Feykir


Feykir - 06.11.1996, Blaðsíða 3

Feykir - 06.11.1996, Blaðsíða 3
37/1996 FEYKIR3 Matmenningar- námskeið fyrir ferðaþjónustufólk Námsbraut fyrír ferðaþjónustufólk hóf göngu sína við Bændaskólann á Hólum í haust Um og fyrir helgina var haldið við Bændaskólann á Hólum, námskeið fyrir fólk í ferða- þjónustu um íslenska matar- gerð. í haust hófst nám á sér- stakri námsbraut við Hóla- skóla, ferðaþjónustubraut, og stunda sex nemendur nám á þeirri braut við skólann í vet- ur. í tengslum við þetta nám þótti vel til fundið að bjóða ferðaþjónustufólki hvaðanæva af landinu að taka þátt í nám- skeiði sem þessu, en það var undirbúið í samvinnu Ferða- þjónustu bænda og bænda- skólans. Atján manns sótti námskeiðið, auk heimafólks, voru tveir ferðaþjónustu- bændur úr Skagafirði meðal þátttakenda, og fólk úr Borg- arfirði, Dýrafirði, Skaftafells- sýslu og frá Vopnafirði. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra Bændaskólans er markmiðið með matarmenning- amámskeiði sem þessu, að veita ferðaþjónustuaðilum innsýn í þá fjölbreyttu möguleika sem ís- lensk matarmenning hefur og getur virkað sem sérstök upplif- un fyrir ferðamenn sem hingað koma. En í dag er það talið allt að nauðsynlegt að hver ferða- þjónustustaður hafi upp á eitt- hvað fágætt í mat að bjóóa, t.d. hefur Hólastaður lagt áherslu á bleikjuna í markaðssetningu sinni í ferðaþjónustunni. Námskeiðið stóð frá fimmtu- degi til laugardags. Þegar blaða- maður Feykis var á ferðinni á föstudag, var nýlokið kennslu í gerð fjölbreyttrar máltíðar þar sem hráefnið var einungis græn- meti, en ferðaþjónustuaðilar sem aðrir í veitingaþjónustu verða að geta gert vel við grænmetisætur. Ef marka má máltíðina á Hólum sem fylgdi í kjölfar kennslunnar, ætti slíkt ekki að vera vandamál, einstaklega ljúffeng máltíð. Þátttakendum var einnig leið- beint um ræktun grænmetis, og að sjálfsögðu einnig um meðferð alls hráeíhis. Kennd var hanter- ing gamla þjóðlega matarins ís- lenska, hangikjöts, hákarls og súrmetis, auk flatkökugerðar og baksturs ýmiss heimabakaðs brauðs, svo eitthvað sé nefnt af viðfangsefnum á námskeiðinu, sem var skipulagt af þeim Helga Thorarensen og Bryndísi Bjama- dóttur kennara við ferðamála- braut Hólaskóla og Margréti Jó- hannsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda. Meðal leiðbeinenda á nám- skeiðinu voru Hallgerður Gísla- dóttir starfsmaður Þjóðminja- safns Islands, Garðar Amason, nöfnumar Bryndís Bjamadóttir og Björgvinsdóttir og Helgi Thorarensen. Jóna Björk Kristjánsdóttir kom vestan úr Alviðru í Dýra- firði á námskeiðið. Rjúpnaskytta fékk skot í fótinn: Slapp betur en á horfðist Betur fór en á horfðist þegar rjúpnaskytta frá Sauðárkróki hras- aði og missú skot úr byssu sinni, þar sem hann var að veiðum ásamt tveim félögum sínum í Kiðaskarði sem er upp af Stafni í Svartárdal. Félögum hans tókst að hefta blæðingu úr svöðusári á læri og koma manninum á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og þaðan var hann fluttur með sjúkraflugvél suður. Atburóurinn átti sér stað um miðjan dag á þriðjudag í síðustu viku. Maðurinn er enn rúmliggj- andi á Landspítalanum en heilsast efúr atvikum vel. Hann fékk högl í lærvöðva en aðalæðar og taugar sluppu án þess aó skaddast og er maðurinn á góðum batavegi. □ Þátttakendur og leiðbeinendur á matmenningamámskeiðinu á Hólum. Uppfyllti flestar óskir „Mér fannst þetta mjög vel heppnað námskeið og í rauninni miklu betra heldur en ég bjóst við. Síðan var þetta góð úlbreyt- ing og upplyfting að koma í Hóla. Vió fengum allar óskir uppfylltar: fróðleik, ánægju og þægindi. Það er ekki hægt að hafa það betra“, sagði Jóna Björk Kristjánsdóttir ferðaþjón- ustubóndi og húsfreyja á Alviðru í Dýrafirði. Jóna Björk kann væntanlega ýmislegt fyrir sér í matargerð, reynd húsmóðir og að auki veitti hún forstöðu um árabil mötu- neyti Núpsskóla, meðan sá skóli var og hét „Það er alltaf eitthvað að gerast og ýmislegt sem maður getur lært á svona námskeiðum. Mér fannst leiðbeinendurnir komast sérlega vel fra þessu og þeir höfðu það sem góðir kenn- arar eiga að hafa, að láta ekki nemendunum leiöast þó þeir þylji yfir þeim klukkustundum saman. Mér fannst margt þama athyglisvert. T.d. grænmetismál- tíðamar, það er alltof lítið um svoleióis mat á heimilum, og einnig fannst mér baksturinn at- hyglisverður. Það er alltaf verið að tala um að það borgi sig að baka heima, en þama sá maóur að sú er reyndin og þetta er ekki svo mikil fyrirhöfn, sérstaklega ef fólk á brauðvélar. Brauðin verða líka miklu betri“, sagði Jóna Björk. Kennsla í ferðaþjónustu Markmið með ferðamála- braut Hólaskóla er að mennta fólk til að starfa vió feróaþjón- ustu í dreifbýli. Stefht er að því að nemendur geti, að námi loknu, rekið lítil fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Jafriframt er lögð áhersla á að nemendur geú haft ffumkvæði að stofhun nýrra fyr- irtækja og tekið virkan þátt í þró- un ferðamála í dreifbýli. Sérstök áhersla er lögð á þátt afþreyingar fyrir ferðamenn, þannig að nem- endur læri að nýta þá möguleika sem bjóðast á hverjum stað. Far- iö er í vettvangsferóir í ýmiss fyrirtæki og stofhanir sem tengj- ast ferðaþjónustu til þess að kynnast starfsemi og rekstri þeirra. Þannig gefst nemendum tækifæri til að nýta reynslu þeirra sem reka slíka starfsemi. □ BÆNDASKÓLINN HÓLUM REKSTUR HROSSARÆKTARBÚS 22.-24. nóvember 1996 verður 1. hluti námskeiðs sem ber heitið „rekstur hrossaræktarbús" haldið að Hólum í Hjaltadal. Námskeið þetta verður í 6 hlutum og markmið þess að veita góða líffræðilega þekkingu á hestinum og mikilvægustu þáttum er snerta rekstur hrossaræktarbús. Námsþættir í fyrsta hluta: Uppruni og þróun hestsins, beina- og vöðvabygging, næringarefnin, melting og meltingarfærin, sjúkdómar og heilsueftirlit. Kennsla er bókleg (fyrirlestrar) og verkleg (krufning). Leiðbeinendur: Sigríður Björnsdóttir hestadýralæknir og Guðrún Stefánsdóttir MSc í hrossafræðum. Ábúendur sömu jarðar geta skráðst sem einn þátttakandi (eitt námskeiðsgjald) og geta sótt námskeiðin saman eða skipt námsefninu sín á milli eftir áhuga og möguleikum. Námskeiðsgjald fyrir þennan 1. hluta er kr. 4000 (innifalin er kennsla og kennslugögn en ekki húsnæði og fæði) Skráning þátttöku er á skrifstofu Hólaskóla í síma 453 6300.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.