bauð land til afnota. 13. mars 1990 var undirritaður bygg- ingasamningur við Hlyn. Eftir það fóru hjólin að snúast af meiri hraða en áður. í júlí var lagður vegur frá Fjallsvegi að skálastæðinu. 23. ágúst var skálinn fluttur nánast fullsmíðaður fiá Sauðár- króki og komið fyrir. Síðan var hafist handa við fram- kvæmdir bæði úti og inni og var þeim lokið að mestu fyrir vígslu 23. ágúst sl. Skátafélagið hefur að miklu leyti staðið sjálft undir kostnaðinum við bygginguna. Úr skálasjóði hefur komið 2,7 millj., frá Sauðárkróksbæ 700 þús., héaðsnefnd Skaga- fjarðar 140 þús., og frá fyrirtækjum og einstakling- um 190 þúsund. STAÐA KONUNNAR í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍD! Hvaö eru konur að gera hvaö vilja konur gera? Hvaö hefur áunnist og hvaö ber framtíðin I skauti sér? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Anna Ólafsdöttir Björnsson leiða umræöu um kvenfrelsisbaráttuna I Gránu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30 Allt áhugafólk um jafnréttismál velkomið Kvennalisti Norðurlandi vestra.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.