Feykir


Feykir - 09.12.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 09.12.1992, Blaðsíða 5
43/1992 FEYKIR5 Á ígulkerjaveiðum rétt fyrir utan hafnarkjaftinn sumarfríinu geta veitt sér ýmsa hluti og notið lysti- semda lífsins. Húsnæðið hjá mér býður upp á að ónæði þyrfti ekki að hljótast af starfsemi sem þessari. Það er á það mörgum hæðum að ég gæti þess vegna haft eina hæð auða. Og að þetta kæmi til mcð að auka drykkjuskap hérna í bænum held ég að sé alveg af og frá”. Annars er Jónas ánægður með hvernig ferðaþjónustan hefur gengið síðustu tvö sumur og hann stcfnir að því að bæta enn stórunr gisti- nýtinguna næsta sumar. „Ég er alveg sáttur við þetta. Það gistu nokkur hundruð hjá mér síðasta sumar. Mest voru þetta útlendingar í hópferóum, en einnig notfærðu skemmtilega margir Islendingar sér gisting- una og eldunaraðstöðuna. Það var meira að segja svolítið um það að fólki kæmi héma við í báðum leiðum. Hingað til hef ég eingöngu verið með gist- ingu í svefnpokaplássi, en ég er að spá í aö vera með upp- búin rúm næsta sumar og jafnvel morgunmat”, segir Jónas Skaftason. Qott úrval af: •BRAUN heimilistœkjum Einnig: • Djúpsteikningarpottar • Samlokugrill •Vöfflujám og margt, margt fleira JOLATILBOÐ RADÍÓBÚÐARINNAR •Sjónvörp 14, 20, 29 tommu Verð frá kr. 28.900 stgr. • 180 mín. myndbönd óátekin kr. 358 Í4S KAUPVANGSTORGI 1 SÍMAR 36789-35132 Við takmörkun sóknar í hefðbundnar fískitegundir, hafa menn í auknum mæli hugað að nýtingu fískteg- unda sem ekki hafa verið nytjaðar hér áður, en úti í hinum stóra heimi þykir sælkeramatur. Þannig er t.d. með hrogn (kynkirtla) ígulkersins. Igulkerjaveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar sunnan og vestan lands af köfurum. I haust hefur hinsvegar einn sjó- maður frá Króknum, Pétur Erlingsson, prófað plóg við veiðarnar, sem hugvits- maðurinn Einar Jóhannes- son á Blönduósi hefur smíð- að. Einar hefur lengi langað til að afsanna „kafarakenn- inguna“ sem hann kallar, en hún segir að ekki sé hægt að veiða ígulker með veiðar- færum öðruvísi en að skemma hráefnið. Plógurinn hans Einars er hinsvegar það mikið töfratæki að ígulkerin koma alveg heil upp úr sjónum. Þessu kynntist blaðamaður Feykis þegar hann fór í róður með Elínu laugardaginn 28. nóvember sl. Ég hafði búið mig undir að fara í drjúglanga veiðiferð. Bjóst við að ferðinni væri heitið austur að Lundey, en frést hafði af Elínu á tilrauna- veiðum þar í haust. „Nei, við förum bara hérna rétt út fyrir grjótgarðinn. Það er mikið af ígulkerjum meðfram Reykja- Pétur skipstjóri skoðar hvað kom upp í plógnum, en það var víst lítið nema grjót í þetta skiptið. bil næsta dag. ígulkerin verður að flytja fersk á markað, frost eða vökvi má ekki koma að þeim eftir að þau konia upp úr sjónum. Menn eru nokkuð bjartsýnir á ígulkerjaveiðarnar og ákveðnir í koma á fót vinnslu, en það þykir mun vænlegra heldur en flytja ígulkcrin út heil, þar sem vinnsla á hrogn- unum er mjög atvinnu- skapandi. Fimmtán manns þarf til að vinna úr einu tonni upp úr sjó. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að inn- réttingu húsnæðis fyrir vinnsl- una í Skjaldarhúsinu á Eyrinni. Viljum taka þátt í bardaganum Einar Jóhannesson er frum- kvöðull veiðanna. Sjálfur segir hann að íslendingar hafi alla tíð staðið fremstir varðandi útgerðartækni og fiskvinnslu í heiminum. Sagan sýni það ótvírætt að landinn hafi verið fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og nýja tækni og skákað öðrum þjóðum algjörlega að því leyti. Einar er félagi í nýstofnuðu félagi hug- vitsmanna og hann segir að það sé fáránlegt að ekki skuli vera nýtt það eina sem nóg sé af í þessu landi, það er hugvit og þekking. „Já það er ansi vægt til orða tekið, að lítið sé hlustað á okkur þegar við erum að viðra hugmyndir okkar. Það eru einstaka menn sem hlusta og þeir hagnast líka vel á því. Okkur finnst ansi hart að fá ekki að taka þátt í bardag- anum. Ég held það væri eitt það viturlegasta sem ráðamenn gætu gert að virkja hugvitið í þessu landi“, segirEinar. Hann hefur tryggt sér eignarrétt á hugmyndum þeim sem byggir á smíði skelveiðiplógsins og plógsins sem ígulkerin eru veidd með. Þá hefur hann einnig unnið að þróun dælu sem ætluð er til veiða á ígulkerjum. Það er talið geta orðið afkastamikið veiðarfæri, er byggir m.a. á myndtækni. Þetta er dýr hönnun og framleiðsla og enn hefur Einar ekki fengið þá aðstoð sem til þarf, svo hann geti lokið verkcfninu. Einar Jóhannesson í smiðju sinni á Blönduósi. ströndinni og í kringum skerin þama út eftir“, sagði Friðrik Stefánsson háseti á Elínu, sem er lítill plastbátur, en talinn mátulega stór samt á ígulkerja- veiðamar. Með í ferðinni var einnig Einar uppfinningamaður og stjúpsonur hans, auk Péturs skipstjóra. Þennan dag var meiningin að velja ígulker í nokkra kassa í prufusendingu til Japans. Menn voru greini- lega spenntir að sjá hvað kæmi út úr þeirri sendingu. „Það yrði stórkostlegt ef þeim líkar hrá- efnið og þetta tækist. Þá mundu skapst mörg tiltölulega ódýr atvinnutækifæri. Ég hef í mörg ár reynt að fá menn til að prófa þessar veiðar, en ekkert gengið fyrr en Pétur fékkst til þess síðsumars. Ég tel mig samt nú þegar hafa afsannað „kafara- kenninguna", sagði Einar. Þegar smá slatti kemur upp með plógnum segir hann að þama hafi það náðst á fimm mínútum sem kafarar væm að ná á einuni og hálfum tíma við bestu aðstæður. Fimmtán manns þarf til að vinna tonnið Við lögðum af stað rétt eftir hádegið. Það var svolítið skrýtið að vera á dóli rétt fyrir norðan hafnarkjaftinn, í ca 600-800 metra fjarlægð frá Steinullarverksmiðjunni. Tog- tíminn var stuttur, 5-10 mínútur, og það var kastað oft þennan dag, þó svo við væmm komnir í land um sexleytið um kvöldið. Svæðið hafði tæplega verið kannað nægjanlega, og því kom stundum ansi lítið í plóginn. Samt veiddust um 500 kíló af ígulkerjum, og var það besta valið úr og sett í kassa, sem síðan var ekið með suður um nóttina og komið í flugvél í Kcflavík um hádegis-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.