Feykir


Feykir - 12.03.2003, Page 6

Feykir - 12.03.2003, Page 6
6 FEYKIR 9/2003 Hagyrðingaþáttur 356 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrir þá sem starfa við sjósókn er gaman að rifja upp þessa snilldarvísu Valda Kam. Hreyfill glymur laus við land loftsins brimar voga, fjaðurlima fleytt er gand fram á himin boga. Baldvin skáldi á næstu vísu. lllan hleyp ég út á stíg öls hvar greipast skálin, og nú steypi ég staupi í mig sturlast keipótt sálin. Nokkur umræða hefur verið nú undanfarið um þá blómarækt sem ffam fór hér í Svartárdal á sl. ári. Þegar fór að kvisast í aðrar sóknir um þau málalok orti Hallmundur Kristinsson á Akureyri svo. Nú verður gaman hér norður í rassi. Við neitum ei fregninni hálfsögðu. Allt er að fyllast að húnvesku hassi heimagerðu að sjálfsögðu. Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð var að mér skilst einn af sakamönnum þessa máls og varö meðal annars að þola myndbirtingu. Síðustu fregnir herma að hann hafi nú verið náðaður. Kannski verður það tilefni næstu vísu, sem er eftir Einar. Öðmm við skjótum nú ref fyrri rass þó reglunum varla sæmi. Og ræktum af kostgæfni hágæða hass í Húnavatnsprófastsdæmi. Nokkrar sagnir vom um það hér í sveit að nýbúar þessir sem gistu Bólstað hefðu komið ffá sjávarsíðunni í sveitaffiðinn. Um þær upplýsingar varð til eftirfarandi heimagerð visa. Fram til dala flúði sjó „filaði” dópið nösin, glaður því i Bólstað bjó við blessuð fjallagrösin. Okkar ágæti Kristján Stefánsson ffá Gilhaga hleraði þessi skelfilegu tíðindi og áttaði sig strax á litarmun dalsins okkar eftir því hvort yrði gróði eða tap, eins og fram kemur í næstu vísu. Svipmynd af digmm sjóði svifur á burt sem reykur, grænkandi dalur góði gerist nú sinu bleikur. Þegar okkar húnvetninga lagaverðir höfðu tekið þá afdrifaríku ákvörðun að planta afgangi ræktarinnar í Draugagilinu eftir að sent hafði verið suður það sem skást þótti til upptöku, kom upp sá kvittur að grænmetisætur í nágrenninu við Draugagilið hefðu sótt sér þangað afleggjara til skrauts. Um þau tíðindi yrkir Einar í Bólstaðarhlíð svo. Við með ráðum öllum æ okkar byggðir verjum. Núna prýða Blönduósbæ blóm í glugga hveijum. Á eftir þessum gantskap langar mig til að leita til lesenda með upplýsingar um höfund að næstu vísu. Sá hefur ekki verið neinn viðvaningur í yrkingum eins og fram kemur í þessum eftirmælum. Víst mun engu á þig logið um það flestum saman ber. Hvar sem gastu smugu smogið smánin skreið á eftir þér. Það er Guðrún Halldórsdóttir sem er höfundur að þessari ágætu limm. Við háttinn ég leitaði lags á lagið ég datt ekki strax. Það var ægilegt puð ég komst aldrei í stuð ffá óttu til sólarlags. Gaman er að koma hér næst með aðra limru eftir hinn snjalla vísnasmið Dagbjart á Refsstöðum. Mun tilefúi hennar vera það að sá kunni fjölmiðlamaður og grinisti Flosi Ólafs- son birtist í sjónvarpinu og fór þar með nokkrar af vísum sínum. Svo illa tókst til að ekki mun hann hafa ort þær allar og varð það tilefúi limrunnar. Eg segi það hverju orði sannara og sæki ekki vit mitt til annarra. Það er yndi að sjá Flosa ánægðan brosa og lesa upp úr ljóðmælum sínum. Markús Jónsson ffá Borgareyrum er höfúndur að næstu vísu. Láttu aldrei á þig fá þó æskuvonir deyi Yfir lífsins saltan sjá sigldu þínu fleyi. Jón Hjaltason Ánuúla hjálpar okkur um næstu. Kvæðin tóna kátir menn kveikir sóninn alda, skriður ljónið ára enn yfir lónið kalda. Kannski muna þeir sem eldri em eftir þætti í útvarpinu þar sem kunnir kappar tókust á í orðum. Þeir vom séra Sigurður Einarsson í Holti og Guðmundur á Sandi í Aðaldal. Um viðureign þeirra orti Jón Magnússon svo. Þó að fimur Siggi sé og sveifli vígðum brandi, svitnar hann við að koma á kné karlinum á Sandi. Gott er þá að leita til Sveinbjöms Bjömssonar með ágæta lokavísu. Láttu um hjalla og heiðarsýn hörpu gjalla Braga, blessuð fjalla-foldin mín frjáls um alla daga. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 540 Blönduósi, sími 452 7154. Hvemig alþingismann vilt þú? Kjósandi! Vilt þú alþingismenn úr stjómmálaflokki þar sem leynd er viðhaldið um fjár- framlög í sjóði flokksins? Vilt þú þingmann sem leynir þjóð sina upplýsingum um starfs- lokasamning við fyrrverandi forstjóra Landsímans, fyrir- tækis sem er í eigu almenn- ings? Vilt þú þingmann sem ráðstafar ríkisfyrirtækjum og ríkisbönkum til einkavina en gleymir áformum um dreifða eignaraðild? Vilt þú þing- mann sem vaknar aðeins til samvisku sinnar 10 vikum fyr- ir kosningar og vill þá breyta stjómarskránni og setja inn ákvæði á þá leið að fiskistofn- amir séu sameiginleg auðlind þjóðarinnar? Vel að merkja sami þingmaður, formaður Framsóknarflokksins, hafði lýst yfir nauðsyn þess að breyta stjómarskránni til þess að koma í veg fyrir að allir Is- lendingar ættu rétt á að sækja um leyfi til að stunda fiskveið- ar í atvinnuskyni, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Ég veit ekki hvort þú kjós- andi vilt ffamangreinda þing- menn, en í það minnsta kæri ég mig ekkert um að sjá þá á löggjafarsamkomu íslendinga. Fjármál stjórnmálaflokka Fijálslyndi flokkurinn var fyrstur islenskra stjómmála- flokka að opinbera fjármál sín og er annar tveggja stjóm- málaflokka landsins sem gerir það nú. Hvað er það sem veld- ur því að fjármál kvótaflokk- anna og Samfylkingar þola ekki dagsljósið? Lýðræðinu er brýn nauðsyn á að fjármál þeirra stjómmálaflokka, sem bjóða fram fúlltrúa almenn- ings til setu á löggjafasam- komu þjóðarinnar verði gerð opinber. I skoðanakönnunum hefur komið fram að stór meirihluti þjóðarinnar er sam- mála Frjálslynda flokknum um opin fjánnál stjómmála- flokka enda fýrirkomulagið sem er viðhaft hér á landi und- antekning á byggðu bóli. Davíð Oddson fonnaður annars kvótaflokksins kallar mig og skoðanabræður mína pólitíska loddara sem telja að laumuspil með fjármál stjóm- málaflokka sé tortryggilegt, en helstu rök hans em að við sem viljum afhjúpa leyndinni getum ekki nefiit dæmi máli okkar til stuðnings um alvar- lega misnotkun. Það getur auðvitað hver heilvita maður séð að erfitt er að tiltaka dæmi úr leynilegu bókhaldi kvóta- flokkanna. Leynisamningar og ráð- stöfun eigna almennings Hver em rök Sjálfstæðis- flokksins, fyrir leynd á starfs- lokasamningi forstjóra Land- símans. Jú, fyrirtækið er hluta- félag á almennum markaði. Þessi rök em léttvæg enda er fyrirtækið í eigu almennings og óskiljanlegt að leyna þjóð- ina upplýsingum um rekstur þess, sérstaklega í ljósi þess að vandséð er að leyndin hafi þjónað hagsmunum Landsím- ans og það má færa rök fyrir því að feluleikurinn sé enn að skaða þetta ágæta fyrirtæki. Líklegast er að leyndin hafi þjónað mjög þröngum hags- munum Sjálfstæðisflokksins. Þess ber að geta að á meðan feluleikurinn stóð sem hæst var verið að setja reglur í Kauphöll íslands um upplýs- ingar um kaup og kjör stjóm- enda skráðra hlutfélaga sem taka gildi 1. júlí n.k„ Kaup- höllin setti reglumar, í sam- ræmi við reglur annars staðar á Vesturlöndum með hag al- mennings og fjárfesta i huga, til þess að koma í veg fyrir að almenningur verði fýrir barð- inu á hneykslismálum. Fijálslyndi flokkurinn var fylgjandi sölu rikisbankanna ef þeir hefðu verið seldir í mjög dreifðri eignaraðild en algjörlega andvígur ráðstöfun þeirra til vina og velunnara kvótaflokkana. Lýðskrum Framsóknarmanna Allt tal um að breyta eigi stjómarskránni rétt fyrir kosn- ingar er ómerkilegt og mein- ingarlaust lýðskmm, i ljósi að- gerða ríkisstjómar kvótaflokk- anna s.l. 8 ár. Kvótaflokkamir hafa verið algjörlega samstíga í að festa í sessi kerfi þar sem íbúar sjávarbyggða eiga stöðugt yfir höfði sér hættu á að kvótinn verði fluttur úr byggðalaginu. Við í Fijáls- lynda flokknum ætlum að rétta hlut sjávarbyggða með því að koma á réttlátu fiskveiðistjóm- unarkerfi, sem byggir á sókn- arstýringu. Kjósum breytingar, kjósum Fijálslynda flokkinn! Sigurjón Þórðarson, líffræðingur skipar 2. sæti á lista Fijálslyndsflokksins í Norðvestur kjördæminu

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.