Feykir


Feykir - 20.12.1995, Blaðsíða 9

Feykir - 20.12.1995, Blaðsíða 9
45/1995 FEYKIR9 Hraunþúfuklaustur í Vesturdal og náttúrunnar og ekkert uröum viö vör viö Runu-Flekk, enda varla von að hann færi að sýna sig eöa láta í sér heyra í þvílíku glaöasólskini. Eftir um það bil tvo tíma vor- um við komin í dalsbotninn og við okkur blasti Hraunþúfúklaust- ur, þessi staður sem svo margir hafa velt vöngum yfir og skrifað um. Dalurinn lokast af Hraun- þúfumúla en Runukvísl rennur austan við hann. Vestan við Múl- ann er svo Hraunþúfugil og eftir því rennur Hraunþúfúá, sem fell- ur í Runukvísl norðan við Múl- ann. Það var ekki laust við að yngstu ferðalangamir yrðu fyrir vonbrigðum þegar þeir sáu þess- ar óljósu tóftir sem þama vom Kannski höfðu þeir búist vió aó fá að skoða rústir af miðaldaklaustri eins og þeir hafa séð í bíómynd- um frá útlöndum. Mér kom aft- ur á móti á óvart hve greinilega sást móta fyrir tóftunum af byggð sem hefúr líklega farið í eyði fyr- ir um það bil 900 ámm. Það em að minnsta kosti niðurstöðumar sem fengust af rannsókn dr. Sig- urðar Þórarinssonar árið 1970, en aldursgreining hans eftir öskulög- um sýnir að byggðin hefur lagst í eyði laust fyrir árið 1104. Elstu heimildir Elsta heimild um Hraun- þúfúklaustur er í Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalín frá 1713, enþar stendun Hraunþufuclaustur heitir hjer í afrjettinni. Þar sjest lítið til girðinga og tóftaleifa mikillra, so sem þar hafi stórbýli verið. Ekk- ert vita menn til þess, nema munnmæli segja, að í þessu plátsi skuli fundist hafa klukka sú, sem nú er á Goðdölum. Þetta land er í afrjettinni og brúkast frá Hofi so sem hennar eigið land (Kph. 1930,9. b.bls. 144). Séra Jón Steingrímsson segir einnig frá þessari klukku í ævi- sögu sinni, sem hann mun hafa skrifað um 1780 eða litlu síðar. Hann segir þar frá afasystur sinni sem kunni sögur af tröllum, draugum og afturgöngum og hvemig hægt væri aó fæla slíkt í burt með klukknahringingum. Síðan segir hann aó hún hafi séð: ... þá klukku, sem fannst í jörðu að yfirhvolfdu kjaraldi í nokkm plássi fyrir framan Hof í Skagafjarðardölum; skyldi þar áður hafa verið eitt klaustur og eyðilagzt í stóm plágunni 1404. Veit nú enginn til þessa. A greindri klukku stóðu þessi orö: Vox mea est bamba, possum depellere Satan. Það þýðir: Mitt hljóó er bamba, burt rek eg satan. Var klukka sú flutt að Goódölum, en nú síðar umsteypt (Rvk. 1945, bls. 10-11). Þjóðsögur um Hraunþúfuklaustur Allar götur síðan þetta var skrifaó fýrir 200 ámm hafa munnmælin um klaustrið haldist lifandi. Guðmundur sagði okkur sögu af því að ábótinn hafi farið ásamt þræl sínum upp á Hraun- þúfumúlann og látið hann grafa fjársjóð fram á brúninni. Þegar því var lokió hrinti ábótinn þræln- um ffam af og lagði svo á að ef einhver reyndi að grafa upp fjár- sjóóinn myndi brúnin hrynja. Af kvæði Símonar Dalaskálds um Vesturdal sést að hann hefur líka þekkt þessar sögur á sínum tíma, hann yrkin Ifornöld klausturfram í Lamba- tungum stóð fagur bœr und skógarhlíðar bungum; átján hurðir á hjörum er hermt að vœru þar, á haustin magnað mörum og mjög gott kvikfé var, kjarnbezt grös giljum þar í spretta, kjarnbezt grös gnípum undir kletta, kjarnbezt grös. Að Hraunþúfu í Hraunþúfugils- björgum mun heldur erfitt veita komast mörgum, að nái sjóð úr silfri og sýna frœknleiks hót, en Hólafernishöfði þar horfir beint á mót, tröllslegt gil tignarlegt má kalla, tröllslegt gil tengt við hnjúkaskalla, tröllslegt gil. Gátan um Hraunþúfuklaustur Hólofemishöfði sá sem þama er talað um er hæsti kletturinn norðan við Hraunþúfúgilið. Guð- mundur kann líka sögu sem skýr- ir það ömefúi: smalinn, sem hét Hólofemis, var látinn vera með strokkinn á bakinu við smala- mennskuna, en hann þrey ttist svo á því að hann fleygði sér að lok- um ffarn af höfðanum. Svona sagnir sem skýra ömefni em al- gengar og ekki undarlegt að þurft hafi einhverja sögu til þess að skýra svo óvenjulegt ömefni sem þetta. Hólofemis er annars þekkt- ur úr Júdítarbók, sem er ein af apokrýfum bókum Gamla testa- mentisins. Júdít þessi bjargaði fólki sínu undan umsátri Assýríu- manna með því að höggva höfúó- ið af Hólofemis yfirhershöfðingja þeirra. Það fer ekki hjá því aó maóur undrist þvílíkt ömefni hér ffemst í Skagafjarðardölum. Þeir sem hafa skrifað um Hraun- þúfuklaustur hafa haft mismun- andi skoðanir og hugmyndir um það hvað hér hafi verið. Hug- myndimar hafa verið allt frá því að hér hafi papar búið eftir að hafa verið hraktir hingaó undan norrænum landnámsmönnum, til þess að nafnið hafi hlotist af gam- ansemi kvenmannslausra gangna- manna, sem höfðu hér næturgist- ingu. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar bendi ég á ritgerð Kristjáns Eldjáms „Punktar um Hraunþúfuklaustur" sem birtist í Arbók Hins íslenska fomleifafé- lags 1973 (bls. 107-133). Sjálf ætla ég ekki að leggja ffam neina kenningu um byggðina á Klaustr- um, en ég vona aö einhvem tíma verói ráðist í að grafa upp þær fomleifar sem þar finnast og þar með ráða gátuna um Hraun- þúfúklaustur. Gleðileg jól farsælt komandi ár þökkum góðar móttökur og ánægjuleg viðskipti á árinu Pýramídinn Hársnyrtistofa Aðalgötu 6, sími 453 6344. Gleðileg jól heillaríkt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er aö líða Táin - Nudd- og trimformstofan Sögufélag Skagfirðinga óskar félagsmönnum sínum og öðrum velunnurum Gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Heimsóknartímar á sjúkrahúsi og dvalarheimili yfir jól og áramót Sjúkrahús: Aðfangadagur kl. 18-22 Jóladagur kl. 15-17 og 19-21 Gamlársdagur 18-22 Nýársdagur 15-17 og 19-21 Heimsóknartímar á dvalarheimili alla dagana frá kl. 13-21. Aðrir tímar eftir samkomulagi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.