Feykir - 11.09.1996, Side 6
6FEYKIR 29/1996
Heilir og sælir lesendur góðir.
Eins og margir vita hefur formaður
prestafélagsins oft verið í sviðsljósinu á
yfirstandandi ári. Er ekki ffítt við að ýms-
ir hagyrðingar hafi fagnað því yrkisefni
sem til hefur fallið vegna frásagna fjöl-
miðla af atburðum er tengjast séra Geir.
Það er Dagbjartur Dagbjartsson á Refs-
stöðum sem er höfundur fyrstu vísunnar
að þessu sinni.
Þó kirkjan öll í klojhing stejhi
og klerkar deili sífellt meir.
Þegar skortir yrkisefhi
alltafbjargar séra Geir.
Sú saga komst á kreik á sl. vori að
klerkur hefði auglýst messu um hvíta-
sunnuna á einni af kirkjum sínum, nánar
tiltekið á Gilsbakka. Ekki væri í frásögu
færandi þó messað væri á slíkri hátíð, ef
ekki hefði tekist svo slysalega til að guðs-
maðurinn ruglaðist í messuskrá sinni og
mætti á auglýstum tíma til kirkju á Síðu-
múla. Beið hann þar en annað fólk hafði
skyldum að gegna við athöfnina á Gils-
bakka. Var mál gárunga að helst hefði
hagstæð vindátt orðið mistökum þessum
til bötunar, eins og ffam kemur í eftirfar-
andi vísu Gunnars Thorsteinssonar.
Lýðinn að kristna, það ku vera mál
svo kœrleikans lifi íyndi.
Geir okkar Waage er greindasta sál,
lœtur guðsorðið berast með vindi.
Önnur vísa komst á kreik af þessu til-
efni, eignuð Dagbjarti á Refsstöðum, og
víkur hún að því að á lokastigi vom fram-
kvæmdir við kirkjuna í Reykholti, er
sumir telja orðna alltof stóra.
Veittu mér syndugum sœlu og fríð
þó svolítið grínist að þessu.
Presturínn byrjaði að venja sig við
víðáttu brjálœði í messu.
Svo kom að því að hið mikla hús var
vígt og mun Dagbjartur þá hafa orðaó
hugsun sína á eftirfarandi hátt.
Ekki fer ég oft til messu,
allra síst í Reykholti.
Trú mín getur týnst í þessu
tröllakirkju gímaldi.
Jakop á Varmalæk mun hafa verið
einn af þeim er fylgdust með fréttum af
atburði þessum og mun hans innlegg í
umræðuna vera á þessa leið.
Veglega guðshúsið vígðu þeir
með virðuleik, snilli ogfestu.
Sigurður, Flóki og séra Geir
syndlausir allir „að mestu “.
Önnur vísa kemur hér eftir Jakop sem
gerð er þegar aflétt var þeirri miklu
spennu er ríkti í kjöri formanns í prestafé-
laginu.
Kostaríkir klerkar tveir
kepptu á presta skaupi.
Fast var sótt, en séra Geir
sigraði í pokahlaupi.
Ekki minnkuðu hörmungar klerks og
sú mikla athygli er þjóðarsálin veitti hon-
um, þegar dagblöðin sögðu frá því nú í
sumar að fundist hefói ákveðinn hlutur í
svonefndri Snorralaug á prestssetrinu.
Georg Jón Jónsson á Kjörseyri heyrði
eins og fleiri þessi skelfilegu tíðindi og
var það tilefni eftirfarandi vísu.
Séra Geir afþekktum þokka
þenur brjóst og sperrir stél.
Brúkar aðeins bleika smokka
og ber þá sérstaklega vel.
Þar sem nú fer í hönd tími gangna og
rétta er gaman að rifja upp vísur sem til-
heyra þeim vettvangi. Trúlega hafa ráðs-
konur ekki verið famar að fylgja gangna-
mönnum þegar eftirfarandi var kveðið, og
kannski ekki heldur farið að rækta hunda
með gelti.
Hirðirinn ráfar um heiðar ogfjöll
og horaður verður að svelta.
Hjörðin er farinn til helvítis öll
því hundurínn kunni ekki að gelta.
Það er Ámi Bragason Sunnuhlíð í
Vatnsdal sem yrkir svo í upphafi gangna-
ferðar.
Er við höldum enn afstað
okkar bíður heiðin.
Meðan ég hefGáska og Glað
greiðfœr verður leiðin.
Sveitungi Áma Helgi H. Jónsson á
Nautabúi hefur einnig farið í göngur á
Grímstunguheiði. Á sl. hausti tók hann að
sér göngur á Auðkúluheiði og er í eftirfar-
andi vísu hans gerður nokkur samanburð-
ur á slíkum vistum.
í Fljótsdrögin með sút í sinni
safnast undra lið afköllum.
Betri verður mér í minni
mórallinn á Hveravöllum.
Ef það gæti gerst að einhver undan-
reiðarmanna úr Vatnsdal eða Þingi væri
ekki alveg sammála þessari niðurstöðu
væri gott að fá staðfestingu þar á. Síðan er
gott að ljúka þættinum með þessari fall-
egu gangnavísu Georgs Jóns á Kjörseyri.
Fjöllin greiðafrá sér ský,
Jreista leiðarinnar.
Okkur seiðir enn á ný
armur heiðarínnar.
Veriði sæl aó sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Fullnæging hinar grænu gleði
Það er í fyllsta máta dásamleg
sjón að sjá þá gróðurbyltingu
sem orðið hefúr um land allt hin
seinni ár. Á það jafnt við um
þéttbýli sem dreifbýli. Það er
vissulega samgróið manneskj-
unni að kunna vel við sig í gróð-
urríku umhverfi og kannski á sú
tilfinning í sálinni sína sögu allt
aftur til Edensdaga frumforeldra
okkar.
Myndarlegir trjálundir eru
víða við sveitabæi, þar sem þrot-
laus elja einstaklinga hefur skilað
sér í miklum feguröarauka fyrir
umhverfiö. Iðulega eru þaó
blessaðar konurnar sem eiga
heiðurinn af slíkum gróðurafrek-
um, þó karlar eigi þar oft líka
góðan hlut að málum. En vert er
að minnast frumherja á þessu
sviði eins og Lilju á Víðivöllum,
Margarethe Schiöth á Akureyri,
Þorláks Hallgrímssonar í Skriðu
í Hörgárdal og Ama Thorsteins-
sonar landfógeta. Daninn Schier-
beck landlæknir var líka mikill
frumkvöðull í trjárækt og sannast
í því sem mörgu öðru að við höf-
um margt gott þegið frá Dönum,
þó oftast sé öðru haldið fram.
Svo var það ungmennafélags
hugsjónin um að klæða landið,
sem viikjaði fjölda fólks í byrjun
þessarar aldar til sóknar og starfa
í þágu gróðurvemdar og nýrrar
ræktunar. Þar var snöfurlega til
góðra verka gengió.
I Varmahlíð hefur nú verió
afhjúpaður minnisvaröi um Sig-
urð Jónasson skógarvörð, en
hann var frábær hugsjónamaður
um trjárækt og árangur verka
hans blasir við í Reykjarhóls-
skógi þar sem minnisvarðinn
stendur.
Gróðurmál á
Skagaströnd
Á Skagaströnd, er sem víðar,
unun að sjá allt það sem unnist
hefur síðustu 20 árin eða svo í
runna- og trjárækL Framtakið er
löngu orðið almennt og ásýnd
bæjarins er stómm hlýlegri fyrir
vikið og öllum til yndis og
ánægju. Þær konur sem vora að
basla við trjárækt hér um miðja
öldina áttu við margt að stríða.
Þær nutu ekki neins skilnings og
hlutu ýmsar háðsglósur fyrir að
vera að eyða tíma í þessa „vit-
leysu“. Þá sögðu þeir sem allt
þóttust vita, að hér myndi aldrei
neitt vaxa. Trjárækt á Skaga-
strönd væri heimska allrar
heimsku. En áfram var baslað
fyrir það.
Loks kom svo að því að hafist
var handa af áhugamönnum um
trjárækt við að planta hríslum
meðfram Höfðanum, sunnan við
Tjaldklaufina. Hef ég fyrir satt
að Páll Jónsson skólastjóri hafi
haft forgöngu um það framtak.
Var þar komið upp hinum sæmi-
legasta reit, en síðan féll hann
um tíma í nokkra vanhirðu. En
nú var kominn hugur í ýmsa og
skógræktaráhuginn tók aó hrísl-
Innilegar þakkir til ykkar allra sem
glöddu mig með heillaóskum,
gjöfum og hamingjuóskum á 80 ára
ajmælisdaginn minn.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Steinsdóttir Reynistað.
ast frá manni til manns. Skóg-
ræktarfélag fæddist til vakandi
lífs og hefúr það gert marga góða
hluti til þessa og mun vafalaust
halda hátt á lofti sínu græna
merki til ffamtíðar. Er það fagn-
aðarefni að vita það.
Margir hafa tekið þátt í
„grænu byltingunni“ hér og var
til dæmis Jón heitinn Jónsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Rækjuvinnslunnar mjög ötull
liðsmaður þeirrar hugsjónar.
Björgvin Bjamason fyrrverandi
sparisjóðsstjóri hefur gengið
(sumir segja hlaupið) marga
ferðina upp í Spákonufellið og
gróðursett lúpínu á uppblásturs-
svæðum þar, svo sem melnum
mikla undir svonefndri Geld-
ingabreiðu. Er ávöxtur þeirrar
iðju að skila sér með ágætum.
Björgvin er reyndar hjartasjúk-
lingur, en þegar hugsjónir eru
annars vegar, þá sópar hann öll-
um ljónum úr sínum vegi. Eg er
þess fullviss að væra kosningar
hérlendis á tveggja ára fresti þá
yrði Björgvin allra karla elstur.
En það era margir sem leggja
góóar hendur á plóg að fegra og
bæta ásjónu landsins. Það verður
heldur ekki betur gert með öóra
en því að láta tré og ranna, blóm
og blessun jarðar breiða úr sér
sem víðast. Á stuttum sumartíma
er það andleg heilsubót fyrir
fólkið í landinu að njóta í ríkum
mæli þeirrar hlýju fegurðar sem
gróðurinn gefúr. Sú sálamæring
sem fæst af því, hjálpar mikið
þegar tími hinnar köldu fegurðar,
veturinn, stendur yfir. Þá er gott
að hugsa með tilhlökkun til
komandi vors, vitandi það aó þá
tekur gróðurinn aftur við sér og
veitir okkur fullnægju hinnar
grænu gleði.
Skrifað í ágúst 1996
Rúnar Kristjánsson.