Feykir - 11.09.1996, Qupperneq 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Málmeyjan að koma úr Smugunni:
Var tæpa tvo mánuði
í veiðiferðinni
Málmeyjan kemur til Sauðár-
króks á íostudagsmorgun eftir
57 daga vciðifcrð í Smuguna.
Aflinn er 12.000 kassar af unn-
um afurðum, sem er 75% af
frystirými skipsins. Aflaverð-
mæti er um 80 milljónir og há-
setahlutur líklega ríflega 800
þúsund, samkvæmt stuðíinum.
Þetta þykir góður túr í Smug-
una en veiðitíminn líka með
þeim allra lengstu sem um get-
ur.
Skagfirðingur, Hegranes og
Klakkur eru einnig að veiðum í
Smugunni og gengur sæmilega,
að sögn Gísla Svans Einarssonar
útgerðarstjóra. Það kom gott skot
í fiskiríið í síðustu viku og
mokveiði á þriðjudegi til fimmtu-
dags, en síðan doífiaði yfir veið-
inni aftur. Til marks um afla-
brögöin í hrotunni má nefna að
bara á þriðjudag aflaði Skagfiró-
ingur 60 tonn og Klakkur 50
tonn.
Skafti er þessa dagana í slipp á
Akureyri. Unnið er aó viðgerð á
skrúfublöðum skipsins.
□
■iaÍ21Il£ERGU
Ánægðir að loknum kornskurðinum í Hólminum. Árni Halldórsson bóndi Útvík, Sigurður
Sigfússon bóndi Vík, Gísli Bjöm Gíslason Vöglum, sem stjómaði þreskivélinni, Eiríkur Loftsson
héraðsráðunautur Búnaðarsambands SkagaQarðar og Símon Traustason bóndi Ketu.
Gatnagerð um skóla-
hverf ið að hefjast
Innan skamms munu hefjast
framkvæmdir við gerð nýrrar
götu neðst í Sæmundarhlíð, í
gegnum skólahverfið á
Sauðárkróki. Verkið var boðið
út í síðustu viku og á því að
verða lokið 8. nóvember
næstkomandi. Tvö stálgöng
verða undir hina nýju götu,
annað verður í árfarvegi
Sauðár en hitt er ætlað fyrir
gangandi umferð um skóla-
hverfið, þannig að skólafólk
þarf í framtíðinni ekki að
ganga yfir götuna milli bygg-
inga í hverfinu.
Umferðin gegnum skóla-
hverfið hefúr lengi verið áhyggju-
eíni ráðamanna á Sauðárkróki og
að margra áliti eru þessar
framkvæmdir mjög brýnar.
Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar-
stjóri segir að ætlunin hafi verið
að ráðast í verkið í sumar, en tafir
hafi orðið á undirbúningi og það
ekki verið tilbúið til útboðs fyrr
en nú. Með tilliti til umferðar
gangandi fólks um hverfið sé
þetta ekki besti tíminn til
framkvæmda en við því sé ekkert
að gera. Reiknað er með aö loka
þurfi á bílaumferð í gegnum
skólahverfið einhvern hluta
framkvæmdatímans og verður
umferó þá beint suður fyrir
Túnahverfið, um Túngötuna.
Aðspurður um kostnað vegna
framkvæmdanna sagói Snorri
Bjöm að á fjárhagsáæltun væri 25
milljónum varið til verksins og
hann vonaóist til að sú fjárveiting
mundi duga.
Kornrækt í Skagaf irði:
Virðist lofa mjög góðu
Undanfarna daga hefur staðið
yfir kornskurður í Skagafirði.
Uppskeran hefur verið góð í
sumar, frá tveimur tonnum af
þurrkefni af hektaranum upp í
3,5. Tilraunir með kornrækt
hafa staðið yfir í Skagafirði í
nokkur ár en þetta er fyrsta
sumarið sem bændur þar
rækta kom í einhverjum mæli.
I vor var sáð í um 50 hektara
lands í héraðinu af um 20 aðil-
um, sem eiga í sameiningu
þreski- og kornskurðarvél.
Langstærsti aðilinn í ræktun-
inni er Pétur Sigmundsson
bóndi á Vindheimum. Hann
sáði í 16 hektara lands og fékk
af því 160 sekki af korni, sem
hver um sig vegur rúm 400
kHó.
Komrækt hefur gengið betur
Norðanlands í sumar en syöra.
Ólafur bóndi á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum, sem er frumkvöðull
að kornrækt hér á landi, kom
norður í síðustu viku til aö skoða
komræktina hjá bændum. Honum
leist vel á ræktunina í Skagafirði
og segir ræktunarland á Vind-
heimum með því besta sem gerist
hér á landi, enda hafa tilraunir
sýnt fram á það. Þá eru fleiri
svæði í Skagafirði talin hentug til
ræktunar. Eiríkur Loftsson jarð-
ræktarráóunautur Búnaðarsam-
bands Skagafjarðar segist álíta að
kombændur í Skagafirði séu nú
þegar famir að bera talsverðan
hag af ræktun sinni, þrátt fyrir að
verð á komi hafi lækkað um 30%
á liónu vori er kjamfóðurgjald var
afnumið.
Blaðamaður Feykis fylgdist
með komskuröi í landi Vallholts í
Vallhólmi. Þar tóku fjórir bændur
land á leigu í vor, plægðu og sáðu
byggi í 19 hektara. Þeir Sigurður
Sigfússon í Vík, Ami Halldórsson
í Utvík, Ómar Jensson á Gili og
Símon Trautason í Ketu. Þeir fé-
lagar þurftu að framkvæmda mik-
ið á stuttum tíma í vor, girða land-
ið, plægja það og síðan fínvinna,
og urðu því hálfúm mánuði á efitir
í sáningunni. Ekki tókst þeim
heldur að sirka rétt á áburðar-
magnið, en mjög mikilvægt er
talið að það sé nokkuð nákvæmt,
hvorki of lítið né mikið. Áburðar-
gjöfin var heldur lítil miðað við
gæði landsins og því var uppsker-
an fyrir neðan meðallag, tvö tonn
af þurrefni af hektaranum. Þeir fé-
lagar segjast þó vera býsna
ánægðir og nú komi þeir betur
undirbúnir til leiks næsta vor.
Landið verði grófunnið núna í
haust og finunnió fyrir sáningu
næsta vor. Þá verði auðveldara að
áætla áburðargjöfina en í fyrsta
skiptið.
Landið sem þeir fjórmenning-
ar hafa á leigu í Vallhólminum er
næsti akur við land Péturs á Vind-
heimum og ljóst er að ræktun á
þessu svæði hefur ýmsa kosti.
Veóursæld er yfirleitt talsverð
fram í Skagafirðinum. Þarna í
Hólminum nýtur landið sólar
meðan hún er á lofti og er það
ekki svo lítill kostur í komrækt-
inni.
—KJcw?III —
Aðcdgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019
Almenn verktakaþjónusta
Frysti- og kœliþjónusta
Bíla- og skiparaímagn
Véla- og verkfœraþjónusta
bílaverkstæði
Sími 453 5141
Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140
Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði
Réttingar Sprautun