Feykir


Feykir - 12.03.2003, Síða 3

Feykir - 12.03.2003, Síða 3
9/2003 FEYKIR 3 Það gafst oft tilefni til að hlægja á aðalfundi Gangnamannafélags Austurdals. Þar sem að búsmala hefúr fækkað stórlega á síðustu árum og sums staðar er kvartað und- an því að erfitt sé að fá fólk í göngur, kemur það ef til vill á óvart að á sumum svæðum er beinlínis orðið eftirsótt að fara í göngur, og kannski komast færri að en vilja. Þannig er það í Austurdalnum í Skagafirði, enda hafa gangnamennimir þar með sér félagsskap, sem heitir því frumlega naftti Gangna- mannafélag Austurdals. Aðal- fúndur þessa félags er orðin kunn menningarsamkoma og er ætíð haldin í byijun marsmán- aðar. Þangað mætir jafhan hátt í hundrað manns, og komast færri aen vilja í Héðinsminni þar sem samkoman fer fram. Að þessu sinni vom sautján lið- ir á dagskrá aðalfúndarins, sem hófst með borðhaldi um níu- leytið. Þegar klukkan var um eitt eftir miðnætti voru ennþá þrir liðir eftir á dagskránni, en þá varð blaðamaður Feykis, sem fyrir sérstakan klíkuskap tóks að ná miða á fúndinn, að yfirgefa samkvæmið. Samkoman byijaði með venjubundnum aðalfúndar- hætti, fúndarsetningu Stefáns Hrólfssonar og síðan skipan starfsmanna. Svo kom að lið sem heitir „skál dalsins” og var hann reyndar endurtekinn reglulega og margsinnis meðan á samkomunni stóð. Strax í fjórða lið var komið að því að lesa upp ftindargerðir og var þar um engar smáskýrslur að ræða frá Ingimar Ingimarssyni ritara félagsins. Ingimar tók það ffam strax í upphafi að einhver drátt- ur hefði orðið hjá sér að rita fúndargerðimar, enda væri komin reynsla á það að það væri bara betra að láta það drag- ast aðeins, því þá færi minnið að daprast hjá mönnum, og það hentaði betur að vera ekki alveg fastur í einhverjum staðreynd- um og formlegheitum. Það kom líka á daginn að þetta var ekkert smáræðisverk hjá Ingi- mar við skýrslur sínar af ýmsu sem gerst hafði. Ingimar er jafh lipur með pennann og hann er að fást við fáka sína og þessi annáll var með afbriðgum skemmtilegur eins og margt sem fram kom á þessari samkomu í Héðins- minni. Sá sem oftast er viðrið- inn söguefnið úr göngunum er fjallakóngurinn og forseti gangnamannafélagsins, Stefán Hrólfsson á Keldulandi. Magn- ús Pétursson ffá Vindheimum, sjúkrahúsforstjóri í Reykjavík, er mikill bókmenntamaður og hann fjallaði um smalana og gangnamennina á þeim grund- velli, spyrti þar saman í þrenn- ingu, Fjalla-Bensa í Aðventu Gunars Gunnarssonar, Bjart í Sumarhúsum i „Sjálfstæðu fólki” nóbelsskáldsins og Stef- án Hrólfsson á Keldulandi. Gangnamannafélagið starfar, eins og kannski hefur þegar komið ffam, á menning- arlegum nótum. Það hefúr t.d. skipað sér sérstakan menning- arsmala og varð þar útnefndur Ámi Bjamason bóndi á Upp- sölum, enda einn af fremstu lærisveinum Stefáns á Keldu- landi í smalamennskunni. Ámi sagði ffá því þegar hann ungur var sendur með Stefáni á Keldulandi ffam á Fossárdal að smala. Ámi sagði að Stefán hefði lært snemma á fjöllin og það hefði ekkert verið auðvelt að fylgja honum effir. Ekki bætti úr skák að heitt var í veðri og hann í nýrri pijónabrók, þannig að fljótt fór að bera á núningi og eymslum. „Ég hataði það alltaf að vera í nýrri prjónabrók og orðaði eitthvað þetta vandamál við Stefán”, sagði Ámi í frásögn sinni og Stefán kunni að sjálfsögðu ráð við þessu eins og öðm sem gæti flokkast undir vandkvæði fjalla- mannsins. „Ég hef það ævin- lega þannig þegar ég fer í nýrri prónabrók í göngur, að þá byija ég á því að klippa göt fyrir hnén og punginn. Þá verður hún al- veg til friðs”, sagði Stefán, en Ámi kvaðst nú ekki hafa ráðist í slíkar aðgerðir kominn ffam á Fossárdal. í göngur í Austurdal fara menn víðsvegar úr héraðinu. Þama var t.d. Sigurbjöm í Langhúsum í Fljótum, og Bjami Maronsson er líka einn af nýjustu mönnunum þarum slóðir. Pistill sem Bjami flutti þama á fúndinum var því kynntur sem „Bjami á öðm ári” og kenndi i honum ýmissa grasa og fór Maronsson á all- miklum kostum í lýsingum sín- um. Bjami var meðal þeirra sem hlutu viðurkenningar á aðal- fúndinum, það var fyrir aðlög- unarhæfni. En honum tókst að jáma hesta sína mátulega laust að þessu sinni, þannig að þegar þurfti að jáma í kenunni á leið- inni fram í Kelduland. Bjami hafði líka sýnt miklar ffamfarir í drykkjusiðum, drakk allt sem rann, meira að segja þreif hann staup á borði og hélt þar vera veigar, en það reyndist þá inni- halda linsuvökva annarrar þýsku stúlkunnar sem ganga- foringinn tók með sér í göng- umar. Bjami sagði að sjónin hefði reyndar snarbatnað á öðm auganu við þennan drykk. Þær vom skrautlegar margar gangnalýsingamar á fúndinum, t.d. var nokkuð gert úr þætti þeirra bræðra Sigurðar og Gísla Frostasona sem flugu yfir svæðið og kortlögðu rétt áður en menn lögðu af stað í göng- umar siðasta haust. Gísli fékk þama bróðir sinn í lið með sér á loftari sínu, þar sem hann átti við fótamein að stríða. Gísli er einn almesti göngumaðurinn í Austurdal en vinnur hjá bygg- ingarflokk „Fíanna”, og varð fyrir því að sögn Bjama Mar- ons, að annar fóturinn var not- aður fyrir kúbein. Kortlagning bræðranna tókst frábærlega vel, það var aðeins ein kind sem þeir séu ekki, svört með lambi við Gijótána, en Siggi Frosta sagði að hún hefði hvort eð er verið svo leið- inleg, að gangnamenn kusu að skilja hana eftir. Það var margt skemmtilegt sem ffam kom í Héðinsminni, og ótalmart sem ekki verður ffá greint hér, enda má segja að blaðamanni hafi næstum fallist hendur þegar hann heyrði fúnd- argerðir Ingimars Ingimarsson- ar. Hvemig í ósköpunum ætti í stuttri blaðagrein að segja ffá þvílíkum sagnasjó í kringum göngur í Austurdal? Meðal dagskrárliðanna 17 var að Gísli Rúnar Konráðsson fór með vísur semhann hafði skrifað upp eftir Jóni Hallssyni ffá Silffastöðum. Þar vom með- al annars vísur ffá Stefáni ffæði- manni Jónssyni ffá Höskulds- stöðum, Stebba höska, sem hann orti um gangnamenn á gamansaman hátt. Meðal ann- ars vom þessar ljóðlínur í einni vísunni. ...ber það eitt til ágætis að allra manna hæst hann sigar. Þá hlógu gagnamenn Aust- urdals og ekki í eina skiptið á þessum aðalfúndi í Héðins- minni. Samvinnubókin og KS-bókin ,1 v* . . .. ,i ■ /- r- Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt M -••3 ^ f * i.' KS-bókin er með 4,80% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð -|BHf * Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 5,60%, Ársávöxtun 5,68% É' _

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.