Feykir


Feykir - 20.11.2002, Page 2

Feykir - 20.11.2002, Page 2
2 FEYKIR 40/2002 Vinnustaður sem lætur lítið yfir sér Y ' . ■ ■ í w í útbænum á Sauðárkróki er allstór vinnustaður sem lætur þó lítið yfir sér. Aðkoman er frá Lindargötunni, einni elstu götu bæjarins, þar sem hótelin gömlu eru á sitthvorum enda götunnar, Villa Nova að norðan og Tinda- stóll að sunnan. Það er notaleg- ur andi sem kemur á móti manni úr gamla mjólkursamlag- inu, en þar hefúr síðustu árin verið starfrækt Iðja hæfing, fyr- ir fatlaða einstklinga í bænum. Það var morgunkaffi í Iðj- unni þegar blaðamaður Feykis leit þar inn fyrir helgina. Þeir eru spaugsamir sumir starfsmenn- imir í Iðjunni og kátt var á hjalla við borðið. Það var þó ekki set- ið lengi við kaffidrykkjuna, þótt enginn æsingur væri í gangi, heldur haldið inn í vinnustof- una. Þar vom þrír hópar að störfum. Einn var t.d. að setja skrúfúr í poka fyrir Verslun KS á Eyrinni, en iðnaðarmönnun- um þykir mjög þægilegt að fá skrúfurnar í pokunum, sérstak- lega ef um minni verk er að ræða. Aðrir vom að setja saman og mála smáhluti og síðan var þriðji hópurinn að dunda sér við að líma fallegar myndir inn í bækur. I spjalli við Steinunni Rósu Guðmundsdóttur forstöðumann Iðju - hæfingar kom fram að starfsmenn í Iðju-Hæfingu inna að hendi margvísleg störf. Þeir sjá um pökkun og merkingar á skrúfúm, boltum og hóffjöðrum fyrir byggingarvöruverslun Kaupfélags Skagfirðinga. Þeir vigta og pakka tvisti í neytenda- pakkningar fyrir Skeljung hf og gata pappa fýrir Hvítt og svart. Að auki taka þeir að sér hvers kyns pökkun og flokkun sem fellurtil hveijusinni. Steinar Már Björnsson, Ragnar Sigurðsson og Hjalti Gunnlaugsson setja skrúfur í poka. Þær stara að Iðju - hæfingu. Kristín Armannsdóttir, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Áslaug Óskarsdóttir og Stcinunn Árnadóttir. Það fór vel á með þeim Þórunni Gunnlaugsdóttur og Önnu Höllu Friðriksdóttur. Ragnar Berg Andrésson var var að fást við og sömuleiðis Iðju-Hæfingu átján starfsmenn með fötlun. Samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðra er hlutverk iðju- og hæfingarstöðva að draga úr á- hrifum fötlunar og auka hæfni fatlaðra til að starfa og til þátt- töku í daglegu lífi. Markmið Iðju-Hæfingar eru samræmd þessum lögum og eru eftirfar- andi: a) Að auka fæmi og hæfni einstaklinga með fötlun til að ánægður með það sem hann Ólöf Arna Þórhallsdóttir. starfa og taka þátt í daglegu lífi. b) Að gefa einstaklingum með fötlun kost á að sækja dagþjón- ustu við hæfi utan heimilis. c) Að búa einstaklinga með fötlun undir að starfa á almennum vinnumarkaði. Að lokum má geta þess að starfsmenn Iðju - hæfingar geta alltaf bætt á sig verkefnum og þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa verkefni til reiðu er bent á að hafa samband. „Þegar minna hefúr verið um vinnuverkefúi hafa starfsmenn nýtt tímann í að vinna að hand- verki hvers konar, svo sem gifs og trévöru. Níu starfsmenn fara á hest- bak einu sinni í viku og fjórir í sund einu sinni til tvisvar í viku. Iðjan hefúr verið í góðri sam- vinnu við „Atvinnu með stuðn- ingi verkefúið” í því að gefa starfsmönnum sínum tækifæri á að sækja vinnu á almennum vinnumarkaði og stefúir enn ffekar á þau mið. Nú þegar er jólaundirbúningurinn hafinn í Iðjunni því starfsmenn eru í óða önn að útbúa jólakort og jóla- gjafir handa vinum og vanda- mönnum”, segir Steinunn Rósa. Ungur vinnustaður Iðjan var sett á laggimar 1994. Fyrst var hún til húsa á þriðju hæð hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en í desember 1998 var flutt í nýuppgert hús- næði að Aðalgötu 21. í dag eru í Af götunni Eddan í Hof Þeir vom ánægðir Handan- vatnamenn á dögunum þegar Edduverðlaunin voru aflient og héldu að sjálfsögðu stíft með sínum mönnum. Sem kunnugt er keyptu þau Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur Hof á síðsta sumri. Það var mynd Baltasara Kormáks, Hafið, sem hreif til sín ein átta Eddu-verð- laun að þessu sinni. Þeir fyrir handan segja því að Edduverð- launin hafi farið eins og þau lögðu sig í Hof og eru að sjálf- sögðu ánægðir með það. Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir á Höfðaströnd- inni em stórtækir þegar kvik- myndaverðlaun em annars veg- ar. Friðrik Þór Friðriksson frá Höfða hefúr oft státað af góðum árangri fyrir sínar myndir, sem eru margverðlaunaðar, og sjálf- sagt hefúr það stundum ekki munað miklu að Ieikarar í auka- hlutverkum í myndum Friðriks Þórs hafi státað af verðlaunum eins og Eddunni, t.d. Halldór Jónsson á Mannskaðahóli fyrir vasklega framgöngu í girðingar- vinnu í Bíódögum. Að þessu sinni má segja að Eddan hafói verið nokkurs kon- ar Höfðstrendingskeppni í kvik- myndagerð og leik. Því þarna var „kosið” í milli verka þeirra kappa af Ströndinni Friðriks Þórs og Baltasara Kormáks og hafði sá síðamefúdi vinninginn að þessu sinni, þrátt fyrir að njóta í engu frábærra leikara- hæfileika bænda og búaliðs á þessum slóðum. Engin skálmöld Það var búið að spá því að mikil skálmöld mundi ríka á aukakjördæmisþingi Framsókn- arflokksins á Laugum í Sælings- dal um síðustu helgi, þar yrði höggvinn maður og annar, og eins gott að dyraumbúnaður í gamla skólanum væri þokka- lega traustur. Á það mun ekki hafa reynt, enda menn tekið bæði ósigrum og sigrum af hógværð og stillingu, og einkan- lega vakti athygli drengileg og í- þróttamanns viðbrögð Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra. Má segja í raun að viðskilnaður Páls á þinginu hafi orðið til þess að hann fór heim sem hinn mikli sigurvegari. Engin fylu- viðbrögð og Páll situr á þingi og í ráðherraembætti fram á vor, enda var þarna verið að kjósa um framtíð manna á næsta kjör- tímabili, og niðurstaðan enginn áfellisdómur fyrir störf Páls á þessu kjörtímabili. Ak ó íáð fréttablað á NorðurU indi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hennannsson, Sigiuður Ágiistsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauöárkróki. Póstfang: Box4, Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þóiúalliu' Ásmundsson. Blaðstjóm: Jón F. aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.