Feykir


Feykir - 18.09.1991, Page 6

Feykir - 18.09.1991, Page 6
6 FEYKIR 32/ 199 1 íþróttafólk USAH er þátt tók í Norðurlandsmótinu. Noröurlandsmót í frjálsum íþróttum: USAH-fólk í aöalhlutverkum Austur-Húnvetningamir Friðgeir Halldórsson og Sunna Gests- dóttir urðu mjög sigursæl á Norðurlandsmóti í frjálsum íþróttum sem fram fór á Blönduósi helgina 31. ágúst og 1. september sl. Friðgeir sigraði í sjö greinum og Sunna í þrem. Austur-Húnvetningar sigruðu með miklum yfirburðum á mótinu, hlutu alls 286 stig, 133 í kvennaflokki og 153 í karlaflokki. UMSE kom næst með 213 stig, 102 hjá konum og 111 út úr karlagreinu. Þá hlaut UMFA 40,5 stig, USVH 9 stig og HSÞ 8 stig. Rok og rigning var meðan mótið fór fram. Ungmenna- samband Austur-Húnvetninga sá um framkvæmd þess og Blönduósbær gaf verðlaun. Sigurvegarar í einstökum greinum á mótinu urðu þessi: Hreinn Karlsson UMSE í 100 og 200 metra hlaupum. Sunna Gestsdóttir USAH í 100, 200 og 400 metra hlaupum. Guðrún Péturs- dóttir í kúluvarpi og kringlu- kasti. Björn Björnsson USAH í 1500 metra hlaupi. Sigtiyggur Aðalbjörnsson UMSE í há- stökki. Friðgeir Halldórsson USAH í kúluvarpi, lang- stökki, þrístökki, spjótkasti, stangarstökki, kringlukasti og 110 m grindarhlaupi. Hiefna Guðmundsdóttir USAH í 1500 m hlaupi. Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE í lang- stökki. Omar Kristinsson UMSE í 400 m hlaupi. Þóra Einarsdóttir UMSE í 100 m grindahlaupi og hástökki. Sólveig Siguiðaidóttir UMSE í spjótkasti. Sigríður Gunnais- dóttir UMSE í 800 m hlaupi. Ingólfur Pétursson UMFA í 800 m hlaupi. Sigurður B. Sigurðsson UMSE í 3000 m hlaupi. I boðhlaupunum vann kvennasveit USAH í 4x100 og karlasveit UMSE. Sveitir UMSE unnu í 1000 metra boðhlaupinu, sveitir USAH urðu í öðru sæti. Keflavík - Tindastóll 6:0: Enn einn skellurinn í lokin Eins og frægt er orðið hefur Tindastóli gengið afleitlega á knattspyrnuvellinum i sumar. Seinasta leik þeirra í annarri deildinni sem fram fór í Keflavík sl. laugardag lyktaði sem sigri heimamanna 6 :0, og var þetta fimmta sex marka tap Tindastóls í sumar. Tindastóli verður að segjast til málsbóta, að óheppnin hefur fylgt liðinu sem skugginn, meiðsli t.d. aldrei verið meiri, og mátti síst við því þar sem leikmannahópurinn var í smærra lagi. Má segja dæmigert fyrir ólán Tindastóls í sumar, að einn af betri spilurunum var frá mestallt keppnistímabilið, eftir að hafa meiðst í skemmtiatriði á 17. júní, en ungmennafélagið annaðist hátíðahöld þjóðhátíðardags- ins. Tindastólsmenn kórónuðu síðan lánleysi sitt í síðasta leik tímabilsins á laugardag- inn. Þegar liðið var mætt til leiksins uppgötvaðist að tveir leikmanna höfðu einhverra hluta vegna orðið eftir í Kringlunni í Reykjavík. Máttu Króksarar varla við því, þar sem ekki fór fyrir fjölmenninu á varamanna- bekknum. Þessi mistök urðu til þess að liðsstjórinn og formaður knattspymudeildai', 'Omar Bragi Stefánsson, varð að leika mestallan leikinn. Körfubolti: Slæmt gengi Tindastóls í Stykkishólmi Úrvalsdeildarliði Tindastóls gekk ekki vel í æfingamóti sem fram fór í Stykkishólmi um helgina. Liðiðsigraði Þórsara með 18 stiga mun, en tapaði fyrir Skallagrimi með fjórum stigum og heimamönnum í Snæfelli með 22 stigum. Meiðsli bakvarða Tinda- stóls háðu liðinu í þessum leikjum, en þeir Einar Einarsson og Kristinn Bald- vinsson léku lítið með af þeim sökum. Sömu lið og léku í Stykkishólmi hittast um næstu helgiá æfingamóti á Króknum. Keppni hefst á föstudagskvöld og stendur fram eftir laugardegi. Flóamarkaður Svo sem eins og sauðir renna af fjalli, feitir og fallegir á lagðinn eftir velsæld sumarsins, svo safnast gömlu, góðu kvenfélagskonurnar saman þegar haustar og fara að spjalla. En þó „orð séu til alls fyrst” nægir sjaldnast að láta við þau ein sitja. Og í haust ætlum við að byrja á því að halda Flóamarkaðinn góða. Þess vegna leitum við. nú sem oftar, fanga hjá ykkur bæjarbúum eftir varningi. Flest kemur til greina: stök undiiskál getur fyllt upp í stell hjá einhverjum öðrum, jakkinn úr pöntunarlistan- um, sem passaði ekki og skórnir, sem þrengja að tánni, geta hentað öðrum; myndin sem þér fellur ekki líkaröðrum vel. Ogekkigera allir berjasultu eða saft, þó nóg sé af berjunum. Margt smátt, sem jafnvel er engum til gagns nú, getur breyst í góðan grip t.d. á sjúkrahúsi, sambýli eða í skóla. Efnið kemur frá ykkur, hendur kvenfélagskvenn- anna eru aðeins farvegurinn, sem beinir því þessa leið. Tekið verður á móti varningi fimmtudagskvöldið 10. okt. í Gagnfræðaskólan- um. Flóamarkaðurínn verður dagana 11.-12. okt. n.k. Nánar auglýst síðar. Með kveðju og kærri þökk fyrir stuðning fyrr og síðar. Kvenfélag Sauðárkróks Þessar duglegu stelpur, Guðný María Bragadóttir ogV algerður Jóna Jónbjörnsdóttir, héldu nýlega hlutaveltu og vörðu ágóðanum, 2.240 kr. til Sjúkrahúss Skagfirðinga. t Innilegt þakklæti sendum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðaríör Guðbrandar Þóris Bjarnasonar bónda Engihlíð Guð blessi ykkur öll Oddný Angantýsdóttir börn tengdabörn og barnabörn Áskrifendur góðir! Vinsamlegast greiðið heimsenda gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hið fyrsta Feykir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.