Feykir


Feykir - 21.06.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 21.06.1995, Blaðsíða 5
24/1995 FEYKIR5 Framámenn á Sauðárkróki í lok síðustu aldar: Vildu banna hina opinberu kossa Eins og vikió hefur verió aö í Feyki áður var í lok síóustu aldar stofnaóur á Sauðárkróki svokallaóur „Ræóuklúbb- ur“. Þessi klúbbur samanstóó af öllum helstu framámönn- um bæjarins og á fundum voru tekin fyrir ýmis mál sem til framfara þóttu horfa fyrir bæinn. Kom klúbbur þessi ýmsu í verk og er greinilegt á fundargjörðum, sem varó- veist hafa, aó þaó var fátt eitt sem þeir létu sér óviókom- andi þessir hugsjónamenn sem þá byggóu litla bæinn und- ir Nöfunum. Eflaust hefur þaó verió styrkur klúbbsins aö þama komu saman menn úr mismunandi starfsgreinum og miöluóu því hver af reynslu sinni. Þeir voru því margir málaflokkamir sem teknir voru til umfjöllunar. Til dæm- is er skemmtilegt að sjá aó á þriója starfsári klúbbsins er tekið fyrir mál sem sjálfsagt hefur þurft nokkum kjark til að fylgja eftir á þeim tíma. Þetta tiltekna mál var eins og segir í fundargeró: „Hvert er besta ráóió til aó útrýma op- inberum kossum“. Flutningsmaöur tillögunnar var Sigurð- ur Bjömsson, læknir, en hann taldi töluveróa smithættu fylgja munnkossum, og ekki bætandi á þá miklu hættu sem þá stafaói af smiti sullaveiki og berkla, en þeir vom þá meóal illskæóustu sjúkdóma í landinu, og þeir sem lögóu landsmenn helst að velli. Það var aldagamall siður í sveitum landsins að bændur og þeir sem komnir væru til vits og ára heilsuðust og kveddust meó kossi. A mölinni þótti þessu sið- ur frekar til vansa og ekki hefur „Ræðuklúbbnum“ á Króknum tekist að kveða þennan „draug" niður, því langt fram eftir þessari öld tíðkaðist hann enn í sveitum landsins. Pistilritari man t.d. eftir því þegar hann var að alast upp í Fljótum að þá var það stundum umtalsefni hjá stákunum hvað þaó væri virkilega ógeðslegt að sjá bænduma kyssast. Ef nútíma mál hefði verið 30 árum fyrr á ferðinni, þá hefðu unglingamir í þá daga talaó um dæmalausan „perraskap" bændanna. Eftirköst ekki sýnileg Flumingsmaður tillögunnar í Ræðuklúbbnum, Sigurður lækn- ir, sagöi að kossar gætu verið hættulegir vegna sótmæmis, „og orðið áríðandi að reyna að vekja þjóðina af hinum stjórnlausa kossagangi, sem hér viðgengist", svo vitnaó sé í fundargerðina frá 1. mars 1896. „Sýslumaður var því sam- dóma, en kvaðst hræddur um að það gæti oróið til þess að skap- rauna sveitafólki að færast undan að kyssa það, áður en nokkuð verulegt væri vitað um hættu þá sem gæti stafað af kossunum. Kristján Blöndal benti á að best mundi að leggja málið fyrir hinn fyrirhugaða læknafund í sumar. Chr. Popp vildi helst halda hinni gömlu venju. Koss- amir hefóu tiðkast svo lengi hér í landi, án sýnilegra eftirkasta, að vart mundu þeir mjög skaðlegir. V. Classen vildi láta lækni um að semja aðvörunarskjal um hættu þá er gæti leitt af kossun- um og sýslumaður læsi það upp á manntalsþingum. Fleiri töluðu með í málinu og loks var læknin- um falið að gangast fyrir því að hinum opinberu kossum yrði út- rýmt, svo fljótt sem unnt er“ Sér skagfirskt fyrirbæri? I Þjóðlífi og þjóðháttum, bók Guðmundar L. Friðfinnssonar bónda og skálds frá Egilsá, sem út kom fyrir nokkrum árum, er minnst á það hvemig til siðs var að kveðjast og eftir því sem Guðmundur heldur þama fram virðist sem „kossaflens skag- firsks bændafólks", hafi verið sér skagfirskt fyrirbæri. Svo mun þó varla hafa verið. Frést hefur af þessum sama sið úr öðrum byggðarlögum, t.d. frá Borgar- firði eystra. En í Þjóðlífi og þjóð- háttum segin „Aöur hefur verið getió um kveðjur, einkum bama og ung- linga, og kann ég ekki greinar- mun þar á milli héraða. Hvað fullorðna varðar, tíðkuðu Eyfiró- ingar meira handaband og kveðj- una „sæll" eða „komdu sæll" meðan Skagfirðingar kysstust og sögðu „sæll og blessaður" og „- vertu blcssaður'. Veit ég að Ey- firðingar höfðu þessa skagfirsku kveðju í flimtingum. Allir ná- grannar okkar notuðu skagfirsku kveðjuna, og höfðu foreldrar mínir tekið upp þennan sið, þeg- ar ég fór að veita mannlífi eftir- tekt. Vel má líka vera, að áöur fyrr hafi minni munur á verið, einkum þó varðandi kossana, og Júlíus Björnsson frá Flugumýri í Blönduhlíð heilsar vini sínum, Stefáni Jónssyni á Höskuldsstöðum að þjóðlegum hætti. enn var sá sióur svo algengur, að konur, ætla ég að það jaðraði við duga „sælinú" ef menn hittust ef menn kysstu ekki nágranna óvenjulega framkomu. Stundum með skömmu millibili." sína og kunningja, þar á meðal var þó kastað kveðju og látið O Jónsmessuhátíð á Hofsósi Kvöldvaka á Pakkhúsloftinu kl. 20.00 að kvöldi 23. júní: Árni Björnsson, Haraldur Bessason, Árni Tryggvason, Helga Rós Indriðadóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sveinn Reynisson, Ægir Finnsson, Kristján Stefánsson, Kristján B. Snorrason o.fl.. Einstök stemmning undir súóinni! Hátíðardagskrá laugardaginn 24. júní: Varðskipið Óðinn liggur við bryggju á Hofsósi. Gestir eru velkomnir um borö að skoóa skipið milli kl. 14.00 og 16.00. Þá fer skipió frá bryggju og leggst vió festar fyrir framan Staðarbjargavík meö áhorfendur. Fánareiö hestamannafélagsins Svaða kl. 16,30. Sungið í Staðarbjargavík kl. 17,00. Karlakórinn Heimir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorkell Jóelsson. Kl. 18.00. Karlakórinn Heimir bregður sér á bak og syngur stemmur af hestbaki. ✓ A pakkhúsplaninu: Atriði tengd undirbúningi væntanlegs Vesturfarasafns. Ávörp flytja: / * # Vésteinn Olason, formaður nefndar um samskipti vió Vestur-Islendinga og Laurence Johnson, forseti Þjóóræknifélags Islendinga í Vesturheimi. Skemmtidagskrá í félagsheimilinu Höfðaborg kl. 20.30 Ragnheiður Bjarnadóttir, Jón Bjarnason, Árni Tryggvaso, •• / Karlakórinn Heimir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Arnason, Kristján B. Snorrason o.fl. Dansleikur fram eftir nóttu meó Ártúnsbandinu frá kl. 23,30. Athugió! Mióapantanir fyrir kvöldvöku í Pakkhúsinu í síma 453 7310 og 453 7955. Miðar á dansleik seldir vió innganginn. „Sætaferóir“ eru í hestaferó sem farin verður á laugardagsmorgni frá Sauóárkróki með Topphestum sf. Upplýsingar og pantanir í síma 453 5828.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.