Feykir


Feykir - 12.01.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 12.01.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 02/2005 Blönduóssbær Til skoðunar vegna hvatningarverðlauna Blönduósbær hefur verið Frá Powerade-mótinu siðasta vor. Myn&. sm valinn til nánari skoðunar á því hvort tilefni sé að veita sveitar- félaginu viðurkenningu fyrir nýjungar í stjórnun. Kemur þetta til af könnun sem Sam- band íslenskra sveit- arfélaga gerði hjá sveitarfél- ögunum í vor. I bréfi frá Sambandinu kemur m.a. fram að til standi að halda ráðstefitu í vor þar sem niðurstöður kön- nunarinnar verða kynntar. Jafnframt er ætlunin að veita framsæknum sveitarfélögum viðurkenningar í hvatningar- skyni. Viðurkenningar verða veit- tar í þremur stærðarflokkum sveitarfélaga. I fyrsta lagi viðurkenningar til sveitarfélaga sem eru með fleiri en 5000 íbúa, í öðru lagi til sveitarfélaga sem eru með 1000 til 5000 íbúa og í þriðja lagi til sveitarfélaga sem eru með færri en 1000 íbúa. Heimild: www.blonduos.is Leiðari s Obyggðanefnd þokast nær Óbyggðanefnd, “óháður” úrskurðaraðili um mörk þjóðlendna, afrétta og eignarlanda hefur nú til meðferðar svæði á Austurlandi og Norð-Austuriandi. Fjármálaráð- herra hefur lýst kröfum sínum um þjóðlendur á svæðinu og nú er skorað á bændur og landeigendur að lýsa skriflega og rökstutt sínum kröfum um eignarhald á eigin landi. Óbyggðanefnd starflir í umboði Alþingis, á grundvelli laga nr. 58/1998. Fyrir utan að taka til meðferðar kröfur tjár- málaráðherra hefúr hún einnig vald til þess að taka mál upp að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra starfar einnig í umboði þingsins og þær upphæðir sem e\tt er af almannna fé til þessa verkefnis eru með vitund og vilja Alþingis. Öbyggðanefnd getur ekki talist óháður úrskurðaraðili, meðal annars vegna þess að Inin er drifin áfram og fjár- mögnuð af öðrum málsaðilanum, ríkisvaldinu. Þegar kenuir að fjárntögnun lögfræðinga til að verja kröfur um land gerist svo leikurinn ærið ójafn. Ríkissjóður á móti ein- staklingum, sumurn hverjum ekkert of vel stæðum. Ákvæði laga nr. 58/1998 um óbyggðanefnd eru ólög. Sú stofnun sem at'greiddi þau getur ein breytt þeim. Alþingi. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Moröurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgelandi: Feykirhf. Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Porkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðamiaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simar 455 7100 Blaðamenn: ÚiiArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson Símar. 4535757 Netföng: feykir@krokur.is Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: ■ Hvítt&Svartehf. Hólar í Hjaltadal 21 íbúð í byggingu Nýju húsin sem er í byggingu á Hólum um þessar mundir. Mynd: ÓP I sumar hófst bygging fimm húsa sem í eru 21 íbúð á Hólum í Hjaltadal. Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar fullbúnar næsta vor. Þetta er mikil uppbygging því fyrr á þessu ári voru teknar í notkun 22 nýjar íbúðir í fjórum húsum á vegum skólans. Húsin eru steinsteypt átveimur hæðum og standa við götuna Geitagerði syðst í byggðakjar- nanum á Hólum. íbúðirnar eru ætlaðar nemendum skólans. Þær eru flestar 50-70 fermetrar að stærð en tvær eru um 140 fermetrar og ætlaðar stærri fjöl- skyldum. Ekki verður látið staðarnumið næsta vor því þegar hafa verið lögð drög að byggingu 26 íbúða til viðbótar sem ef áætlanir ganga eftir komast í gagnið árið 2006. Að sögn Skúfa Skúlasonar skólameistara Háskólans á Hvammstangi Styrktartónleikar Þann 9. nóvember síðastliðinn lést Bjarki Heiðar Haraldsson, langt fyrir aldur fram, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki lét eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Félagar Bjarka hafa ákveðið að leggja fjöl- skyldunni lið með því að halda styrktartónleika í Félags- heimilinu á Hvammstanga þann 15. janúar næstkomandi. Þar koma fram valinkunnir tónlistarmenn auk þess sem boðið veður upp á lauflétt skemmtiatriði. Tónleikarnir munu hefjast kl. 21:00 og standa til kl 23:30. Allur ágóði af skemmtuninni Hólum er þessi uppbygging aðeins rétt að hafa undan þörf gangi áætlanir skólans um fjöl- gun nemenda á næstu árum eftir. Kemur það m.a. til að nám í fiskeldi og ferðamálum er að lengjast og það þýðir að strax á næsta ári verður veruleg fjölgun nema á þessum brautum. Ennfremur sagði Skúli að lögð væri talverð áhersla á að fjölga staðarnemum ,en í vetur er verulegur hluti nemenda á ferðamálabraut í fjarnámi. Nú er íbúðapláss á vegum skólans fýrir 75 og á næsta ári verður pláss fyrir 90-100. Stefha skólans er að árið 2009 verði nemendur skólans á bilinu 200 til 250 og ljóst að slík fjölgun kallar á ennfrekar uppbyggingu á staðnum. Gerður var samningur við hlutafélagið Þrá ehf. sem byg- gingafyrirtækið Friðrik Jónsson sf. og Kaupfélag Skagfirðinga standa að. Samningurinn felur í sér að Þrá byggir íbúðirnar þær sem lokið var við í sumar og þær sem nú eru í byggingu og sér einnnig um fjármögnun þeirra að 10% hluta en 90% bygg- ingakostnaðarins er tekið að láni hjá Ibúðalánasjóði. OÞ.— mun renna til eiginkonu og barna Bjarka. Þeir sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja málefninu lið er bent á reikn- ing í Sparisjóð Húnaþings og Stranda nr. 1105-05-403000 kt: 030673-3019 og einnig er hægt að hringja í símanúmerið 904-2030 og þá munu leggjast kr. 1.000 á ofangreindan reikning. Heimild: Forsvar.is Sauðárkrókshöfn 14.888 tonn af sjávar- afurðum á land 2004 Þá eru hjól atvinnulífsins farin að snúast að nýju á höfninni eftir jól og áramót. Á mánudaginn var landað úr Hegranesi rösklega 60 tonnum af þorski og var þetta fyrsta veiðiferðin eftir áramót Einnig landaði ÓskarSK13,1500 kg. af þorski og 900 kg af ýsu. Flutningaskipið Florinda var hér í vikubyrjun að lesta frosnar afurðir frá FISK Seafood, en einnig fóru um borð afurðir frá Akureyri og Skagaströnd. Einnig var tekinn hér í land skrúfuhringur mikill sem á að fara til Akureyrar í eit- thvert Samherja skipanna. Að sögn Gunnars Stein- grímssonar hafnarvarðar voru skráðar komur flutningaskipa, togara og rninni fiskiskipa á síðasta ári samtals 810. Þá komu hér á land 14.888 tonn af sjávarafurðum, þar af voru togarar FISK Seafood með 10.908 tonn og þar var hlutur Málmeyjar 3.746 tonn frosnar afurðir. Farskólinn 10 útskrifuð- ust af Norður- landi vestra I desember lauk nám- skeiði í 30 tonna skip- stjórnarréttindanámi sem kennt er í fjarkennslu. Nemarnir komu frá Hvammstanga, Sauðár- króki, Skagatirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Alls luku 15 prófi og var heildarárangur nrjög góður. Fjarkennslan fór fram frá Vestmannaeyjum og norður í land. Reiknað er með að bjóða upp á þessa kennslu áfram og ef til vill bæta við fleiri náms- greinum. Heimild: www.farskolinn.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.