Feykir


Feykir - 27.08.2003, Blaðsíða 8

Feykir - 27.08.2003, Blaðsíða 8
27. ágúst 2003,28. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill O She||.H VlDE Sími: 453 6666 Sími: 453 6622 FNV að hefla sitt 25. starfsár Fjölbrautaskóli Norður- lands vestra á Sauðárkróki var settur sl. sunnudag og er nú að hefja sitt 25. starfsár. Nemend- ur við skólann í haust eru 380 og heíúr fækkað nokkuð ffá síðasta vori en þá voru þeir 413. Jón F. Hjartarson skóla- meistari telur ýmsar skýringar á þessari fækkun nemenda, en þó fyrst og ffemst mun minni árganga en áður og er því útlit- ið ekki gott til næstu ára. Þá er sýnt að Siglfirðingar eru í auknum mæli að sækja inn á Eyjafjarðarsvæðið og Akur- eyrarskólamir að auka við það sinn hlut. Þrátt fyrir þessa fækkun nemenda er góð aðsókn að verknámi við skólann. 1 vetur verður starfrækt framhalds- deild í húsasmíði og m.a. unn- ið að smíði sumarbúastaðar á lóð verknámshússins í sam- vinnu við fyrirtækin í bænum. Grunndeildir rafniðna og málm- iðna eru starffæktar eins og áður og til að mynda eru 24 nemendur í málmiðnadeild- inni. Sjö nýir kennarar hefja störf við Fjölbrautaskólann í haust. Segir Jón skólameistari að vel hafi gengið og tekist til við ráðningar og hann sé sann- færður um að kennaralið skól- ans standi engum framhalds- skóla í landinu að baki hvað fæmi áhrærir. Eins og áður segir fækkar nemendum FNV nokkuð nú í haust, helstu skýringuna telur Jón vera fækkun í árgöngum, en nú er árgangur nýnema í Norðurlandi vestra 131 en var um árabil um 300. Og útlit er fyrir svipaða tölu ffam til 2012 þó það lagist aðeins á tímabili ognálgistþá 150. „Frá því skólinn hóf starf- semi 1979 hefúr fólki á Norð- urlandi vestra fækkað um eitt þúsund, sem svarar til að tíundi hver maður hafi horfið á braut. Nú verða sveitarfélög á svæð- inu að snúa bökum saman, úr vöm í sókn”, segir Jón F. Hjartarson. Meðal nýjunga í Fjölbraut í vetur er að gagnvirkar stofú- töflur em teknar í notkun og er FNV fyrsti skólinn til að nýta þá tækni, sem býður upp á mikla möguleika. Með stýripenna em tölvugögn nýtt á töflunni og getur hver nemandi fært í sína tölvu allt efni sem farið er yfir í kennslustundinni. Gömlu glósubækumar virðast því heyra orðið sögunni til. Herclís formaður í Byggðastofhmi Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefúr skipað Herdísi Á. Sæmundardóttur ffá Sauðárkróki stjómarformann Byggðastofnunar. Herdís tekur við af Jóni Sigurðssyni hag- ífæðingi þann 1. október en Jón var nýverið skipaður Seðla- bankastjóri. Herdís er fyrsti varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi og hefúr mikla reynslu af sveit- arstjómarmálum. Karl Sigurbjörnsson biskup íslands ásamt sr. Fjölni Ásbjörnssyni, sem var að ljúka ársstarfi við að leysa af í Sauðárkróksprestakalli, og Döllu Þórðardóttur prófasti við Sjávar- borgarkirkju sl. mánudagsmorgun, en þessi litla kirkja er 150 ára á þessu ári.. Biskup vísiterar Skagafjörð Biskup íslands Karl Sigur- bjömsson er þessa dagana í yf- irgripsmikilli vísitasíu um Skagafjarðarprófastsdæmi, en undir það fellur einnig Siglu- fjörður. Biskup heilsar á ferð sinni upp á sóknamefndir og starfsmenn kirkjanna, auk kirkjuskoðunar, situr kvöld- verði og kaffisamsæti með sóknamefndarfólki, heimsækir leikskóla, grunnskóla og dval- arheimili, efúir til helgistunda og hátíðarmessur em haldnar í einstaka kirkjum í tilefni komu biskups. Dagskrá vísitasíunnar er þéttskipuð. Hún hófst í Glaum- bæjarprestakalli 17,18 og 19. ágúst. Síðan var haldið í Miklabæjarprestakall, 20. og 21. ágúst. Þá var gert hlé á vísi- tasíunni en síðan haldið áffam í Sauðárkróksprestakalli 25. - 26. ágúst. Þá verður farið í Mælifellsprestakall, 30. og 31. ágúst og endað á Siglufjarðar- prestakalli 31. ágúst og 1. sept- ember. Heimsókn biskups lýk- ur síðan 2. september með heimsókn í Ákraskóla og Varmahlíðarskóla og seinna um daginn með kyrrðardegi presta og biskups á Löngu- mýri. Gott atvinnuástand í Nv Atvinnuástand á Norður- landi vestra virðist vera með besta móti um þessar mundir. Atvinnuleysi var þar minnst í júlímánuði, 1%, og hafði minnkað um 0,3% ffá mánuð- inum á undan. Sem fyrr vom konumar fleiri án atvinnu, 1,3%, en 0,7% karla án vinnu. Meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra í júlí- mánuði var 48 og hafði fækk- að um 17 á milli mánaða. Engu að siðu vom laus störf í boði á svæðinu 153, sem segir Atvinnuleysi var mest á nokkuð um talsverða þörf fyr- höfúðborgarsvæðinu, 3,7%, ir vinnuafli. en landsmeðaltal var 3,0 %. MKjjrmq { >> Bókabúð Brynjars BÓKABÓÐ hefur opnar á nýjum stað, Kaupvangstorgi 1 ð Sauðárkróki BKYUcJABS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.