Feykir


Feykir - 13.12.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 13.12.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 44/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Höfundur fyrstu vísunnar aö þessu sinni er Indíana Albertsdóttir frá Neðsta- bæ. Mun hún vera gerð í góðri vetrartíð. Faðmar þíðafjallahlíð fossar blíðu Ijóða. Blessun víða veitir lýð vetrartíðin góða. Önnur vísa kemur hér sem Indíana mun hafa gert vegna sögulestrar í útvarp- inu. Útvarpsráðið égþess bið að það hœtti skottu að magna. Það veitir engum œvifrið að iðka lestur draugasagna. Þegar útvarpið var bilað hjá Indíönu að vetrarlagi varö þessi til. Mérfinnst leitt hvað lífið er breytt, lán sem veittist, kveður. Klukkan er eitt en ekki neitt anda þreyttan gleður. Þegar Indíana heyrði rætt um að bmggað væri á ákveðnum bæ í Vindhæl- ishreppi orti hún svo. Engan vanda ég það tel, ýmsum granda lögum. Fyrst hér landi lifir vel Ijóst í stranda högum. Jóhann Þorvaldsson á Siglufírði ber saman tíma fyrr og nú. Embœttið var ansifeitt þó afþví lítt ég raupi. Amstra nú við ekki neitt enda á lœgra kaupi. Þá víkur Jóhann að því sem gera þarf. Minnka allt sem óþarft er, ýmsu má vel breyta. En auka það sem okkur ber öðrum hjálp að veita. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yric- ir eftir fréttir af tilteknu sjónvarpsviðtali. Prinsessan hún steig af stalli, stóð svo ein í sinni nekt. En það að hlýða holdsins kalli hlýtur að teljast eðlilegt. Margar enskar aðalsbullur er að lama taugastress. Kalli prins er kvíðafullur og Kamilla er ekki hress. Þá víkur Rúnar að landsmálum hérheima. Þyki vorri þjóðarsál þröngt um kosti alla leggur hún sína orku í ál ókeypis að kalla. Önnur vísa fra Rúnari. Það er vandi að vera maður og vilja starfa á réttan hátt þegar alls kyns bull og blaður blekkir fólk og rýur sátt. Þá langar mig að spyrja lesendur hvort þeir viti eftir hvem eftirfarandi vísa sé. Kvíðum ekki vöntun vits, veltur mest á heppni háspilum og lengdum lits lífsins spilakeppni. Það mun hafa verið Þorsteinn Magn- ússon ffá Gilhaga sem orti svo. Fyrir gýg mér eyddist afl, oft nam ráði skeika. Nú er œvin tapað tafi, tregast mér að leika. Önnur vísa kemur hér eftir Þorstein sem verið getur að hafi birst áður í þáttum þessum, þó ég muni það ekki fyrir víst. Anda napurt oft égfinn, auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapalegur. Erfitt hefur verið hjá Kolbeini Högna- syni þegar hann orti svo. Illa gróa sumra sár sú er þyngsta nauðin til þess duga engin ár ekkert nema dauðinn. Mig minnir að ég hafi heyrt Gísla Ólafssyni eignuð eftirfarandi vísa. Vondur skóli er veröldin, vonin kól í blóma. Hylja ólánsóveðrin unaðssólarljóma. Önnur vísa kemur hér sem ég held að sé eftir Gísla en þætti gott að heyra frá lesendum ef þeir telja það ekki rétt. Frosnar hanga hendurnar, hrímaður vangi er kalinn. Hríðar ganga gusurnar gegnum Langadalinn. Þrátt fyrir nokkrar undirtektir á bón minni um efhi til þáttarins langar mig enn til að ítreka þá ósk. Síðan er gott að enda með góðri kveðju sem mér barst nú fyrir skömmu ffá Rúnari Kristjánssyni. Láttu draum um vorið vœnt vitundþína lauga. Þá mun aftur grasið grœnt gleðja bóndans auga. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Gengnar götur Þættir Björn á Sveinsstöðum komnir út í bók „Einhver missti það út úr sér nýlega að ég væri rithöfundur, en það er ég ekki, vegna þess að ég hef ekki skrifað bók. Sá, sem skrifar bók fær titilinn af sjálfu sér, hvað sem bókin er ómerki- leg“, segir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum í minningarbrot- um sem hann skrifar um sjálfan sig, Að leiðarlokum, og er fyrsti kafli nýrrar bókar sem Sögufe- lag Skagfirðinga gefur út til heiðurs Birni níræðum. Hjalti Pálsson skjalavörður hermir þessi ummæli upp á Björn og segir í formála að þar með sé Björn kominn í tölu rithöfunda og sé vel af þeirri nafhbót kom- inn. Bjöm Egilsson frá Sveinsstöð- um var níræður 7. ágúst sl. Hann er nú einn eftirlifandi heióursfé- laga Sögufélags Skagfirðinga. Hann er af mörgum kunnur, ekki síst fyrir skrif sín margvísleg um áratugaskeið, hefur ritað fjölda fróðleiksþátta, auk greina um menn og málefni. Bókin sem hefur að geyma rit- smíðar Björns heitir „Gengnar götur“. Fellur hún undir hugtakið þjóðlegur fróðleikur, hefur aö geyma samtals 22 þætti eftir Bjöm um persónusögu og staðfræði. Hannes Pétursson skáld og Krist- mundur Bjarnason rithöfundur hafa valið efnið og búið til prent- unar. Hér veiður gripið niður í frá- söguþætti Bjöms um Marka-Leifa Þetta er mitt fag Alþingishátíðin 1930 varð þeim minnisstæð, sem þar voru. Þar var tjaldborg mikil. Flest hér- uð höfðu stór tjöld hvert fyrir sig, og voru þau kölluð búðir að fom- um siö, og svo voru mörg önnur minni tjöld, þar sem fólk svaf um nætur. Skagfirðingabúð var mikill salur, og var gleðskapur þar mikill að sögn. Ekki er nú vitað með vissu, hvað Skagfirðingar voru fjölmennir á hátíóinni, en þar voru allmargir hreppstjórar og stór- bændur, tveir prestar eða fleiri og svo fyrirmenn héraðsins, Sigurður sýslumaður og Jón alþingismaður á Reynistað. Nokkrir fóru ríóandi suður Kjöl, en aðrir á bílum. Það var einn daginn, þegar há- tíðin stóð sem hæst, að Jón Þ. Bjömsson, skólastjóri á Sauðár- króki, gekk inn í Skagfirðingabúð. Aðeins einn maður sat þar inni og var aó lesa í bók. Jón spurði manninn hvemig stæði á því að hann væri hér inni, þegar allir aðr- ir væm úti að njóta hátíðarinnar. Maðurinn svaraði og lyfti bókinni um leið: „Þctta er mitt fag.“ En hver var maðurinn? Það var hinn merkilegi afsprengur Skegg- staðaættarinnar, Hjörleifur Sigfús- son, og bókin var markaskra. Þrjátíu þúsund manns var úti á hátíóarsvæðinu að njóta líðandi stundar, en Hjörleifur var einn sér og naut stundarinnar svo sem hann vildi. Hann mun líka hafa notið ferðarinnar með því að fara ríðandi suður Kjöl. Hann var með Valdimar í Vallanesi, Magnúsi á Vindheimum og Jóni skólastjóra. Ef til vill hafa þeir verið fleiri saman. Svo segir Stefán á Höskulds- stöðum frá: „Fjölmennt var í Rangæingabúð, manndóms- og myndarfólk að sjá. Þar sat Hjör- leifur Sigfússon með opna marka- skrá fyrir framan sig.“ + Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúó og kærleiksríkar kveójur við andlát og útför móður okkar Elísabetar Ingveldar Halldórsdóttur, Miklabæ, Óslandshlíð Halldór Þorleifur Ólafsson Sigurlaug Ólafsdóttir Ingibjörg Ingveldur Ólafsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.