Feykir


Feykir - 07.01.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 07.01.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 1/2004 Buhöldar afhenda átjándu íbúðina Nú um helgina afhenti Byggingarsamvinnufélagið Búhöldur átjándu íbúðina frá því félagið hóf framkvæmdir í hverfmu ofan sjúkrahússins á Sauðárkróki fyrir þremur árum. Fyrir mánuði var afhent sautjánda íbúðin. Þetta eru íbúðimar númer 6 a og b við Forsæti og ffamkvæmdir eru nú að hefjast við tvær íbúðir í viðbót við Hásæti. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar hjá Búhöldum er gaman að segja frá því að bílskúrar fylgja öllum þessum íbúðum og í nýjasta húsinu er nú komin gluggatjalda saumastofa, en þar til húsa er eina lærða saumakonan í þessari iðn hér á landi, Helga Jónsdóttir eiginkona Sigurðar Pálssonar frá Hofi, en þau hjón eru meðal margra Skagfirðinga sem hafa ákveðið að flytja heim að nýju og eyða ævikvöldinu hér. íþróttamennirnir sem hlutu tilnefningu til íþróttamans Skagafjarðar. Eltingarleikur við mink á jóladag Sunna íþróttamaður ársins „Þetta leit út fyrir að verða venjulegur jóladagur, en svo varð mér litið út um gluggann og sá minkinn vera að skjótast á milli bíla á planinu hinumegin götunnar”, sagði Jóhann Ing- ólfsson íbúi við Víðigrund á Sauðárkróki, en lögreglan var á- samt fleirum að eltast við mink við fjölbýlishúsið Víðigrund 22-24 um hádegisbyl á jóladag. Leikurinn barst að jeppabif- reið er stóð við suðurgafl blokk- arinnar. Þar kom dýrið sér fyrir í grind bílsins og ætlaði aldrei að nást þaðan. Ýmislegt var tekið til bragð í þessum eltingi en fátt kom að notum. Meðal þeirra er kom að- vífandi til að taka þátt í að fanga minkinn var ungur maður sem var á gönguferð með hund sinn, en báðir höfðu smá reynslu að minkaleit. Þeir gengdu lykil- hlutverki í því að fanga mink- inn, en þrátt fýrir að beitt væri reykúða tókst ekki lengi vel að ná honum undan bílnum. Eftir tæpan klukkutíma frá því að- gerðir hófust tókst loks að ráða niðurlögum minksins. Þama var greinilega á ferðinni búrminkur og gmnsemdir voru um að hann hefði laumað sér niður í bæ með starfsmanni minkabús, en þær þykja hæpnar. Annars hefur orðið talsvert vart við mink á víðavangi í vetur og nokkrir þeirra orðið fyrir bílum í um- ferðinni. Þau urðu t.d. örlög þriggja dýra utarlega á Skagan- um í haust og voru það bílar frá sama bænum sem þar vom á ferð. Þá lenti eitt dýrfyrir bíl rit- stjóra Feykis í austanverðum Skagafirði skörnmu fyrir jólin. Frjálsíþróttakonan Sunna Gestadóttir var kjörin íþrótta- maður Skagafjarðar og var það kunngert í samsæti sem haldið var í félagsheimilinu Ljósheim- um á næstsíðasta degi liðins árs. Tíu íþróttamenn innan Ung- mennasambands Skagafjarðar vom tilnefndir til viðurkenning- arinnar, en varla kom á óvart er til lokanna kom að nafn Sunnu Gestsdóttur var efst. Haraldur Þór Jóhannesson, formaður UMSS, lýsti kjörinu en í þriðja sæti varð Sveinn Margeisson langhlaupari, sem setti Islandsmet í 3000 m hindr- Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um átak í eflingu iðnnáms við skólann. Verkefnið byggir á því að auka ffamboð á sumarvinnu fyrir iðnnema skólans. Sveitar- félagið styrkir iðnfyrirtæki í Skagafírði til ráðningar iðn- nema í sumarstörf, þar sem ið- neminn fær að kynnast iðninni eftir forskrift fagkennara Fjöl- brautaskólans. Með þessu fyr- irkomulagi færneminn betri og dýpri þekkingu á faginu og er betur undirbúinn fyrir áffarn- haldandi nám og samnings- tíma. Styrkur Sveitarfélagsins getur orðið allt að hundrað þús- und krónum á mánuði i þijá unarhlaupi á 8,46,20 mín, var bestur Islendinga í flestum lang- hlaupum, stórbætti árangur sinn í 3000, 5000 og 10000. ^ I öðm sæti varð Margrét Guðný Vigfusdóttir, en Margrét var á árinu valin í landslið kvenna í knattspymu U17 og var í byrjunarliðl í öllum leikj- um liðsins á Olympiuleikum æskunnar í París og hefur nú verið valin í landsliðið U 19. Sunna Gestsdóttir setti á ár- inu íslandsmet i langstökki ut- anhúss 6,30 og innanhúss 6,28 m einnig setti hún Islandsmnet í 200 m hlaupi 24,30 sek. og bætti mánuði fyrir hvem nema. Markmið þessa átaksverk- efnis er að stuðla að eflingu iðnaðar og iðnnáms i Skaga- firði með þvi að veita ungu fólki enn ffekari tækifæri til að hljóta þjálfun og taka þátt í verðmætasköpun á þeim sér- sviðum sem það hefur valið sér í heimabyggð. Það að búa vel að fólki í iðnnámi er góð kynn- ing fyrir þá möguleika sem Skagafjörður býður upp á og hvatning ungu fólki að finna sér starfsvettvang í héraðinu. Gerður verður samningur milli sveitarfélagsins og iðn- fyrirtækja um launagreiðslur til iðnnemanna en FNV verður umsagnaraðili við gerð samn- inganna og heldur uppi eftirliti með að samningamir verði vemlega árangur sinn í þristökki úti og inni svo og í 60 m og 400 m hlaupi. Sunna Gestsdóttir er áttfaldur íslandsmeistari. Aðrir íþróttamenn sem tíl- nefningu hlutu voru: Bjöm Jónsson hestamannafélaginu Stíganda, Guðjón Kárason UMF Hjalta, Jóhann Bjarkason Golfklúbbi Sauðárkróks, Jó- hann Ingi Haraldsson Bíla- klúbbi Skagafjarðar, Magnús B. Magnússon hestamannafélag- inu Stíganda, Sigurbjöm Þor- leifsson hestamannafélaginu Svaða og Sævar Birgisson UMF Tindastóli. uppfylltir. í samningnum er gert ráð fyrir að neminn fái að takast á við nokkur verkefhi sem tilheyra faginu og fái þannig að kynnast sem flestum hliðum fagsins yfir sumartím- ann. Verkefnalisti samningsins verður útbúinn af fagkennara FNV í samráði við iðnfyrirtækin. Við Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra eru nú starfrækt- ar iðnbrautir í málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Skólinn hefur náð góðum árangri í kennslu þessara faga og er skemmst að minnast frábærs árangurs nema í húsasmíði sem náðu hæstu einkunn á sveinsprófi á landinu öllu. Með verkefhi þessu er vonast til að skólinn nái enn betri árangri í kennslu iðngreina. Búið að ráða niðurlögum minksins við fjölbýlishúsið Víðigrund 24 á Sauðárkróki á jóladag. Samningur um starfs- þjálfun iðnnema við FNV Óháð fréttablað á Norðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásniundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.