Feykir


Feykir - 29.05.2002, Síða 6

Feykir - 29.05.2002, Síða 6
6 FEYKIR 19/2002 Hagyrðingaþáttur 339 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Olafur á Neðribæ sem legg- ur okkur til fyrstu vísurnar að þessu sinni. Renna sorðnar róms um svið ræður orða geystar, en á borði öllu við eru skorður reistar. Reisn kallar Ólafur næstu vísu. Upplitsbrattir enn sem íyrr inn um dymar fórum. Út við komum öfugir aftur á bak á fjórum. Að loknum fjörugum dansleik yrk- ir Ólafur. Fram við dyr í hörðum hnút hrindast ölimóðir. Drykkjuskrílnum djöfla út dyraverðir óðir. Fyrr á tíð var Hótel Hekla þekkt gistihús í Reykjavík. Þótti þar nokkuð sukksamt og fyrir kom að menn höll- uðu sér þar hjá öðrum en mökum sín- um eftir því sem talið var. Þegar skyndilega var svo bundinn endir á þær lífsins lystisendir, komst eftirfarandi skáldskapur á kreik, en ekki man ég eftir hvem. Menn drekka ekki lengur né gista á Hótel Heklu né hátta þar allsberar konur ofan í dívana. En það er þó hvorki af kvenfólks né á- fengiseklu heldur eingöngu af því að það er búið að ríf-ana. Það mun hafa verið sá magnaði Flosi Ólafsson sem orti svo. Frá Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. Jú þar er fagurt þangað til þorpsbúamir vakna. Frá Akureyri ég býst á brott á bitmm vetrardegi köldum. Á Akureyri er allmargt gott en ekkert þó af manna völdum. Ein kemur hér enn eftir Flosa. Lepjum á laugardagskvöldum lífselexír - að við höldum. Sorgmædd á sunnudagsmorgnum sitjum við heima og þomum. Gísli Gíslason kenndur við Hjalta- staðahvamm i Akrahreppi mun hafa ort þessar. Man ég söng og kvæðaklið kastaði á öngvan byrði. En ég hef lengi unað við alltof þröng skilyrði. Ég man þá forðum sótti sjó sjaldan skorti þorið. En hlut frá borði hef ég þó heldur skarðan borið. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi leggur okkur til þessa. Ferskeytlan er fljót til máls fædd af heitum anda. Hún er ennþá fim og fijáls fleyg á milli landa. Önnur vísa kemur hér sem ég held að sé einnig eftir Hjálmar. Er nú fátt sem eykur þrótt eða léttir sorgum. Einn ég vakti í alla nótt yfir hrundum borgum. Höskuldur Einarsson ffá Vatnshomi lítur yfir farinn veg og yrkir svo. Lengi hef ég lifað þar langa tíma þagað, sem mig hafa ótal andskotar eiturtönnum nagað. Aðra visu er gaman að rifja upp eft- ir Höskuld. Lítið segja maður má margra eym hlera. Skýra eigin skömmum frá skyldi enginn gera. Steingrímur Davíðsson áður skóla- stjóri á Blönduósi yrkir svo. Tapist auður, tel ég lítilsvert tapist vinir, þá er margt til baga. Dvíni traustið, bölið verður bert bresti heiður, þín er glötuð saga. Eitt sinn er rætt var um tískuna kom ffam sú tilgáta að konur myndu í ffam- tíðinni klæðast fötum úr málmi. Um svipað leyti komst eftirfarandi vísa á kreik en ekki veit ég hver hana hefúr ort. Á kærleikann er kominn tálmi kynlegt fínnst mér þetta líf. Ef að konur klæðast málmi kaupa margir dósahníf. Ekki fer víst á milli mála að sjálfur Kristján fjallaskáld mun hafa ort þessa kunnu vísu. Enginn spornar ýta við örlaga þungum straumi. Ó að ég mætti finna ffið fjarri heimsins glaumi. Bragi Bjömsson á Surtsstöðum mun vera höfúndur að þessari. Nú er hávær nágranninn nýtur sín að vonum. Þeim hefur mnnið kapp í kinn kerlingunni og honum. Um ákveðið heimilislíf yrkir Bragi. Margt er líkt með art og æði ekki að vænta minnstu náðar. Kötturinn og konan bæði kvelja og njóta sinnar bráðar. Gott er þá að leita til Braga með lokavísuna. Stelpugálu straumur hjá stikar hælum fínum, stillinálin stígur á stöðumæli þínum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Öfugsnúin viðreisn í gangi Eftirlitsnefhd með fjármálum sveitarfélaga hefur aðvarað 31 sveitarfélag vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu á árinu 2000. Er þar um að ræða aukningu frá fyrra ári um 11 sveitarfélög og hafa þó nokkur ný komið inn á þennan óskemmtilega lista en önnur sloppið þaðan út. Það er hyggja mín að í sumum tilfellum sé sala eigna ástæðan fyrir því að nokkur sveitarfélög sem þarna voru áður eru laus af þessum lista, en það getur auðvitað verið skammgóður vermir að slíkum hjálparráðum. Það virðist sem sameiningar- sveitarfélög komi ekkert betur út úr þessum málum en litlu og vanmáttugu sveitarfélögin svo- kölluðu sem alltaf er verið að tala um að verði að sameinast öðrum. Þannig má sjá Borg- arbyggð, Fjarðabyggð, Reykja- nesbæ, Borgarfjarðarsveit, Snæ- fellsbæ og Skagafjörð á þessum lista. Eftil vill þýðirtalsverð sala eigna hjá síðasttalda sveitar- félaginu að það sleppi út af listanum á næsta ári, en þar með þarf ekki að vera að öll kurl séu komin til grafar. Báðir þéttbýlisstaðirnir í Austur Húnavatnssýslu, Blöndu- ós og Skagaströnd eru á þessum lista að viðbættum Torfalækjar- hrepp. Skagaströnd er að koma inn sem nýliði á þennan lista og er það dapurleg niðurstaða að mínu mati. Það er nú einu sinni svo að veldur hver á heldur og mismunandi staða sveitarfélaga hlýtur að svara nokkuð til um það hversu viturlega hefúr verið fyrir málum séð. Einnig er nokkuð erfitt að skilja hvað átt er við þegar menn tala um að bretta upp ermamar og vinna sig út úr vandanum þegar á það er litið að vandinn hefur kannski algjörlega orðið til á valdaferli sömu manna. Hafa menn þá aldrei fyrr séð ástæðu til að bretta upp ermamar og er vandinn kannski tilkominn vegna þess? Hvað sem því líður þá er vitað að rekstrarlegt svigrúm sveitarfélaga er ekki mikið og enn síður eftir tilflutning gmnnskólans frá ríkinu til þeirra og einsetningu hans. Ég skrifaði á sínum tíma grein þar sem ég varaði við því að skólinn færi til sveitarfélaganna og taldi að þar væri um of mikla byrði að ræða fyrir þau, enda myndi ríkið aldrei skapa þeim þann gmndvöll með tekjustofnum sem þyrfti til að sú yfirfærsla blessaðist. Ég hygg að þau varnaðarorð eigi eftir að sanna sig enn frekar á komandi árum. Fyrst ríkið gat ekki ráðið við þennan málaflokk svo til sóma væri, hvernig eiga þá sveitarfélögin að geta það? Annað stórt vandamál sveitarfélaga víða um land er að þau eru mörg hver með allt of margar eignaríbúðir á sínum snæmm. Slíkt hefúr auðvitað í for með sér margvíslegan tilkostnað. Stundum standa þessar íbúðir auðar mánuðum saman og hafa félagsmála- yfirvöld jafnvel gripið til þess ráðs í örvæntingu sinni að manna þær sumsstaðar á landinu með erlendu flóttafólki. En slíkt er fánýtt úrræði því allir vita að flestir útlendingar sem hingað hafa komið með þeim hætti hafa fljótlega horfið til höfúð- borgarinnar, nema helst Pólveijamir sem eru að leggja undir sig Vestfjarðakjálkann. Það er því nokkuð ljóst að það er erfitt að reka sveitarfélög á Islandi og menn sem í því standa eru auðvitað misvitrir sem aðrir. Ég fýrir mitt leyti er ekki sérlega hamingjusamuryfir því að mitt sveitarfélag sé komið á þennan fjárhagslega gjör- gæslulista, jafnvel þó ná- grannabær okkar sé þar fyrir og sumir tali um að sælt sé sameiginlegt fall. Ég hefði vissulega getað hugsað mér samhúnvetnska málefnastöðu með einhveijum öðrum hætti. En það verður víst ekki á allt kosið þó kjósa eigi í vor! Landsbyggðin hefúr átt í miklum vanda undanfarinn áratug og það er mín skoðun að sá vandi hafi að talsverðu leyti skapast af því að stjómvöld á þessum tíma hafa ekki verið með neina byggða- stefiiu í gangi. Það er eins og það sé þegjandi samþykki fyrir því uppi í ráðuneytunum að byggðin í landinu skuli grisjuð til hins ítrasta. En hversvegna svona er á málum haldið veit ég ekki og fæ ekki skilið. Margt er þó líkt með tímabilinu 1959 til 1971 og tímabilinu frá 1991. Engin byggðastefna, straumur á suð- vesturhomið, öfúgsnúin viðreisn í gangi! Það er von mín að Skaga- strönd verði ekki lengi á þeim lista sem hér hefúr verið til umræðu, því sú niðurstaða eykur eðlilega lítið á öryggiskennd íbúa staðarins og það mun sjálfsagt víðar gilda. En hið fomkveðna segir, veldur hver á heldur og menn em með ýmsum hætti. Þannig er nú það. Að síðustu er við hæfí að geta þess, að svonefndur Skagastrandar- listi, sem er nokkurskonar blöndunarlisti af hægri kant- inum, hefur haft hreinan meiri- hluta og öll völd í hreppsnefnd Höfðahrepps, síðastliðin átta ár. 10. apríl 2002. Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.