Feykir - 11.09.1996, Blaðsíða 7
29/1996 FEYKIR7
Hver er
maðurinn?
Af myndunum sem birtust í
síðasta myndaþætti þekktist ein.
Mynd nr. 146 er af Eggert Gunn-
arssyni, sem kenndur er við Esbi-
hól í Eyjafirði. Eggert þótti af-
skaplega efnilegur maður, en
minna varð úr honum en efni
stóðu til. Þekktari varð bróðir
hans Tryggvi Gunnarsson kaup-
félagsstjóri og alþingismaður.
I þessum myndaþætti em birt-
ar myndir sem vom í eigu Val-
gards Claessens kaupmanns og
síðar landsféhirðis. Myndir nr.
147 til 149 em teknar af Amóri
Egilssyni ljósmyndara en mynd
nr. 150 af Sigfúsi Eymundssyni.
Þeir sem hafa upplýsingar um
myndirnar eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við Hér-
aðsskjalasafn Skagfirðinga í síma
456 6640.
Mynd nr. 147.
Mynd nr. 149.
Mynd nr. 148.
Mynd nr. 150.
Ókeypissmoar
Til sölu!
Jeppi til sölu! Toyota HI Lux -
Doble cab, dísel, árgeró '91. Bíll-
inn er með jámhúsi og í mjög
góðu lagi. Þeir sem hafa áhuga
hringi í Pál í símum; vs. 453 8225,
hs. 453 8115. Myndsími 453 8863.
Til sölu Ford Econoline, disel.
Upplýsingar í síma 453 8119 vs.
eða453 8219 hs.
Til sölu Subaru station 4X4 árg.
'88, ekinn 85 þús. km. Vel með
farinn, einn eigandi. Verð 600 þús.
Upplýsingar í síma 453 5155 efdr
kl. 1730 (Sverrir).
Til sölu nýlega sambyggð tré-
smíðavél LAB 30, eins fasa, 3ja
mótora með lyrirskera. Upplýs-
ingar í síma 453 5087.
Óskast keypt!
Óska eftir að kaupa tölvu af
gerðinni 386 eða 486. Einnig
prentara. Upplýsingar í síma 453
5914ákvöldin.
Húsnæði!
Til leigu lítil einstaklingsíbúð á
Sauðárkróki. Upplýsingar í síma
453 5392.
Vantar reglusama og ábyggilega
leigjendur í íbúð á Akureyri.
Upplýsingar í síma 452 4264.
Góðir áskrifendur!
Munió aö greiöa sem fyrst heimsenda
greiðsluseðla fyrir áskxiftargjöldunum.
Skagfirðingabók
1996 komin út
Nýlega er út komin 24. ár-
gangur af Skagfiröingabók, árs-
riti Sögufélags Skagfirðinga. A
seinasta ári féll niður útgáfa rits-
ins, en annars hefur bókin komið
út árlega mjög lengi. I þessu
hefti er nafnaskrá fyrir 22.-24.
hefti bókarinnar.
Allmargar greinar eru í bók-
inni, sem jafnan áður og á kápu
er mynd af altarisklæði úr Goð-
dalakirkju ffá 1763, en í bókinni
er einmitt grein um Goðdala-
kirkju og presta þar eftir síra
Ágúst Sigurðsson, sem nú er á
Prestbakka, en áður þjónaði
þessari kirkju er hann sat á
Mælifelli. Nefnist greinin Tré-
kirkjutími hinn síðari í Goðdöl-
um.
Annað efni bókarinnar er
grein um Stefán Magnússon
bókbindara á Sauðárkróki, sem
Matthías Eggertsson ritstjóri
Freys skráði og byggði á ífásögn
Stefáns sjálfs um lífshlaup hans.
Stutt þjóðsaga er í bókinni, skráð
af Jóni N. Jónssyni fyrrv. kenn-
ara og bónda á Selnesi á Skaga
og nefnist Sauðahvarfið, greinir
frá því að stoliö var sauðum frá
Gísla bónda Gunnarssyni á
Kárastöðum og hvemig hann
með dulskynjun komst á snoðir
um hvarfþeirra.
Halldór Ármann Sigurðsson
prófessor í Reykjavík ritar langa
grein um formóður sína, Guð-
rúnu Ólafsdóttur yfirsetukonu frá
Bjamastöðum í Unadal. Guðrún
var uppi á seinni hluta 18. aldar
og fram á þá 19. og var fyrsta
konan í Skagafirði sem lauk ljós-
mæðraprófi og fyrsta lærða ljós-
móðirin í Skagafirói sem nokkuð
kvað að. Meó ættffæðilegu ívafi
tekst Halldóri að gera skemmti-
lega grein úr gloppóttum heim-
ildum ffá þessum tíma.
Hjörtur M. Jónsson ritar
greinina: Flutti Hallur Mjódæl-
ingur? og veltir þar fyrir sér bú-
setu landnámsmannsins í Aust-
ur-Fljótum. Magnús H. Helga-
son sagnffæðingur skrifar ritgerð
um Sauðárkróksdeild Kommún-
istaflokks íslands á árunum
1932-1938 og áhrif kreppunnar á
Sauðárkróki. Gunnsteinn Steins-
son frá Ketu hefur fært í letur
stutta munnmælasögu af Jóni
Ósmann, sem ekki hefur áður
komið á prent og Ögmundur
Helgason forstöðumaður hand-
ritadeildar Landsbókasafhsins er
með grein sem hann nefnir: Af
sjónum séra Páls Erlendssonar.
Þar birtir hann bréf Páls prests á
Brúarlandi í Deildardal frá 1846
og bendir á að séra Páll hafi ver-
ið fyrstur manna til að svara kalli
Fomfræðifélagsins um söfnun
og ritun þjóðsagna.
Bókin er 230 blaðsíður að
stærð og hin vandaðasta að allri
gerð, prýdd mörgum myndum,
m.a. nokkmm litmyndum.
Aðalnúmer Feykis er 453 5757
Útboð
Ferðasmiójan ehf óskar eftir tilboðum í byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir
ferðamenn í Varmahlíð.
Húsið er á einni hæð, steinsteypt. Flatarmál 84 fermetrar og rúmmál 279
rúmmetrar.
Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 12. september á
skrifstofu Héraðsnefndar Skagfirðinga í Stjómsýsluhúsinu Skagfirðingabraut 21
Sauðárkróki, gegn 20.000 króna skilatryggingu.
Húsinu skal skila fullfrágengnu eigi síðar en miðvikudaginn 1L júní 1997.
Tilboðin verða opnuð kl. 11 þriðjudaginn 1. október 1996 á skrifstofu
Héraðsnefndar Skagfirðinga í Stjómsýsluhúsinu.
Stjórn Ferðasmiðjunnar ehf.
Afmælismót í körfubolta
Föstudaginn 13. september og laugardaginn 14. september
veróur haldiö afmælismót í körfuknattleik í íþróttahúsinu á
Sauóárkróki.
Föstudagur Kl. 19,30 UMFT-Þór
Kl. 21,00 Snæfell - KR
Laugardagur Kl. 10,00 UMFT - Snæfell
KL. 12,00 Þór - KR
Kl. 14,00 UMFT-KR
KL. 16,00 Snæfell - Þór
Aógangseyrir fullorðnir kr. 1000, börn kr. 500. Gildir allt mótió
(Stuóningsmannakort gilda ekki).
Fjölmennum og sjáum hörkuleiki!