Feykir


Feykir - 01.09.2004, Page 7

Feykir - 01.09.2004, Page 7
29/2004 FEYKIR 7 Ályktanir þings SSNV 12. ársþing SSNV haldið í Héðinsminni dagana 27. og 28. ágúst 2004 skorar a stjómvöld að skoða hvort eigi að taka upp jöfnun námskostnaðar á há- skólastigi. Jafnframt er ítrekað að ekki megi hvika frá þeirri stefnu stjómvalda auka fjár- magn til jöfnunar námskostnað- ar á framhaldsskólastigi. Þingið bendir á að vegna fjölgunnar ffamhaldsskólanema verði að hækka fjárveitingar til jöfiinar námskostnaðar í amk. 620 millj- ónir króna. Ályktun um jöfnun lífskjara með aðgerðum í skattamálum. 12. ársþing SSNV haldið í Héðinsminni dagana 27. og 28. ágúst 2004 ítrekar fyrri ályktan- ir um jöfnun lífskjara með að- gerðum í skattamálum. Árs- þingið leggur til að nú þegar verði skipuð nefrid til að gera tillögur um hvemig skuli beita sköttum til að hafa áhrif á byggðaþróun. I nefhdinni eigi sæti fúlltrúar ríkis og sveitarfé- laga. Ársþingið minnir á að að- gerðaáætlun byggðaáætlunar rennur út í árslok 2005. Enn sést lítið af þeim aðgerðum í ffamkvæmd sem þar em boðað- ar. Ein þeirra er að ríkisstjómin láti fara ffam heildarathugun á mismunandi búsetuskilyrðum fólks í landinu. Jafnffamt verði lagt mat á áhrif þeirra opinbem aðgerða sem hafa það að mark- miði að jafna búsetuskilyrði í landinu og lagðar ffam tillögur um breytingar ef þurfa þykir. í því sambandi verði m.a. horfl til reynslu nágrannaþjóða. Árs- þingið telur mikilvægt að þessi rannsókn verði gerð. Ályktun um samgöngumál 12. ársþing SSNV lýsir á- nægju sinni með að gerð Þver- árfjallsvegar skuli nú vera lokið að vegamótum sunnan Skíða- staða. Ársþingið leggur áherslu á við yfirvöld að Þverárfjalls- vegur verði fúllgerður innan tveggja ára í ljósi gríðarlegrar notkunar og mikilvægis þessar- ar samgönguleiðar fyrir Norður- land vestra. Ársþingið leggur til að hafin verði athugun á hagkvæmni þess að brúa Hrútafjörð við Reykjatanga. Lausleg athugun hefúr farið ffarn á kostnaði við þessa ffamkvæmd og er áætlað- ur kostnaður 1. milljarður ±300 millj. Þessi framkvæmd yrði mikil samgöngubót í hinu nýja víðlenda Norðvesturkjördæmi. Ársþingið bendir á síaukinn flutningskostnað og þann sam- félagslega kostnað sem tilfærsla sjóflutninga í landflutninga veldur með stóraukinni við- haldsþörf á þjóðvegakerfmu. Nú hefúr verið ákveðið að hætta strandsiglingum sem eykur enn á vandann og hefúr um leið af- leit áhrif á afkomu hafna. Árs- þingið leggur til að könnuð verði hagkvæmni þess að flutn- ingsjöfnunargjald verði greitt með sjóflutningum. Ársþingið minnir á að við- hald safn- og tengivega hefúr verið vanrækt á undanfomum árum og beinir því til stjóm- valda að hlutast verði til um að auknu fé verði veitt til þessa verkefnis á fjárlögum. Ársþingið mótmælir því ó- réttlæti að sveitarfélögum sé gert að greiða helming kostnað- ar við snjómokstur á tengiveg- um og krefst þess að Vegagerð- in beri ein þennan kostnað. Ársþingið lýsir miklum á- hyggjum um ffamtíð flugsam- gangna um Sauðárkróksflug- völl og undirstrikar mikilvægi þeirra samgangna fyrir Norður- land vestra. Mikilvægt er að flugsamgöngur verði áfram hluti af samgönguneti Norður- lands vestra. Ársþingið leggur til að þegar verði farið í að kanna hag- kvæmni á gerð jarðgangna milli Hjaltadals og Hörgárdals. og það þýddi að ég varð að taka aðra hestaskál hjá honum. Jáhjájáhjá.” Hefúrðu starfað eitthvað að félagsmálum hjá hestamönnum? „Já, við Dúddi á Skörðugili vomm ffumheijar í stofnun Hestamannafélagsins Stíg- anda. Boðað var til stofnfúnd- arins síðasta vetrardag árið 1945 og mættu 18. Ég var fyrsti formaður félagsins og gegndi formennsku í 20 ár. Dúddi var mikið við þetta rið- inn, skínandi drengur. Dúddi var allra manna liðlegastur. Þegar hann varð sjötugur fyrir tveimur ámm sendi ég honum þessa vísu. Þúertekki vinurgugginn négrar gæfan þér flest effir lét. í sambúð við lífið i sjötíu ár þú sett hefúr íslandsmet. Strax fyrsta sumarið effir stofnun félagsins héldum við kappreiðar á Vallabökkum. Þó við ættum ekki eyri, lofúð- um við þó nokkmm verðlaun- um og treystum þar alveg á innkomuna. Þetta tókst ágæt- lega og fjöldi fólks kom á mótið. Við fengum sýslutjald- ið lánað og tjölduðum því daginn fyrir mótið. Þá skipti stjómin með sér verkum og átti Dúddi ásamt öðmm að sjá um að veðrið yrði gott. Og það brást aldrei öll árin sem við vomm með mótin á Valla- bökkunum að alltaf var veðr- ið gott og alltaf sá Dúddi um það. Jáhjájáhjá.” Þórhallur Ásmundsson. Þingið beinir því til sam- göngunefndar Alþingis að lögð verði áhersla á uppbyggingu og viðhald þjóðvegakerfisins og horfið ffá hugmyndum um há- lendisveg um Ámarvatnsheiði og Stórasand. Þingið telur fyrir- liggjandi verkefni á sviði sam- göngumála svo mörg og kostn- aðarsöm að ábyrgðarhlutur sé að eyða tíma og fjármunum í fyrrgreindan hálendisveg. Ályktun um stuðning við at- vinnuþróunarstarfsemi. 12. ársþing SSNV skorar á fjárlaganefnd Alþingis og þing- menn Norðvesturkjördæmis að sjá til þess að sérmerkt fjárveit- ing til Byggðastofnunar vegna atvinnuráðgjafar verði ekki lægri en 250 mkr. í fjárlögum ársins 2005. Fjárveitingar til at- vinnuþróunarstarfsemi hafa ver- ið óbreyttar ffá 1997 en á þeim tíma hefúr neysluvísitala hækk- að um 22-24%. Ársþingið leggur áherslu á mikilvægi atvinnuþróunarstarf- seminnar, að ffamhald verði á stuðningi ffá Byggðastofnun og að samningar verði gerðir við atvinnuþróunarfélögin til lengri tíma. Ályktun um eyðingu refa og minka. 12. ársþing SSNV skorar á þingmenn og stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir verulega auknum fjár- framlögum frá ríkinu vegna eyðingar refa og minka, þar sem framlög til þessa verkefiús eru með öllu óviðunandi. Sú lagabreyting verði jafh- ffamt gerð að sveitarfélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt sem lagður er á þessa starfsemi. Sama fyrirkomulag verði við þessa endurgreiðslu og nú gildir um endurgreiðslu virðisauka- skatts af þjónustu sérfræðinga, sorphreinsun, snjómokstri og fl. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu kerruvagn Tedy 3 lítið notaður sem nýr. Baðborð getur fylgt. Einnig fæst gefns 3ja gíra reiðhjól Montana 26’ og bamahjól BMX. Upplýsingar í síma 453 6686 eða860 1260 e.h. Til sölu Möller mjólkurtankur 1200 lítra. Brynningarskálar geta fylgt með. Á sama stað vantar raffnótor, eins fasa 3-5 kílóvött. Upplýsingar í síma 453 8258. Tapað - fundið! Nýr UMSS-jakki nr. 128 tapaðist föstudaginn 13. ágúst í íþróttaskólanum á Sauðár- króki. Finnandi hringi í síma 847 8437. Áskrifta- og auglýsinga- sími Feykis er 453 5757 Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir ákriftargj öldum eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fyrsta. Bændur og fleiri! Til sölu efni í pípuhlið í skipti fyrir trippi. Einnig til sölu Subaru Lagecy árg. 1989 í góðu ásigkomulagi, skoðaður. Verð 160.000 kr. Þá er til sölu jeppakerra. Engin verður straumlaus með DETA rafgeymum Verslun Har. Júl. Aðalgötu 24 Sími 453 5124 Starf ritstjóra Feykis! Starf ritstjóra og/eða rekstraraðila Feykis er laust til umsóknar, og þarf viðkomandi að geta hafið störf helst um næstu mánaðamót sept/okt. Væntanlega verður á næstu vikum unnið að endurskipulagninu útgáfunnunar, en upplýsingar gefa stjórnarmenn í útgáfufélaginu Feyki, Jón F. Hjartarson formaður í sínia 453 5418 á kvöldin. Einnig er upplýsingar að fá hjá núverandi ritstjóra Þórhalli í síma 453 5757. Umsóknum skal skila á netfangið feykir@krokur.is, eða bréflega með utanáskriftinni: Feykir, Box 4, 550 Sauðárkróki. Betra er að merkja umslagið með (UMS) neðst í horninu. Stjórn Feykis ehf.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.