Feykir - 12.01.2005, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR
- sérverslun með raftæki
rafsjá hf
Sæmundargötu 1 Sauðárkróki
Óvissa varðandi meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Skagafirði
Ráðuneytið ógildir ákvörðun
meirihluta sveitarstjórnar
Félagsmálaráðuneytið hefur ógilt ákvörðun
sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 7.
október 2004 um að Villinganesvirkjun verði sett inn
í kynningartexta með tillögu sveitarstjórnar að
aðalskipulagi Skagafjarðar 2004 - 2016.
Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar
Ekki óeðlilegt og
kemur ekki á óvart
Kemst ráðuneytið að þeirri
niðurstöðu að flutningsmaður
tillögunnar, Bjarni Maronsson,
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hafi
verið vanhæfúr vegna stjórn-
arsetu í Kaupfélagi Skagfirð-
inga.
„Sveitarstjórn ber því að
taka málið fyrir á nýjan leik og
er eðlilegt að kallaður verði til
varamaður í stað Bjarna Mar-
onssonar til að taka þátt í
afgreiðslu málsins,” segir í
úrskurði ráðuneytisins sem
dagsettur er 7. janúar.
Gísli Gunnarsson, oddviti
sjálftæðismanna í sveitarstjórn
segir niðurstöðuna ekki koma
sér á óvart og hann á ekki von á
því að sjálfstæðismenn muni
endurflytja tillögu Bjarna.
Ársæll Guðmundsson,
sveitarstjóri, sem óskaði eftir
úrskurði ráðuneytisins um
vanhæfi Bjarna segir að í
honum komi óhnrætt fram að
Bjarni hafi verið að ganga er-
inda KS inn í sveitarstjórninni.
Bjarni Maronsson er ósam-
mála úrskurðinum og segir
þessa atlögu Vinstri grænna að
sér hafa veikt mjög samstarf
meirihluta sveitarstjórnar
Skagafjarðar og vandséð
hvernig sá skaði verður bættur.
Hann veltir einnig fiyrir sér
fordæmisgildi þessa úrskurðar.
Ljóst er að það ríkir nokkur
óvissa um hvert framhaldið
verður og skýrast línur senni-
lega ekki fyrr en á næsta
sveitarstjórnarfundi sem
verður að öllum líkindum eftir
20. janúar.
Feykir innti Bjarna Mar-
onsson eftir áliti hans
og viðbrögðum við
úrskurði félagsmála-
ráðuneytisins á stjórn-
sýslukæru Ársæls sveitar-
stjóra varðandi hæfi Bjarna
að flytja tillögu um að
Villinganesvirkjun skyldi
bætt inn í kynningartexta um
aðalskipulag sveitarfélagsins
og taka þátt í atkvæðagreiðslu
„Mér finnst þessi úr-
skurður ekkert óeðli-
legur og kemur mér því
ekki á óvart", segir Gísli
Gunnarsson, forseti
sveitarstjórnar um
niðurstöðu stjórnsýslu-
kæru Ársæls Guð-
mundssonar um van-
hæfi Bjarna Marons-
sonar.
„Það var m.a. ástæðan fýrir því
að ég tók ekki þátt í
atkvæðagreiðslu í sveitarstjórn
á sínum tíma um meint van-
hæfi Bjarna. Hins vegar er
eftir- tektarvert að þá greiddi
minnihlutinn allur atkvæði
gegn því að Bjarni væri van-
hæfúr! Þó að sá stuðningur
hafi örugglega verið vel meint-
ur, þá verðum við að gæta þess
að starfa eftir þeim lögum og
reglum sem í gildi eru.”
-Nú hefur þú lýst því yfir í
Feyki að aðalskipulag sem elcki
geri ráð fýrir virkjunarkosti sé
um þá tillögu á sveitar-
stjórnarfúndi.
„Ég fékk úrskurðinn í
hendur í gær, mánudag, og
er ekki efnislega sammála
honum en ekki er um annað
að ræða en hlíta þessari
niðurstöðu. Ég mun gefa
mér tíma til að fara yfir
stöðuna og vil ekki tjá mig
mikið um málið á þessu
stigi.
ekki til umræðu hjá
sjálfstæðismönnum, - er sú
afstaða óbreytt?
„Hún er óbreytt. Við getum
ekki reiknað með því að taka
þátt í umræðum um iðjukosti
í Skagafirði, án þess að gera
ráð fyrir virkjunum. Hins
vegar var ég með Skatastaða-
virkjun í huga ásamt Blöndu,
þegar þetta var sagt. Það kom
einnig skírt fram í grein sem
ég skrifaði í Feyki urn þessi
mál.”
-Þar sem Bjarni hefur verið
úrskurðaður vanhæfúr og flyt-
ur því ekki tillöguna um að
virkjun við Villinganes fari inn
á aðalskipulag, munu Sjálf-
stæðismenn bera tillögu
Bjarna upp í sveitarstjórn?
„Þessi tillaga Bjarna var ekki
studd af öðrum sveitarstjórn-
armönnum Sjálfstæðisflokks-
ins og mér finnst fremur ólík-
legt að við munum bera hana
upp.”
Þó vil ég segja að kæra
Ársæls og atlaga Vinstri
grænna að mér hefur veikt
mjög samstarf meirihluta
sveitarstjórnar Skagafjarðar og
um leið hann sjálfan í starfi og
vandséð hvernig sá skaði
verður bættur.
Ég velti einnig fyrir mér
fordæmisgildi þessa úr-
skurðar, greinilega þurfa þeir
sem reynslu hafa úr atvinnu-
lífinu eða tengjast því á ein-
hvern hátt að gæta sín mjög
þegar kemur að sveitarstjórn-
armálum”.
Bjarni Maronsson um úrskurð ráðuneytisins
Veikir meiríhlutasamstarfið
ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
—CTenflitt ehj3
Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019
Bílauiðgerðir,
hjólbarðaviðgerðir,
réttingar og sprautun
jm
bílaverkstæði
Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5141