Feykir


Feykir - 27.10.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 27.10.2004, Blaðsíða 4
4 Feykir 37/2004 Gunnar Bragi Sveinsson skrifar__________________ Segðu nú satt Bjami Jónsson í grein sem þú skrifar á Skagafjordur.is nýlega heldur þú áfram að dylgja og segja þeim ósatt er nenna að lesa greinar þínar. Margir sem ég hef rætt við hafa sagt að skrif þín séu ekki svara verð og er nokkuð til í því. En er það rétt að láta menn, í þessu tilfelli sveitarstjórnarfulltrúa, sem jafnframt er 1. varaforseti sveitarstjórar og varaformaður byggðarráðs vísvitandi komast upp með að bera ósannindi á fyrrverandi og núverandi fulltrúa í sveitarstjórn? Mitt svar við því er, Nei. í pistli þínum vitnar þú í bréf sem þáverandi sveitar- stjóra var falið að svara fyrir hönd byggðarráðs. Þú segir: „Rétt er að vekja athygli á þeirri jákvœðu stefnubreytingu fram- sóknarmanna að hverfa frá hugmyndum um að til greina komi að selja Skagafjarðar- veitur. Áhugi þeirra á sölu veitnanna kom m.afram í bréfi sem skrifað var að tilhlutan byggðarráðs til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 8. febrúar 2000, í for- mannstíð framsóknarmanna í byggðarráði”. Bókun byggðarráðsfundar 2. febrúar 2000 er orðrétt þannig: „Lagtfram bréffrá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 20. janúar 2000, þarsem óskað er upplýsinga um stöðu fjárhags sveitarfélagsins. Byggð- arráð samþykkir aðfela sveitar- stjóra að svara erindinu”. Spurning 1: Hvar í bókun byggðarráðs er rætt um sölu á veitum? Spurning 2: Hefur þú rætt þetta við þá sem sátu þennan byggðarráðsfund? En þér til glöggvunar sátu hann þau: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sig- urðsson. Einnig segir þú um þetta sama bréf: „Þar eru kynntir möguleikar á að selja Rafveitu Sauðárkróks og Skagafjarðarveitur. I bréfinu stendur m.a. orðrétt: “Enn á sveitarfélagið óselt hlutafé sem reikna má með að seljist fyrir verulega hœrra verð en nafn- verð. Ef í það fœri á sveitarféla- gið nœr skuldlausar veitur.” Svo lesendur sjái hvers konar pólitík VG rekur þá er hér svarbréf þáverandi sveitarstjóra til eftirlitsnefn- darinnar. Orðrétt skrifar sveitarstjórinn þáverandi: „Ofangreint bréf eftirlitsnefnd- arinnar, þar sem fram kemur það mat nefndarinnar að fjár- hagsstaða sveitarfélagsins sé alvarleg og aðfjármál þess stefni í verulegt óefin var lagt fram á fundi Byggðarráðs Skagafiarðar þann 2. þ.m. Sveitarstjórn Skagafiarðar er vel Ijós erfið staða sveitarfélasins og að niðurstaða ársreikninga undarfarinna ára gefur fullt tilefni til að eftirlistnefndin hafi þungar áhyggjur afstöðu mála. Nú þegar er þó óhœtt aðfull- yrða að niðurstöður ársins 1999 verða ekki í líkingu við árið 1998 enda voru seld hlutabréf í eigu sveitarfélagsins að nafnvirði 70 milljónir á ríflega 300 milljónir [hlutabréf sveitarfél í FISK; innsk. G.B.S.j. Enn á sveitar- félagið óselt hlutafé sem reikna má með að seljist fyrir verulega hœrra verð en nafnverð [t.d. hlutabréf Sveitarfél. í Stein- ullarverksm; itmsk. G.B.S.]. Efí það fœri á sveitarfélagið nœr skuldlausar veitur. Þess skal getið að fiárhags- áœtlun sveitarsjóðs og stofnana þess fyrir árið 2000 var samþykkt þriðjudaginn 1. febrúar sl. og hefur hún verið send ráðuneytinu. Allt kapp verður lagt á að ársreikningur liggi fyrir innan tveggja mánaða svo og þriggja ára áœtlun og verður nefndinni gerð grein fyrir því ef ætla tná að sú vinna dragist”. Nú höfurn við texta bréfsins fyrir framan okkur og í ljósi dylgja þinna fer ég frarn á svör við eftirfarandi: Spurning 3: Hvar í bréfinu er minnst á sölu veitna? Spurning 4: Telur þú að rangt hafi verið að benda eftirlits- nefndinni á eignir sveitar- félagsins? Spurning 5: Hvar í fundar- gerðum er að finna að bréf sveitarstjóra hafi verið borið undir byggðarráð áður en það var sent? I pistli þínum talarþú mikið um jarðvarma og virkjun hans, m.a. nefnirðu Orkuveitu Reykjavíkur. Fram kom í fúnd- argerð Atvinnu- og ferðamála- nefndar þann 21.09.2004 að þú hafir átt í óformlegum við- ræðurn við Orkuveitur Reykja- víkur (OR) um samstarf. Spurning 6: Hvar í bókunum atvinnu- og ferðamálanefndar, byggðarráðs eða sveitarstjórnar er að finna heimild til þín til að hefja þessar viðræður? Spurning 7: Er það ekki rétt að OR keppist við að kaupa upp önnur veitufyrirtæki? Spurning 8: Var það rætt á þessum “óformlega” fundi þínum og forsvarsmanna OR að þeir hefðu áhuga á Skagafjarðarveitum? Ég ætla ekki að hafa þetta meira að sinni og vísa öllu tali um sölu á Skagafjarðarveitum til föðurhúsanna. Þá skora ég enn og aftur á Bjarna Jónsson og félaga hans í VG að koma með sannanir fyrir dylgjum sínum eða biðjast afsökunar ella. Það er ljóst að Vinstri grænir eru enn og aftur fastir í fortíðinni. íbúar Skagafjarðar eiga heimtingu á að VG drattist til framtíðar og segi íbúum Skagafjarðar hvernig þeir ætli að byggja upp samfélag okkar til framtíðar. En líklega er það til of rnikils mælst. Gunnar Bragi Sveinsson Héradsbókasafn Skagfirðinga í 100 ár______________ „Sterkast í minningunm steinolíu- bragðið af brjóstsykrínum hjá Isleifi" Hátíöarsamkoma var í Safnahúsinu á Sauðárkróki síðastliðinn sunnudag í tilefni eitthundrað ára afmælis Héraðsbókasafns Skagfirðinga. í upphafsorðunt Unnars I ngvarssonar forstöðumanns Safnahússins kom fram að margt væri óljóst urn fyrstu ár safnsins, en upphafið mætti rekja til þess, er séra Zophonias prestur Halldórsson í Viðvík sendi sýslunefnd Skagafjarðar bréf árið 1898, þar sem hann lýsti nauðsyn þess að stofita almenningsbókasafh fýrir sýsl- una, og svo þess, að á árinu 1904, voru lagðar ffá sýslusjóði eitthundrað krónur til stofn- unar bókasafns en Lands- sjóður jafna upphæð á móti. Sagði Unnar að allar líkur væru á að ísleifur Gíslason, hagyrðingurinn snjalli, hafi verið fýrsti bókavörðurinn og hafi hann annast umsjónina allt fram á tjórða áratug aldarinnar, og einnig að safitið hafi á fyrstu árunt þess verið á heimili hans. Fljótlega efldist safnið og óx að vöxtum, meðal annars gaf Lestrarfélag Sauðár- hrepps allar bækur sínar til safnsins 1906 og árlega var veitt nokkrum fjármunum til bókakaupa. Þá ræddi Unnar um aðra sem að safninu komu og nefndi til sögunnar rneðal annara þá sr. Llelga Konráðs- son, Steingrím Arason sem stóðu að byggingu fyrstu bókhlöðunnar á Sauðárkróki, en Björn Daníelsson sem ráðinn var bókavörður 1956 bar hita og þunga þess er núverandi Safnahús var byggt, en það var tekið í notkun 1970. Þessu næst flutti Sigríður Ingólfsdóttir samantekt um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi, sem um áratuga skeið var mest lesni rithöfundur landsins, en Sigrún Alda Sighvats las úr verkum skáld- konunnar, Þar sem brimaldan brotnar og Römm er sú taug. Þá söng Kammerkór Skagafjarðar nokkur lög undir stjórn Pál Barna Zabo, en síðan flutti Hjalti Pálsson, fyrrver- andi skjalavörður minninga- brot ffá veru sinni á safninu og kynnurn af ýmsum þeim sem að málefitum þess komu. Dóra Þorsteinsdóttir, nú- verandi bókavörður, sagði að ákveðið hafi verið að draga út nöfn þriggja eigenda áskriffa- korta í bókasafninu og færa þeint gjöf frá safninu, þakk- lætisvott fyrir löng og góð samskipti. Það voru svo Gunnar Guðmundsson frá Kammerkór Skagafjarðar söng nokkurlög undirstjórn Pál Barna Zabo. Víðinesi, Ingibjörg Hansen og Bjarney Sigurðardóttir frá Sauðárkróki sem fengu að gjöf handunnar leirskálar gerðar af listakonunni Önnu Hróðnt- arsdóttur í Varmalilíð. Brynjar Pálsson bóksali á Sauðárkróki, tók síðastur til rnáls og flutti skemmtileg og leiftrandi minningabrot af kynnunt sínum af ísleifi kaupmanni og hagyrðingi á Króknum, en þeir voru hátt í tvo áratugi samtíða og bar hæst í bernskuminningum Brynjars, notalegt steinolíu- bragðið af brjóstsykrinum og öðru því matarkyns sem keyyit var hjá Isleifi. Fjöldi fólks sótti þessa glæsilegu santkomu og skoð- aði að lokum sýningu á ýrnsu sent tengdist Isleifi, svo og görnlu Hólaprenti í eigu safit- anna og margt fleira.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.