Feykir


Feykir - 24.05.1995, Side 7

Feykir - 24.05.1995, Side 7
20/1995 FEYKIR7 Sæmundur Jónsson Siglufirði afmæliskveðja Tengdafaöir minn, Sæ- mundur Jónsson, sem lengi bjó á Hólavegi 36 á Siglufiröi, varö áttræöur þann 11. maí sl. Starfsævi Sæmundar var á Siglufirði. Hann lagði gjörva hönd á margt, var vélstjóri lengi hjá Síldarverksmiðjun- um á Siglufrði, sótti sjó, dró björg í bú, var smiður góður og svo fjölhæfur að hann var jafnvígur á skipasmíði sem fínustu saumnálar fyrir konur, og allt þar á milli. Þá lék hann á dansleikjum í meira en hálfa öld og enn þann dag í dag er hann vel liðtækur á fiðluna sína. Sannkallaður þúsund þjala smiður. Eg óska Sæmundi tengda- föður mínum hjartanlega til hamingju með lífið, ævistarf- ið og afmælið, og sendi hon- um þessar ljóðlínur sem ofur- lítinn þakklætisvott fyrir góð kynni. Sœmund Jónsson kappann kenni, kátan, glaðan, hverja stund. Hann þó áttrœtt öldurmenni, eitilhress með létta lund. Ganga hans í gegnum árin, gœfuspor um langa tíð. Þó að gamals gráni hárin, göngu herði ellin stríð. Til verka jafnan var hann hagur, vélar, smíði, hans var fag. Lífhans allt einn dýrðar dag- ur, drengur kann á öllu lag. Björg í bú á sjóinn sótti, sýndi djörfung, kjark og þor. Mœtti honum aldrei ótti, alltfram fór sem blíðu vor. Fiðluboga fimum höndum, fór um strengi, Ijúft var lag. Glœddi hjörtu, grœddi sárin, gleði hljómar sérhvern dag. Létti mörgum lífsins stundu, lék á strengi kœrleikans. Ljúfum tónum allir undu, aldnir muna leikinn hans. Sæmundur er nú til heimil- is að dvalarheimili aldraðra, Skálahlíð, Siglufirði. Kær kveðja. Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti. Símnúmerabreyting 3. júní n.k.: Öll símanúmer verða sjö stafa Laugardaginn 3. júní nk. verða öll almenn símanúmer í landinu sjö stafa. Ljóst er að breytingarnar munu hafa áhrif á daglegt líf allra lands- manna. Mikilvægt er að iands- menn taki þessum breytingum á jákvæðan hátt. Núverandi símanúmer breytast á mjög einfaldan hátt í sjö stafa núm- er. Á svæði 92-98, að frátöldu 94 svæði, felst breytingin í því að stafúrinn 4 og síðari stafúr í svæðisnúmeri bætist framan við númerið. Á Norðurlandi, þar sem svæðisnúmerið var áður 95, bætist því 45 fyrir framan öll símanúmer. Síma- númer Feykis verða því frá og með 3. júní, 4535757 og 4536703. Á svæði 91 bætist 55 framan við fimm stafa númer og stafur- inn 5 ffaman við sex stafa núm- er. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sjö stafa símanúmerin verið í gildi ffá 1. desember 1994 sam- hliða eldri númerum og því má segja að á svæði 91 falli gömlu númerin niður. Á svæði 94 bætist 456 ffaman við númerið, en þar voru aðeins fjögurra stafa númer áður. Nýju sjö stafa númerin sýna skýrt hvaða landshluta þau tilheyra. Þannig munu öll númer á höfúð- borgarsvæðinu byrja á 55,56 eóa 58, á Norðvesturlandi á 45, á Norðausturlandi á 46, Austur- landi 47 o.s.frv. Engin breyting verður á gjaldskrá við símnúm- erabreytinguna. Eftir breytinguna þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer og því verður öll notkun símans ein- faldari. Þegar hringt er þarf aó- eins að velja sjö stafi, hvort held- ur sem hringt er innan svæðis eða milli svæða. Úr sögunni verður einnig ruglingur þegar gleymist aö gefa upp svæðis- númer með símanúmeri. Önnur símanúmer breytast einnig á einfaldan hátt. Númer fyrir farsíma, talhólf og boðtæki, þ.e. númer sem byrja á 984, 985, 988 og 989, breytast þannig að 9 sem fyrsti stafur fellur brott. Græn númer em núna á sviðinu 99 6000 - 99 9999. Þau breytast þannig að í stað 99 kemur 8000. Símatorgsnúmer eru núna á svið- inu 99 1000 - 99 5999. Þau breytast þannig að í stað 99 kem- ur 90 og þriðji stafúr sem segir til um gjaldflokk. Hvemig á svo að muna öll þessi nýju símanúmer, kann ein- hver að spyrja. Þaö ætti ekki að vera erfitt; aöeins þarf að muna áfram gamla númerið og bæta síðan einum staf eða tveimur framan við eða fella brott einn staf efúr því sem við á. Rétt er að benda á að eftir 3. júní verður hringingum í eldri númer vísað í gjaldfrjálsan sím- svara. síðasta sumar. Þrymur sendi fyrst lió til keppni árió 1990 og er þetta því í sjötta skipú sem liðið tekur þátt í 4. deildarkeppninni. Er það lengri lífúmi en margir spáóu. Þeir eru margir sem hafa leikið með Þrym á þessum fimm ámm. Þó menn hverfi á braut virðist sem alltaf komi maður í manns stað. Sterkur riðill „Mér líst þokkalega á sumarið, þetta verður skemmúlegt en erfitt. Það er ljóst að framundan er hörkubarátta og riðillinn hefur sjálfsagt aldrei verið sterkari en núna“, segir Páll Brynjarsson þjálfari Neista á Hofsósi. „Vió stefnum að því að gera betur en síöasta sumar. Þá varð Neisti í sjötta sæti af átta liðum. Markmiðið fyrir sumarið er að Neisú verði um miója deild“. Að- spurður sagði Páll að leikmanna- hópurinn yrði kannski heldur sterkari í sumar en í fyrra. Dansk- ur leikmaöur kemur til liðs við Neista, miðvallarspilarinn Per Damstrai, sem þykir sterkur leik- maður. „Þaó kemur sér náttúrlega illa fyrir okkur aó Daninn og Kristján Kristjánsson koma ekki til liðs viö okkur fyrr en upp úr miójum júní. Við veróum án þeirra þrjá fyrstu leikina í deild- inni“, sagði Páll. KS-ingar ætla upp „Ég er hæfilega bjartsýnn og líst þokkalega á sumarið. Við erum með heldur sterkari hóp núna en í fyrra og ég held þaö hljóti aö vera ágætir möguleikar fyrir okkur að komast í úrslita- keppnina. Ég setjum stefnuna á að fara upp í áf‘, segir Mark Duífi- eld þjálfari KS. Siglfirðingum hefur gengið vel í æfingaleikjum í vor, ekki tapað leik. Þeir hafa fengið liðstyrk í Mark þjálfara, Hörður Bjamarson er byrjaóur aó leika með að nýju og Baldur Benónýsson verður meö, en hann lék aðeins síðustu leikina meó KS í fyrra. ÓkeYpássmoor Til sölu! Til sölu DBS kvenreiðhjól 26". Upplýsingar í síma 35392 Til sölu Ford Econoline 350 sendiferðabíll, bensín, árgerð 1988. Upplýsingar gefur Bjami Haraldsson í síma 95-35124. Til sölu lítið notuö Famely game leikjatölva með 23 leikjum. Verö kr. 5000. Upplýsingar í síma 36680 eftir kl. 17. Hlutir óskast! Óska eftir að fá lánuð eða leigð þæg og traust hross sem gætu hentað í hestaleigu. Á sama stað óskast notuð ódýr dráttarvél. Upplýsingar á daginn í síma 95- 37310 og á kvöldin, 95-37434 og 36679 (Halldór). Óskum efúr að kaupa ísskáp, litla ffystikistu og vel með farið gírahjól, einnig óskast Nissan Sunny Sedan '92 í skiptum fyrir Lancer '89, ekinn 116 þúsund. Toyota í sama verðflokki kemur einnig til greina. Milligjöf stað- greidd. Upplýsingar í síma 95- 12446 eða 12370-31. Notuð bama- og unglingahús- gögn, skrifborð með hillum, óskast. Upplýsingar í síma 45- 11170. Fimmtán ára piltur óskar eftir að komast í sveit, er vanur sveita- störfum. Upplýsingar í síma 95- 24478 á kvöldin. Fallegir hvolpar fást gefrns. Upplýsingar í síma 38282. Til leigu! Til leigu í nágrenni Blönduóss ca 5 ha tún. Upplýsingar í síma 35747 eða 35947. Húsnæði til leigu! 1. Einbýlishús, 6 herbergja. 2. íbúð, 3-4 herbergja. 3. Ibúð, 2ja herbergja. Upplýsingar í hádeginu og á kvöldin kl. 19-22. Sími 95-36665. Jörð til sölu! Til sölu er jörðin Skarðsá í Staóarhreppi í Skagafirói ef vióunandi tilboð fæst. Tilboóum sé skilað til undirritaös, sem gefur nánari upplýsingar í síma 95-35470 og fax 95- 36170. Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 29. maí 1995 kl. 16,00 í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Á dagskrá em venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. grein samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjómar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verður lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvemig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á rekstrarárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkisins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 6. Önnur mál, sem löglega em upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endur- skoóenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. grein samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.