Feykir


Feykir - 18.06.1997, Blaðsíða 3

Feykir - 18.06.1997, Blaðsíða 3
22/1997 FEYKIR 3 Glaðar tíðir Ungmennafélagið Tindastóll setur upp revíu og frumsýnir nk. föstudag Það hefur verið líf og fjör í félagsheimilinu Bifröst að und- anfömu, en þar hafa staðið yfir æfingar á revíunni „Glaðar tíð- ir”, sem ungmennafélagið Tindastóll setur upp við leik- stjóm Eddu Guðmundsdóttur. Það er Jón Ormar Ormsson sem hefur sett saman revíuna. Dregnar em fram myndir úr bæjarlífinu fyrr og nú og eftir því sem blaðamaður Feykis sá á Niðjamót um næstu helgi Brúðkaup aldarinnar Mjög sérstæð dagskrá verð- ur um næstu helgi á afmælis- ári Sauðárkróks. Þá verður haldið svokallað „Niðjamót”. Hugmyndin að niðjamótinu kviknaði í framhaldi af annarri hugmynd, sem sé að minnast brúðkaups aldar- innar sem gamlir Króksarar kölluðu svo, en þar áttu þeir reyndar við tvö brúðkaup: Classensystranna Maríu Kristínar og Ingibjargar. María giftist 1902 Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og Ingibjörg 1904 Jóni Þorláks- syni, sem seinna varð forsæt- isráðherra. Þær systur voru dætur Val- garðs Classens verslunarmanns og konu hans Kristínar. Menn minnast þess að Sauðárkróks- kirkja hafi aldrei verið jafn- glæsilega skreytt og í þessu „brúðkaupi aidarinnar” og gerð verður tilraun til að nálgast það á einhvem hátt nk. laugardag. Athöfnin hefst með því að séra Gísli Gunnarsson ávarpar kirkjugesti. Herdís Sæmundar- dóttir flytur ávarp fyrir hönd bæjarstjómar Sauðárkróks. Þá segir Jón Ormar Ormsson frá aðdraganda að byggingu Sauð- árkrókskirkju og brúðkaupun- um 1902 og 1904. Því næst flyt- ur ávarp Margrét Thoroddsen ömmubam Manu og Sigurðar. Og þá er röðin komin að öðm brúðkaupi. Afmælisnefndarmönnum tókst að halda sér við þá hug- mynd að brúðhjón yrðu gefin saman í kirkjunni þennan dag sem niðjamótið er haldið og brúðkaupi aldarinnar verður minnst. Allt útlit var fyrir að ekki mundi takast að fá verð- andi brúðhjón til að nýta sér þetta tækifæri, en loksins gáfu sig fram Ámi Þorbergsson og Sigrún Óladóttir og verða þau gefin saman á laugardaginn. Þess má geta að Ami er bróðir Þuríðar Þorbeigsdóttur prestfrúar. Kl. 15 heldur síðan niðja- mótið áfram á Faxatorgi. Þar syngur söngsveitin Drangey, flutt verða atriði úr revíunni Glöðum tíðum og sitthvað fleira verður til skemmtunar. Um kvöldið býður síðan söngsveit- in Drangey Króksumm til söng- skemmtunar í Bifröst. Fjögur verkalýðsfélög sameinuð í A.-Hún. Undanfarið hafa átt sér stað viðræður milli forsvars- manna fjögurra stéttarfélaga í Húnaþingi um sameiningu félaganna. Nú hefur verið boðað til stofnfundar nýs fé- lags sem verður til úr sam- runa félaganna fjögurra. Verður hann í félagsheimil- inu Víðihlíð sunnudaginn 22. júm' nk. og hefst kl. 14,00. Félögin fjögur em: Verka- lýðsfélagið Hvöt á Hvamms- tanga og Verkalýðsfélag Austur- Húnvetninga, þar hefiir samein- ing þegar verið samþykkt, og Verslunarmannafélag Húnvetn- inga Blönduósi og Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrand- ar, sem gera fyrirvara um sam- þykki aukaaðalfundar. I fundarboði er óskað eftir því að fundarmenn komi með uppástungu um nafn á nýja fé- laginu. Gestur fundarins verður Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri ASI og mun hann taka þátt í störfum fundarins eftir þörfúm. Að sögn Valdimars Guð- mannssonar forseta Alþýðu- sambands Norðurlands verður nýja félagið með um 800 fé- lagsmenn og tilkoma þess verð- ur væntanlega til þess að Húna- þing allt verður eitt atvinnu- svæði í stað þriggja áður. Eftir verða þó þijú önnur verkalýðs- félög í Húnaþingi, með samtals innan við 100 félagsmenn. Það em Verslunarmannafélag V,- Hún., Verkalýðsfélag Hrútfirð- inga og Iðnsveinafélag Hún- vetninga. Það er líf og íjör, allt á fleygiferð á sviðinu, í Glöðum tíðum. æfingu nú um helgina er ljóst að Króksarar og héraðsbúar geta væntst góðrar skemmtunar í Bifröst á næstunni, en fmmsýnt verður nk. föstudagskvöld. Það er orðið nokkuð liðið frá því revía var síðast færð á fjal- imar í Bifröst, en fýrr á tíð vom þær mjög vinsælar og vel sóttar. Jón Ormar Ormsson spinnur þama nýjan bráðsmellinn þráð í bland við gamalt og gott efni úr eldri revíum. Það er létt yfir hlutunum á sviðinu, sveiflan í fullum gangi, söngur og dans. Leikflokkurinn er skipaður þungavigtarliði úr leikstarfinu í bænunt um tíðina, s.s. Hafsteini Hannessyni, sem birtist nú á sviðinu að nýju eftir nokkurt hlé, Elsu Jónsdóttur og Halldóm Helgadóttur, feðgunum Frí- mannssyni og Guðbrandssyni og mörgum efnilegustu leikur- um bæjarins. Hljómsveitin er skipuð reyndum mönnum, Sauðárbræðmm; þeim Rögn- valdi Valbergssyni, Stefáni Gíslasyni, Jóhanni Friðrikssyni og Gísli Þór Ólafssyni. Eins og mörgum er í fersku minni gerðu þau Edda og Jón Ormar góða hluti á síðasta ári með Sumrinu fýrir stríð og svo virðist sem enn á ný séu þau að gera sýningu sem eigi eftir að skemmta fólki svo um munar. Þótt veðurspáin geri ráð fyrir sumri um næstu helgi, ættu bæj- arbúar ekki að láta hjá líða að drífa sig í leikhúsið. Lambakjöt suinakjöt, nautakjöt, bara nefndu þaö Þú færö pínu rosalega gott kjöt hjá okkur á grillið. SKAGFIRÐIN GABUÐ pínu rosalega góð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.