Feykir


Feykir - 18.09.1991, Side 8

Feykir - 18.09.1991, Side 8
18.september 1991, 32. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á fóstudögum Skorað á Landsvirkjun að koma upp birgða- stöð á Blönduósi Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er aila virka daga frá kl. 9.15 ■ 16.00 Sími 35353 Mi Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Byrjað á tveimur útboðsverkum Hreppsnefndir Svínavatns- og Torfalækjarhrepps hafa skor- að á Landsvirkjun að koma upp birgðastöð fyrir rafmagns- efni á Blönduósi til öryggis fyrir Blönduvirkjun og rafveitu- kerfi héraðsins. Bændur á þessu svæði eru minnugir rafmagnsleysisins í janúar- veðrinu í vetur, en margir þeirra urðu fyrir umtalsverð- um skaða af þess völdum. Það var einmitt slæm birgðastaða Rariks hér fyrir norðan sem Nýr framkvæmda- stjóri Bifrastar Valdimar Bjarnason húsa- smiður hjá Byggingarfélaginu Hlyn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsheimil- isins Bifrastar. Valdimar tekur við störfum í Bifröst um næstu mánaða- mót. Hann var eini um- sækjandinn um starfið. I sólskinsskapi Eitt laugardagskvöldið í sumar, var Húnvetningur einn staddur uppi á þaki húss síns er stendur skammt frá þjóðveginum. Mikil umferð var um veginn þetta kvöld, enda veðursæld mikil, há- ferðamannatíminn stóð yfir og að auki voru dansleikir í héraðinu. Það var létt yfir fólki og vegfarendur um þjóðveg eitt veittu athygli dæmalaust jákvæðum manni sem stóð uppi á þaki og veifaði til þeirra. Ogauðvitað var veifað á móti, t.d. ungmenni sem voru á leið á dansleik í Húnaveri. Þannig var ein afástæðunum fyrirþví að rafmangslaust var hátt í viku á nokkrum bæjum í Húnavatnssýslum. I áskomn hreppsnefndanna er bent á hentugt húsnæði á Blönduósi og athafnasvæði fyrir slíka birgðastöð. Bæjar- stjórn Blönduóss hefur tekið erindinu jákvætt. „Við teljum að þarna fari saman hags- munir Rariks og Lands- virkunar, en Rarik er með umdæmisskiifstofu og lager- hald fyrir Norðvesturland hér”, sagði Ofeigur Gestsson bæjarstjóri. „Það er furðuleg ráðstöfun að Rarik skuli vera með birgðastöð í Reykjavík, því þjónustusvæði fyrirtækisins er nú einu sinni eingöngu úti á landsbyggðinni. Manni er nær að halda að birgðastöðin væri betur sett úti á landi, t.d. hérna fyrir norðan. Það sannaði sig líka í vetur hvað það kemursérillaað þurfa að flytja nær allt efni að sunnan”, sagði Unnur Kristjáns- dóttir bæjarfulltrúi á Blönduósi. leið kvöldið að bílarnir keyrðu um veginn hver af öðrum og alltaf veifaði sá jákvæði. Þegar krakkarnir komu síðan af ballinu um nóttina urðu þau svolítið undrandi, því að enn stóð maðurinn uppi á þaki og veifaði í sífellu. Renndu þau heim að húsinu og kom þá í ljós að svo óheppilega hafði viljað til, að stiginn hafði fallið þar sem maðurinn var að mála þakið. Komst hann því ekki niður fyrr en tekist hafði að vekja athygli vegfarenda, en æði- langan tíma tók það þrátt fyrir umferðina. Nýhafnar eru framkvæmdir vegna tveggja útboðsverka, sem tilboð voru opnuð í nýlega. Reyndist Trésmiðjan Borg í báðum tilfellum með lægstu tilboð. Um er að ræða byggingu nýrrar bensínaf- greiðslustöðvar ESSO og tækjageymslu við Alexanders- flugvöll. Gólfflötur hvorrar byggingar er um 500 fermetrar að stærð. Jarðvegsframkvæmdir eru komnar vel á veg á báðum stöðum og þessa dagana er að heíjast uppsláttur sökkla bensínstöðvarinnar. Tilboð Borgar í bækistöð Esso sunnan Artorgs nam um 41 milljón. Kostnaðar- Efnilegt samt Þrátt fyrir erfitt gengi Tindastóls í 2. deildinni í sumar koma menn auga á björtu hliðarnar. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, segja þeir. Til samanburðar við skellina fimm í sumar, má nefna að sumarið ‘84 þegar Tindastóll lék í fyrsta skipti í 2. deild, tapaði liðið einu sinni illa, 7:0á Isafirði. Þaðer einmitt stærsta tap Tindastóls bæði í deild og bikar. Isafjarðarleikurinn var einmitt sá fyrsti sem Eyjólfur Sverrisson lék með liðinu. Menn segja því nú, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni, ef fimm atvinnumannsefni séu í herbúðum Tindastóls. áætlun er43 milljónir. Einnig bárust tilboð frá Byggingar- félaginu Hlyn og sameiginlegt frá Trésmiðjunni Yr og Tap á rekstri Miklalax í Fljótum nam 77 milJjónum á síðasta ári. Þrátt fyrir erfiðan rekstur stöðvarinnar var eigið fé jákvætt í lok síðasta árs um tæpar 60 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var sl. laugardag. A fundinum var einnig vikið að miklum bata í rekstrinum á þessu ári, framleiðslumagn hefur aukist og helstu kostn- aðarþættir lækkað stórkost- lega. Að sögn Reynis Pálssonar framkvæmdastjóra Miklalax var gott hljóð í mönnum á fundinum. Bráðabirgðaupp- gjör fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs sýnir að stöðin stendur undir daglegum rekstri. Framleiðsla hefur aukist til muna. Nú er verið að slátra 13-14 tonnum á viku, eða helmingi meira magni en á síðasta ári. Á sama tíma hefur rekstrar- kostnaður lækkað um hátt í helming. Stærsti liðurinn, fóðrið um 35%, tryggingar um 50% og rekstrarráðgjöf úr 6 milljónum í 1,5. Þá er rafmagnskostnaður mjög lágur, hefur ekki verið nema 2,3 milljónir allt þetta ár, meðan meðal stöðvar eru að greiða Unnið að jarðvegsskiptum undir tækjageymslu sunnan flugstöðvar. Knúti Aadnegaard. Þau voru helduryfiráætlun. Verkinuá að verða lokið í mars nk. Utboð tækjageymslu við Alexandersflugvöll náði til frágangs á grunni og gólf- plötu. Húsið verður byggt úr stálgrind. Tvö tilboð bárust og voru þau bæði aðeins yfir kostnaðaráætlun. Trésmiðjan Borg bauð 10,7 milljónir og Hlynur 11,2. Verkinu skal lokið fyrir 1. nóvember nk. 12-1500 þúsund í rafmagn á mánuði. Reynir sagði að veturinn legðist vel i Miklalaxmenn. Hitaveitan frá Lambanes- reykjum kemur til með að gjörbreyta aðstæðum við matfiskeldið í Hraunakrók. Til að auka nýtingu varmans hefur verið komið fyrir einum varmaskipti og verið er að smíða fimm til viðbótar. Varmaskiptarnir auka orkuna í kerjunum fjórfalt. Aðspurð- ur sagði Reynir að þar sem nú væri séð fyrir endann á uppbyggingu stöðvarinnar þyrfti ekki á frekari fyrir- greiðslu frá Byggðastofnun að halda, enda stæði fram- leiðslan undir daglegum rekstri. Guðmundur Malmquist framkvæmdastjóri Byggða- stofnunar var á fundinum. Sagði hann að áður en langt um liði yrði stofnunin að taka ákvörðun um hvort eitthvað yrði aðhafst vegna skulda- stöðu fyrirtækisins. Reyndist það hinsvegar rétt að stöðin stæði undir daglegum rekstri, væri þjóðhagslega hagkvæmt að halda rekstrinum áfram. Byggðastofnun er stærsti lánadrottinn Miklalax. GÆOAFRAMKOLLUN GÆÐAFRAMKOLLUN BÖKAEÚÐ BWŒJABS feykjur 77 milljóna tap á Miklalaxi

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.