Feykir


Feykir - 29.05.2002, Qupperneq 5

Feykir - 29.05.2002, Qupperneq 5
19/2002 FEYKIR 5 Að kosningum loknum Að loknum kosningum til sveitarstjórna er eðlilegt að menn spái í úrslit, reyni að túlka þau og finna skýringar á niður- stöðum. Að sjálfsögðu eru menn ekki á eitt sáttir um hvemig túlka beri dóm kjós- enda eða hvað sé eðlilegt að gert sé í framhaldinu, þ.e. hvaða aðila íbúar hafa valið til myndumar meirihluta í sveitar- stjóm. Úrslit kosninganna hér í Skagafirði, virðast korna mönnum nokkuð á óvart. Fyrst og ffemst em menn undrandi á hve mikið fylgi Vinstri grænir fengu á kostnað Skagafjarðar- listans og einnig virtist það koma sjálfstæðismönnum al- gerlega í opna skjöldi að þeirra fylgi var ekki meira en raun bar vitni. Hvað okkur framsóknar- menn varðar, þá erum við mjög sæl með okkar útkomu. Fyrir mér er það alveg kristaltært, að þrátt fyrir mjög erfiðar aðgerð- ir i fjármálum sveitarfélagsins á undanförnum mánuðum og þann ótrúlega og oft á tíðum ó- maklega og málflutning sem viðhafður var af andstæðingum okkar í kjölfar aðgerðanna, þá er fylgi okkar litlu minna en það var í síðustu kosningum. Það segir sig sjálft að það að fara í að selja mikilvægar eign- ir sveitarfélagsins svona rétt fyrir kosningar, er ekki til þess fallið að afla sér vinsælda. Það kom hins vegar berlega í ljós í þessum kosningum að fólk metur það við okkur að hafa haft kjark og þor til að slita nán- ast óstarfhæfum meirihluta og taka á málum eins og gera þurfti til að bjarga sveitarfélag- inu ffá því að lenda í gjörgæslu vegna fjárhagserfiðleika. Fyrir það erum við þakklát. Ég hef stundum sagt að það taki mörg ár og jafnvel áratugi, að sameina sveitarfélagið, þannig að menn upplifi sig sem eina heild, hvar sem þeir búa í sveitarfélaginu. Mér er full- kunnugt um það að víða eru þeir menn sem telja að Krókur- inn sogi allt til sín og að þeir sveitarstjómarmenn sem setið hafa í sveitarstjóm s.l. 4 ár hafi fyrst og ffemst borið hag stærsta þéttbýlisins sér fyrir brjósti. Þetta sjónarmið er að sjálfsögðu í algerri mótsögn við t.d. íbúaþróun innan sveitarfé- lagsins og sömuleiðis i mót- sögn við þær fjölmörgu fram- kvæmdir sem ráðist hefur verið í vítt og breitt um héraðið. Það er mitt mat að skýringanna á fylgi vinstri grænna sé fyrst og fremst að leita í þessari stöðu, þ.e. að þeir sem vom á móti sameiningunni og finna henni allt til foráttu, hafi skilað at- kvæði sínu til vinstri grænna. Miðað við lélega útkomu flokksins á landsvísu tel ég þetta nærtæka skýringu. Hitt er svo einnig ljóst að hin gamal- kunna óeining á vinstri kanti stjórnmálanna skilar vinstri grænum að þessu sinni fylgi ffá Skagafjarðarlistanum, hvað sem síðar kann að verða. Sá óhróður og sú endemis vitleysa sem fijálslyndir byggðu sína kosningabaráttu á var sem betur fer dæmd mark- laus. Það er full ástæða til að fagna því að kjósendur létu ekki bjóða sér þann málflutning sem efstu menn þess lista við- höfðu. Skíturinn fer með þeim sem kastar honum. Sjálfstæðis- menn lögðu upp í kosninga- slaginn með það að leiðarljósi að fá 4 menn kjöma, en fengu mun slakari útreið en þeir bjuggust við. Það færir mér heim sanninn um það að öll stóm orðin sem þeir létu falla í tengslum við sölu eigna fá ekki staðist og þeirra leiðir til úrbóta í fjárhagsvanda sveitarfélagsins voru ótrúverðugar. í mínum huga em útkoma þeirra í kosn- ingunum mikið áfall fyrir ffam- göngu og málflutning sjálf- stæðismanna i kjölfar meiri- hlutaslitanna í júlí s.l. og að- draganda kosninganna nú. Nýr meirihluti Það er full ástæða til að óska Vinstri-grænum til hamingju með sigurinn og eðlilegt að þeir sem sigurvegarar í þessum kosningum leiti fyrir sér um myndun nýs meirihluta. Hver sem hann verður er ljóst að að- koma hans að sveitarfélaginu verður talsvert önnur en að- koma nýs meirihluta fyrir 4 ámm var. Búið er að taka til í fjármálum sveitarfélagsins og færa stjómsýsluna til betri veg- ar. Þeir taka við góðu og vel reknu búi. Það er hins vegar auðvelt að setja sveitarfélagið aftur í það far sem það var í þegar sjálfstæðismenn réðu hér öllu. Ég vona þó að nýr meiri- hluti beri gæfu til að halda þannig um taumana að ekki þurfi að taka ný lán til ffam- kvæmda. Einungis þannig get- um við leitt sveitarfélagið til enn betri tíma. Að lokum Eftir að hafa verið viðloð- andi sveitarstjórnarmál s.l. 12 ár hef ég tekið þá ákvörðun að hverfa úr forystu Framsóknar- flokksins í sveitarstjóm Skaga- fjarðar. Þau 4 ár sem ég hef ver- ið Ieiðtogi framsóknarmanna hér, hafa verið skemmtileg og gefandi. Um leið og ég þakka íbúm sveitarfélagsins og öllum þeim sem ég hef átt samvinnu við á undangengnum ámm fyr- ir samstarfið, óska ég nýrri sveitarstjóm og íbúm öllum velfamaðar á komandi ámm. Herdís Á Sæmundardóttir. Sinubruni og hassræktun Talsverðar ryskingar áttu sér stað við félags- heimilið Höfðaborg á Hofsósi á dansleik að- faranótt laugardagsins. Tveir piltar á gangi heim af dansleiknum tóku það til ráðs að kveikja í sinu rétt við eyðibýlið Grafargerði. Piltarnir földu sig að verknaðinum loknum, enda lögreglan skammt undan. Þeim varð þó ekki kápan úr klæðinu, þar sem að hundur af bæ í nágrenninu hafði upp á dregjunum. Eldur- inn var á takmörkuðu svæði, þannig að hætta stafaði ekki af og piltamir sluppu með skrekk- inn. Annars hefur fátt fréttmætt verið að gerast hjá lögreglunni að undanförnu, utan þess að bílar hafa rekist saman í bænum lítillega, en þó varð allharður árekstur í miðbænum fyrir skömmu, þar sem eignatjón var talsvert. Þá var ungur piltur í bænum uppvis af því að ræka hassplöntur í bílskúr heima hjá sér. Plönturanr vom um tíu talsins og kominn sæmileg spretta i pottana þegar þetta uppgötaðist. Pilturinn gekkst við verknaðinum og er málið upplýst, en að sögn lögreglu er slík rækun ákaflega hæpinn ávinningur. Fikt sem ekkert hefur upp á sig, enda þurfi að rækta ntikið magn plantna til að brúkleg eihi fáist. FINNDU ÞÍNA LÍNU í Búnaðarbankanum Fyrir 0-11 ára Æskulínubók Latibær Leikir Hvataverðlaun Snæfinnur og Snædís íþróttaálfurinn krakkabanki.is Fyrir 11-15 ára Fullvaxið debetkort Fermingarleikur Fjármálin á Netinu VAXTALÍNAN Leikir X HÍTTX, LCO SAMFES Tveir félagar fá óvænt 5000 kr. í hverjum mánuði www.vaxtalinan.is Æ K\) L*i*n*a*n námsmannalínan i nám at vlnna Fyrir námsmenn 16 ára og eldri ISIC-debetkort*Kreditkort Betri kjör *Frfðindi Lán*Námsstyrkir Inngöngugjöf Greiðsluþjónusta og útgjaldadreifing .... og margt fteira www.namsmannalinan.is % HeimiNslínan i*k ¥r- málaþjónusta fyrir einstaklinga og heimili. Hærri innlánsvextir Hærri yfirdráttarheimild Lægri vextir á yfirdráttarláni Sveigjanlegt reikningslán Greiðsluþjónusta Spariáskrift og sparivinningur Skuldabréfalán Húsnæðislán o.fl. Sérkjör Heimilislínu eru fyrir trausta viðskipta- vini sem þurfa mikið fjárhagslegt svigrúm. Fyrir 60 ára og eldri Eignalífeyrisbókin er óbundin með háum vöxtum. Vertu á réttri línu Það borgar sig ® BÚNAÐARBANKINN Sauðárkróki - Hofsósi - Varmahlið

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.