Feykir


Feykir - 15.03.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 15.03.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 11/1995 „Komið að tíma- mótum og ekki verður aftur snúið" Spjallað við Arnar Einarsson skólastjóra á Húnavöllum um kennaraverkfall og fleira ,Já þaó er nú írekar dauflegt hér um að litast, lítið umleikis og við snjóum bara í kaf nánast. Við lát- um ekki hreinsa snjó af leiksvæð- um eöa plönum á meðan svona er, hreinsuóum reyndar af rusla- gámnum í gær“, sagói Amar Ein- arsson skólastjóri á Húnavöllum þegar Feykir sló á þráóinn til hans sl. föstudag, en þá var hann eins og aðrir skólastjórar í verkfallinu aó vinnu í skólanum. ,Jú, jú vió sitjum vaktina, en endalaus vinna er náttúrlega ekki fyrir hendi. Ef eitthvaö hefur legið eftir þá er því fljótlega lokió þegar verkfall stendur svona lengi. Þaó eru 16 dagar búnir í verkfallinu í dag. Það má segja aö maður sitji jafn- vel og horfí í gaupnir sér“, sagói Amar. En hvemig líst þér á stööu mála? „Mér líst þunglega á hana og hef mikl- ar áhyggjur. Það er ekkert sem bendir til þess að deildan leysist í bráð, því miður, en eins og Eiríkur Jónsson sagði í sjón- varpinu í fyrrakvöld, aö þegar menn finna einhvem flöt þá virðist fljótlegt að leysa málin þannig að starf geti hafist að nýju“. Þú stendur alveg fastur með kennumm í þessu verkfalli eða hvað? ,Já ég geri þaó. Ég tel að það sé komið að ákveðnum tímamótum þar sem verður ekki aftur snúið og það verði að skila okk- ur því sem við eigum inni frá gamalli tíð. Nú er ég búinn að kenna frá 1966 og ég tel að með olíusamningnum 1974, sem kallaðir vom þegar kennarar og opinberir starfsmenn tóku sérstaklega tillit til 100% hækkunar sem varð á olíu, þegar fatan hækkaði úr 11 dollurum í 22 dollara. Við gerðum samninga við ríkið þar sem var slegið vemlega af en aðrir launahópar gerðu það ekki. Þessa leiðréttingu höfum við aldrei fengið, í 21 ár, og ég tel að það sé verið að sækja þessa leiðréttingu núna. Og nú var lag. Við vomm búin að safna í verkfallssjóð í 11 ár til þess að undirbúa okkur að sækja þessa leiðréttingu ef til þess þyrfti harðar aðgerðif‘. Komið verri vetur en þessi En hefur þessi vetur verið með þeim erfiðari hvað tíðarfar og samgöngur varó- ar? ,,Nei, þeir hafa nú komið verri en þessi. Þetta var ósköp ágætt fram yfir áramótin og rættist þar innyflaspá blaðsins frá því í haust ef ég man rétt. Ein vika var mjög erfið hjá okkur í janúar og síðan um mán- aðamót janúar-febrúar em þetta búnir að vera meira og minna erfiðleikar. Við höf- um verið með nemendur úr 7.-10. bekk af snjóaþyngstu svæðunum í heimavist í tvær vikur eftir áramótin. í verkfallinu hefur langt í frá verið greiðfært um hérað- inu og ófærð verið það mikil að við hefð- um sjálfsagt lent í basli á hverjum degi að koma nemendum í skólann. Þaö hefur líka gerst í vetur að vegimir hafa yfirleitt teppst um helgar, gjaman á sunnudögum, sem hefur gert okkur erfitt fyrir að ná saman fólkinu, jafnvel bara til að ná því inn í heimavistina. Það hefúr verið gert á sleðum og allar aðferðir notaðar." Þú crt borinn og bamfæddur í Vest- mannaeyjum, varst síðan lengi á Akur- eyri, en hvað ertu búinn að vera lengi á Húnavöllum? „Þetta er áttundi veturinn minn hér, kom hingað haustið 1987." Og ertu að verða Húnvetningur? „Það segi ég náttúrulega ekki. Ég svo sem verð aldrei annað en Vestmannaey- ingur, en mér líður afskaplega vel í Húna- þingi. Mér líður alls staðar vel þar sem ég hef vinnu og nóg að gera“. Raungott fólk Tekurðu eftir einhverjum séreinkenn- um hjá Húnvetningum? „Það hafa allir sín einkenni. Maður tekur eftir ákveðnum hlutum hér sem kannski eru ekki eins áberandi annars staðar, og það byggist sjálfsagt á sögunni. Hér hafa verið stórbýli og stórbændur og sumir bera keim af því. Menn er meiri einstaklingar hér en víða annars staðar, og kannski meiri einstaklingshyggjumenn þar af leiðandi, en afskaplega raungóóir samt". Þannig að þú ert ekkert á fömm? „Nei, nci, á meðan þeir reka mig ekki þá sit ég hér, en hinsvegar ræður maður ekki sínum næturstað, þannig aö það er ekkert á það að reiða sig.“ Eitthvað minnisstæðara öðm fremur af dvölinni í Húnaþingi? „Já það má nú segja. Mér em minnis- stæð ofsaveður og miðað við það aó vera uppalinn á Stórhöfóa næstum því þá er það nú kannski svolítið skrítið að upplifa sín verstu veður í suðvestanátt á Húna- völlum. Þessi veður koma í raun og vem á hverju ári, en þó hefur verið minna um þau nú undanfarið. En við skulum nú sjá til, ætli það hafi ekki verið fyrir fjómm ámm eða svo sem febrúarveðrið mikla gerði. Þá var hér mannskaðaveður, það versta sem komið hefur og giróingar og annað lauslegt fauk", sagði Amar að end- ingu, en hann þakkar jalnframt þessu veóri þaó að það hafi gefið sér vísbendingu um að höfúðdælan og heilsa sín þar með, var ekki eins sterk og hann hugði fyrir. Staða kvenna í slökkviliðum? Það hefur mikió verið talað um jafnrétti á íslandi undanfarin ár. Sú umræóa hefur stundum orðið mjög tvíeggjuð svo ekki sé meira sagt. Hugtakið jafnrétti, sem er auðvitaó mjög jákvætt að inntaki, hefur oft verið misnotað og má nánast segja að allir þeir sem um það hafa fjallað séu sek- ir um slíkt athæfi á einn eða ann- an hátt. Það er eins og með önn- ur göfug hugtök, að misnotkun þeirra hefur verið gangandi vandamál um heim allan - ekki síst síðustu áratugina. Má þar nefna orð eins og frelsi og lýó- ræði. Mjög oft er einhver póli- tískur tilgangur hnýttur við slíka misnotkun, enda enginn annars bróðir í leik þegar slíkt er annars vegar. En við skulum halda okkur við jafnréttið, þó aö margir séu vafalaust orðnir hundleiðir á öllu talinu um það. Ég ætla nefnilega að koma hér inn á mál sem varð- ar stöðu karla og kvenna og jafna þjóðfélagslega ábyrgð þeirra. Það er best að leggja þetta mál fyrir á frjálsum nótum, ef það gæti leitt til þess að einhverj- ir vakni til hugsunar um landsins gagn og nauðsynjar. Orð í tíma töluð - eða hvað? Nýlega var verið að ræða málin hjá slökkvilióinu á Skaga- strönd og kom þá fram, að fjölga þyrfti í liðinu. Margt bar á góma þessu viðvíkjandi og var umræó- an þó heldur daufleg, þar til maður einn sem var vel í takt við alla jafnréttishugsun kvaddi sér hljóðs. Taldi hann að nú væri tímabært að kvenfólkið færi að leggja fram sinn skerf til þessara borgaralegu skyldustarfa, sem reyndar geta orðið nokkuð hættuleg, ef svo ber undir. Talaði maður þessi hátt og snjallt að vanda og lauk svo sinni ræðu með tilþrifum. Svo brá við að þriggja mínútna þögn eða þar um bil fylgdi máli hans. Horfðu sumir viðstaddir upp í loftið og virtust víðs fjarri, aðrir horfðu niður í gólf og sugu heldur vand- ræðalega upp í nefið. Það var eins og allir yrðu einhvem veg- inn öðmvísi en þeir áttu að sér. Einhverjar slitrings-umræður komust á eftir grafarþögnina, en þær vom ekki til þess fallnar að hefja merki jafnréttisins hátt á þessum vettvangi. Hver er staða þessara mála? En hver skyldi staða kvenna vera með tilliti til starfa í slökkviliðum? Hvað skyldu t.d. vera margar konur í slökkvilið- inu á Sauðárkróki? Eru konur kannski almennt taldar svo eld- fimar að ekki sé hægt að nota þær til slökkvistarfa? Spyr sá sem ekki veit. Hversvegna hafa konur ekki tekið sér borgaralega vígstöóu á þessum vettvangi? Hvað stendur í vegi fyrir því? Sumir hafa haldið því fram að konur séu kraftasmáar og því ekki gjaldgengar í störf sem kunna að krefjast afls og hreysti. Því er til að svara að margar eru þær konumar sem eru síst orkuminni en karlar. Það em til mörg dæmi sem hægt er að nefna því til staðfestingar. Heyrt hef ég um unga konu sem var á ferð á bíl sínum í roki miklu. Bjóst hún við því þá og þegar að bíllinn fyki af veginum. Tók hún það til bragðs að bera grjót í far- angursrými bílsins svo hann yrði stöðugri. Komst hún klakklaust leiðar sinnar meö þessu móti. Síðar ætlaði svo faðir hennar að ryðja bílinn, enda maður harð- fengur og týhraustur. Tókst þá ekki betur til en svo, að hann fékk hvergi hnikaó stærsta stein- unum í skottinu. Urðu fleiri að koma til áður en bjarg það náðist

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.