Feykir


Feykir - 20.11.2002, Side 6

Feykir - 20.11.2002, Side 6
6 FEYKIR 40/2002 Varmahlíð - hentugur staður fyrir orlofshús Afhverju Varmahlíð? Jú á- stæður eru nokkrar. Skagafjörð- ur er að koma inn semnýrval- kostur, þar sem framboð orlofs- húsa hefur verið í algjöru lá- marki, og afþreying í Skaga- firði, stóraukist á síðustu árum. Mörg félagasamtök hafa gert skoðannakannanir hjá félögum sínum og hefur komið þar í ljós að fólk vill fá inn nýja staði til að fara á, er sem sagt búið að fara svo oft á gamla staðinn að það leitar eftir nýjum kosti. Varmahlíð hefúr alla þá kosti sem fólk leitar eftir, svo sem í afþreyingu, þjónustu og sam- göngum. Samgöngur Varmahlíð stendur við þjóð- veg eitt og er miðsvæðis á Norðurlandi. Kjörið er að keyra út ffá þessum stað og er um það margar leiðir að velja að nánast aldrei þarf að fara sömu leiðina í hinar ýmsu ferðir. Það er góð dagleið fyrir Skagann, þar sem keyrt er út Laxárdal, að Ketu- björgum, fram hjá Hrauni á Skaga, að Kálfshamarsvík og svo að ógleymdum Kántrýbæ á Skagaströnd. Önnur leið er kynnisferð í Skagafirði út að austan, þar sem komið er að Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og litið inn í Vesturfarasetur, Sölvabar í Lónkoti, þar sem er einnig tjald galdramannsins og svo til Siglufjarðar, þar sem síldarminjasafnið er. Nú í inn- anverðum Skagafirði er margt áhugavert, svo sem Merkigilið, Ábæjarkirkja og að ógleymdum akvegi að Ingólfsskála sem er við rætur Hofsjökuls. Þá er stutt í marga áhugaverða staði í Húnavatnssýslu og Eyjafirði. Þá eru staðir tengdir sögu og menningu fjölmargir í Skaga- firði. Afþeying Þar er af nógu að taka. Fljótasiglingar á jökulsánum, Ijölmargai' hestaleigur og er þar boðið upp á ferðir af ýmsum gerðum. Eyjaskoðun og sigling- ar um Skagafjörð, þar sem flétt- uð er inn sjóstangaveiði. Þá má ekki gleyma eyjaskoðun sem endar með grillveislu út í Málmey. Fjölmörg söfn eru í Skagafirði sem vert er að skoða, má þar nefna Glaumbæj- arsafnið, Náttúrugripasafnið í Varmahlíð, Minjasafnið á Sauð- árkróki, Vatnalífssýning á Hól- um og Vesturfarasetrið á Hofs- ós. Hólar í Hjaltadal er sögu- ffægur staður, sem hefur margt áhugavert upp á að bjóða. Á vetrum er í Skagafirði eitt af betri skíðasvæðum landsins og í Varmahlíð er mjög fjölskyldu- væn sundlaug. Þá má ekki gleyma að í Skagafirði eru góð veiðilönd fyrir rjúpu og gæs, og einnig nóg af vötnum og ám til stangaveiði. Þjónusta í Varmahlíð er verslun með helstu vöruflokka dagvöru, bensínsala, hótel með veitinga- stað, félagsheimili, að ó- gleymdri þessari frábæru sund- laug sem áður er getið. Það eru reknar hestaleigur í Varmahlíð á sumrin, en á vetrum er þessi þjónusta fáanleg á næstu bæj- um. Húsin Orlofshúsin eru ný og eru - um 60 m2. Öll eru þau með heitum pottum og öllum þeim þægindum sem hugsast getur. Húsin eru staðsett á tveimur svæðum, annað svæðið er í jaðri Reykjarhólsskógar, í góðu skjóli fýrir norðanátt, en opið fyrir sól frá suðri og vestri, hitt svæðið er fyrir austan Varma- hlíð, svæði með gott útsýni en lítiðskjól. Rúmstæði eru fyrir 6 manns og svefnloft er fyrir 10 - 12 rnanns. Húsin er hægt að fá keypt, eða leigð til styttri eða lengri tíma. Lokaorð Ég veit að aðsókn að orlofs- húsum í Varmahlíð er mjög góð, og eins og kemur fram á nýtingu hjá Rafiðnaðarsam- bandinu á orlofshúsi þeirra í Varmahlíð, þá eru þeir með leigu á öllum 52 helgum ársins og um 70% nýtingu á ársgrund- velli. Fólk er á auknum mæli að nota helgarleigu og það er ekki nema um 3ja tíma akstur frá Reykjavík norður í Varma- hlíð. Þá er einnig töluverð á- sókn frá norðausturlandi og Eyjaljarðarsvæðinu Þá veit ég um Sauðkrækinga sem fara um helgar í orlofshús í Varmahlíð, þó að það séu ekki nema 25 km. á milli staðanna, hafa með sér eitthvað gott á grillið, rauð- vín, liggja í heitu pottunum og fara i gönguferðir, til dæmis í Reykjarhólsskóg. Vannahlíð 06.10.2002. Helgi Gunnarsson. Sundlaugin okkar og nýja deiliskipulagið Frábært starf frjálsíþróttafólks Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á íþróttavellinum á Sauðárkróki vegna landsmóts UMFÍ 2004. Frábært starf hef- ur verið unnið á undanfömum árum af frjálsíþróttafólki í UMSS, mjög góður árangur náðst og eiga þjálfarar og aðrir, sem þar hafa lagt hönd á plóg- inn mikinn heiður skilinn. Er svo komið að okkar frjálsí- þróttafólk er komið í fremstu röð og leitar efnilegt ungt fólk úr öðmm félögum eftir að vera i UMSS með því hressa og skemmtilega fólki sem þar er. M.a. vegna þessa góða starfs er svo ánægjulegt að samstaða skyldi takast um að fá landsmótið hingað til Sauð- árkróks, 23 ámm eftir að það var haldið hér síðast. Fallegt íþróttasvæði? í tengslum við landsmótið 1971 var gert mikið átak í að fegra og bæta umhverfið og alla aðstöðu iþróttafólks hér á Sauðárkróki. íþróttasvæðið endurbætt og gert frábært á- horfendasvæði. 1 sundlauginni voru teknir í notkun nýir bún- ingsklefar og saunaaðstaða. í- þróttasvæðið hér er með því glæsilegra á landinu ffá náttúr- unnar hendi og miða þær ffam- kvæmdir sem nú em í gangi að því að „uppfæra” svæðið til þess sem kröfur dagsins í dag kalla eftir. En óneitanlega bregður fólki í brún þegar það gerir sér grein fyrir því hver gerbreyting verður á umhverf- inu og umgjörð svæðisins ef sú jarðvegsmön (nú moldarhaug- ur), sem nú er i byggingu, fær að standa til ffambúðar. Óneit- anlega hefúr hæð, stærð og staðsetning manarinnar ófyrir- séðar afleiðingar á þróun og uppbyggingarmöguleika sund- laugaraðstöðunnar. Flestir hefðu talið að sundlaugin, sem íþróttamannvirki, væri hluti af íþróttasvæðinu og yrði að taka fúllt tillit til hennar í heildar- skipulagningu þess. Sund er almenningsíþrótt Viðurkennt er að sund er einhver hollasta og aðgengileg- asta íþróttin, sem allir geta stundað alla daga ársins, ungir sem aldnir, séu aðstæður fyrir hendi. Þá er skylt að nefha að eins og í frjálsum er einnig unnið mikið og gott starf hjá sunddeild UMFT. Þess vegna vekur það fúrðu að við hönnun íþróttavallarins virðist svo sem að ekki sé gert ráð fyrir ffekari uppbyggingu sundlaugarinnar. Sundlaug sú, sem nú stend- ur, var hönnuð og byggð sem innilaug, sem ekki hvað síst skyldi þjóna því hlutverki að vera kennslu- og æfingalaug fyrir skólafólk, aðstaða sem nota mætti alla daga ársins í þvi skyni. Því er það að mannvirk- ið liggur undir skentmdum og stöðugt er ffestað úrbótum vegna þess að það á að byggja yfir laugina. Viðbætur við sundlaugina Ekki er hægt að skrifa um Sundlaug Sauðárkróks, án þess að nefna Guðjón Ingimundar- son, mætan Króksara og heið- ursfélaga UMFT. Guðjón hefur á sinni löngu ævi, eða allt ffá þvi er hann kom hingað til Sauðárkróks, unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu í- þróttahreyfingarinnar. Hann stóð m.a. lyrir því að gerðar voru teikningar af sundlauginni yfirbyggðri og stækkun til suð- urs með nýju laugarkeri, bama- laug og annarri fjölskyldu- og ferðamannavænni aðstöðu, sem telst ómissandi nú á dög- um. Þessar teikningar voru samþykktar í byggingarnefnd 1982, en ekki ennþá orðið úr ffamkvæmdum. Heldur væru það kaldar kveðjur til Guðjóns og annars sundáhugafólk, ef ekki væri tekið tillit til þessara teikninga og þeirra hugmynda sem þar koma ffant. Þá vekur fúrðu að hinar samþykktu teikningar ffá 1982 skuli ekki korna fram á þeim uppdrætti, sem til kynn- ingar hefúr verið í stjómsýslu- húsinu að undanfömu. Vonandi er hér ekki vísvitandi verið að fela staðreyndir. Sætta má sjónarmið Ef menn vilja halda fast við það að mönin sé nauðsynleg og það skjól sem hún hugsanlega veitir (en hver veit hver hin raunverulegu áhrif verða? hvað ná þau langt inn á völlinn?) þá mætti sættast á að hún gæti orðið að raunveruleika, en með annarri hönnun. Hugmynd undirritaðs er sú, að ef garðurinn verður ekki lækkaður verulega þama að austanverðu, sunnan Sundlaug- arinnar, þá verði hann speglað- ur og verði hæstur vestast, þar sem hann nýtist ekki aðeins keppnisfólkinu sem skjól, held- ur líka „aumingja, skjálfandi á- horfendum”, sem ekki eiga möguleika á að ná í sig hita með hreyfingu, þegar hafgolan næðir. Þama að vestanverðu á vellinum em jú einnig aðal hlaupabrautirnar og stökkgryfj- umar, sem hann myndi líka veita eitthvert skjól. Þar gæti einnig verið beint framhald af áhorfendasvæðinu, ef menn vildu, þar sem sólar nyti lengur, en uppi í brekkunni. Tiltölulega lítið mál ætti að vera að flytja efnið sem nú er kornið þama austast, vestur eftir. í sambandi við teiknaðar áhaldageymslur, gætu verið undirgöng norð- vestan, ef menn vildu. Mjög mikilvægt er að fag- lega verði staðið að afgreiðslu og lokaframkvæmd íþrótta- svæðins alls. Með núverandi útfærslu er meiri hagsmunum og möguleikum fórnað fyrir minni og fallegt og hcildstætt íþróttasvæði skemmt. Þetta em hugleiðingar und- irritaðs um málið og vissa fyr- ir að margir em þeim sammála en líklega einnig einhveijir ó- sammála. Kæruffestur vegna skipulagstillagnanna er til 10. desember næstkomandi og koma öragglega fram formleg- ar athugasemdir við væntan- lega útfærslu, sem vonandi verður skynsamlega tekið á. Gleðilegt landsmót 2004. Valgeir S. Kárason sundáhugamaður.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.