Feykir


Feykir - 25.06.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 25.06.1997, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 2V1997 „Bróðkaupið“ í Sauðárkrókskirkju Mjög sérstök athöfn fór fram í Sauðárkrókskirkju á laug- ardaginn þegar minnst var „brúðkaupsins” eins og það var jafnan kallað af gömlum Króksurum, en þar áttu þeir reyndar við tvö brúðkaup: Classensystranna Maríu Kristínar og Ingibjargar. María sem giftist 1902 Sig- urði Thoroddsen verkfræð- ingi og Ingibjörg 1904 Jóni Þorlákssyni verkfræðingi sem seinna varð forsætisráð- herra. Þær systur voru dætur Valgarðar Classens verslun- armanns og konu hans Krist- ínar. Brúðarbíllinn beið þeirra Árna og Sigrúnar að athöfn lokinnni. Myndir/Pétur Ingi. Kirkjan var skreytt í líkingu við það sem gerðist í brúðkaupunum við upphaf aldarinnar. Fjölmenni var viðstatt at- höfnina sem fram fór í fagrulega skreyttri kirkjunni. Súlumar voru vafðar greini eins og í brúðkaupunum tveimur við upphaf aldarinnar. Meðal þeirra er flutti ávarp við athöfina var ffú MargrétThoroddsen, en hún er eina núlifandi bam þeirra Maríu og Sigurðar. „Það var á- kaflega mikið talað um Sauðár- krók á heimili okkar í Reykjavík og alltaf venð að segja sögur af Króknum. Ég sá staðinn í hyll- ingum og það var mikill spenn- ingur sem fylgdi því þegar ég kom í fyrsta skiptið til fyrir- heitna landsins, 10 ára gömul. Þá fór ég með móður minni á strandferðaskipi og var síður en svo fyrir vonbrigðum þegar ég kom til Sauðárkróks”, sagði Margrét. Athöfnin í kirkjunni hófst með því að séra Gísli Gunnars- son ávarpaði kirkjugesti. Þá flutti Herdís Sæmundardóttir ávarp fyrir hönd bæjarstjómar Sauðárkróks. Þar vék hún að samvinnu Dananna á Króknum og innfæddra: „saman lyftu menn, konur og karlar, íslenskir og danskir Króksarar Grettistaki við að breyta staðnum úr „ver- búð á malarkambinum” í menn- ingarbyggð”, sagði Herdís m.a. Jón Ormar Ormsson rakti aðdraganda að byggingu Sauð- árkrókskirkju skömmu fyrir síð- ustu aldamót og gerði grein fyr- ir því stórvirki sem söfhuðurinn réðst þá í, en kirkjan rúmaði þá nær tvöfaldan íbúafjölda Króks- ins. Sagði Jón að gildustu bænd- um héraðsins hefðu orðið svo mikið um er þeir fregnuðu af byggingarkostnaði að þeir hefðu fallið í ómegin. Jón vék síðan í nokkmm orðum að brúkaupum Clessensystra, en athöfninni í kirkjunni lauk síðan með því að séra Gísli Gunnarsson gaf sam- an brúðhjónin Áma Þorbergs- son og Sigrúnu Oladóttur. „Allt lífið hefur mér þótt vont að taka ákvarðanir“ segir Hilmir Jóhannesson bæjarfulltrúi og skáld „Til að geta talist maður með mönnum í Þingeyjarsýslu verður maður að hafa háa greindarvísitölu. Vísitala mín var heldur slöpp svo ég flutti frá Húsavík til Borgarness. Þegar ég kom í Borgarnes komst ég að því að Borgfirð- ingar meta manndóm manna hvorki eftir gáfum né dugn- aði, heldur eftir því hvort þeir eru ríkir. Eg var ekki ríkur og það sem verra var, hafði ekki áhuga á pening- um. Eftir átta ár gafst ég upp og flutti í Skagafjörðinn. Hér þarf maður hvorki að vera gáfaður eða ríkur. Maður þarf ekki einu sinni að vera pólitískur. Maður þarf bara að vera maður sjálfur og um leið líður manni vel”, segir Hilmir Jóhannesson í viðtali sem birtist við hann í Alþýðu- blaðinu í síðustu viku. Hilmir er einn þessara manna sem eftirsóttur er í blaðaviðtöl, enda vefst honum ekki tunga um tönn og þarf ekki langan tíma til umhugsunar. Einn lesenda Feykis sagði ein- hvem tíma í símarabbi, að það væri um að gera að hafa bara nógu oft viðtöl í blaðinu við þá Hilmi og Hauk á Röðli. Þeir klikkuðu aldrei. 1 ljósi þess er ífeistandi að kíkja frekar á glefs- ur úr þessu viðtali við Hilmi, í því ágæta blaði alþýðunnar. ,,Ef ég á að segja alveg eins og er þá er þessi kenning eins og svo margt annað, upphaflega komin ffá konunni minni, en út- færslan er mín. Konum dettur svo margt snjallt í hug. Hugsun þeirra er farsælli en okkar karl- anna. Þær hugsa hægt og í sam- hengi og komast alltaf að réttri niðurstöðu. En gallinn ákonum er sá að þeim er andskotans sama þótt þær komist að sann- leikanum. Þær taka því eins og sjálfsögðum hlut meðan við karlmennimir emm sífellt að koma hugmyndum okkar á framfæri og slá okkur upp á þeim”. - Og talið berst að kveð- skapnum „Ég var strákur þegar ég lærði að setja saman vísur. Og af því mér gengur illa að þegja, einkum þegar ég hef skoðun á einhverju, er ég alltaf reiðubú- inn að taka þátt í umræðum og þá vantar einhvem sem getur kastað fram vísu. Það sem ég hef ort hef ég samið vegna þess að það vantaði vísu um tiltekið atvik. En hinu er ekki að leyna að ef maður er bullandi aílan daginn þá dettur venjulega eitt- hvað nothæft út úr manni. Ef maður er heppinn þá getur mað- ur ort eina eða tvær góðar vísur um ævina”. Hefúr þig aldrei langað til að komast í landslið skálda? „Ég er kominn á þann aldur að ég get játað að á tímabili kitl- aði sú hugmynd mig nokkuð mikið. En ég sá fram á það að ég yrði að gefa mig allan og fóma of mörgu og ég hreinlega tímdi því ekki. En ég er eins viss um það eins og ég sit héma að ég hefði getað það. Svo hef- ur það nú líka skipt nokkm máli að á þessum ámm hafði ég af- skaplega gaman af að drekka Hilmir Jóhannesson. brennivín og gerði það mér til h'úls sóma. Þetta með brennivínið var ægilega sárt. I sjálfu sér er ég ekki reiður út af brennivíninu. Mér féll vel að vera fullur og leiddist mikið tíminn sem leið á milli þess að ég náði mér í flösku. En bömin mín ólust upp án þess að ég kynnúst þeim. Það þykir mér sárast í lífinu. En ég hef náð því að sinna bama- bömunum. Og þetta hefur svo sem allt saman blessast því til allrar guðslukku stóð konan mín með mér þótt hún væri síð- ur en svo hrifin af þessari iðju minni. Stundum finnst mér ég hafi ekki stjómað ferð minni gegn- um tilveruna nema að litlu leyú. Allt mitt h'f hefur mér þótt vont að taka ákvarðanir, en einhverra hluta vegna hef ég alltaf valist í störf þar sem ég hef þurlt að taka ákvarðanir. Einhvem veg- inn hef ég villst á að taka þær réttu, allavega sloppið við þær röngu”, segirHilmir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.