Feykir - 12.01.2005, Page 3
02/2005 Feykir 3
Pistill Sigurjóns Þórðarsonar um sveitarstjórnarmál__
Ráðherra svarar
í fyrsta tölublaði Feykis árið 2005 birtist pistill eftir Sigurjón Þórðarson alþingismann
þar sem hann ræðir um á átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins, sem unnið hefur
verið að síðastliðið rúmt ár í samvinnu félagsmálaráðuneytisins og Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Brim. mynd: óab
Ég tel mikilvægt að undirstrika
að um samstarfsverkefni ríkis og
sveitarfélaga er að ræða sem
hefur verið unnið í miklu og
nánu samráði við sveitarstjórn-
armenn um land allt Samstarfið
hefur gengið vel og mikil vinna
verið unnin, meðal annars hefur
sameiningarnefnd lagt ffam til
umsagnar fyrstu tillögur sínar
um breytingar á sveitarfélagask-
ipan. Þær tillögur hafa verið
kynntar um allt land og
sveitarstjórnarmenn og almen-
ningur hafa sent nefndinni sínar
ábendingar og athugasemdir.
Nú um rniðjan janúar mun
nefndin kynna lokatillögur
sínar, sem um verða greidd
atkvæði þann 23. apríl næstko-
mandi.
Því ber að fagna að alþingis-
menn taki þátt í umræðum um
ffamtíð sveitarstjórnarstigsins á
íslandi, enda er hér um mjög
mikilvægt verkefni að ræða. Ég
hef lýst þeirri skoðun minni að
við gætum verið að horfa upp á
stærstu einstöku breytingu á
stjórnsýslu Islands um áratu-
gaskeið.
I pistli sínum lýsir Siguijón
þeirri skoðun sinni að markmið
verkefnisins sé óskýrt og ekkert
sé fast í hendi um hvaða verkefni
verði flutt ffá ríki til sveitarféla-
ga. Ég hvet Sigurjón sem aðra til
að kynna sér verkefnið á vef
félagsmálaráðuneytisins, en þar
má finna upplýsingar um
verkefhið ásamt öðrum gagn-
legum upplýsingum um
sveitarstjórnarmál. (www.felags-
malamduneyti.is/vefir/efling)
Markmið verkefnisins er
mjög skýrt, að efla
sveitarstjórnarstigið svo sveitar-
félögin verði í stakk búin að
sinna þeim verkefnum sem lög-
gjafinn, íbúarnir og atvinnulífið
óska. Til að svo megi verða er
ljóst að mörg sveitarfélög í land-
inu þurfa að sameinast öðrum
til að ná þeim íbúafjölda og
þeim styrk sem nauðsynlegur er
til að geta tekið þátt í samkepp-
ni um fólk og fyrirtæki til
ffamtíðar.
í dag eru sveitarfélögin í
landinu 101 talsins, en um
helmingur þeirra hafa færri en
500 íbúa. í þeim rúmlega 50
sveitarfélögum sem hafa færri
en 500 íbúa búa um 3%
þjóðarinnar. Því má ljóst vera að
nauðsynlegt er að sameina
sveitarfélög í stærri einingar sem
ná yfir heildstæð atvinnu-og
þjónustusvæði. Þegar sameinað
er í landffæðilega stór sveitar-
félög getur ýmislegt komið upp
sem ekki var séð fyrir. í
ráðuneytinu er starfandi
samráðsnefnd um
húsaleigubætur sem er að kanna
þær reglur sem lúta að
námsmönnum sem búa á
heimavist eða nemendagarði og
eiga lögheimili annars staðar
innan sama sveitarfélags.
Samhliða vinnu við
sameiningu sveitarfélaga er
unnið að því að skýra verkask-
iptingu milli ríkis og sveitarféla-
ga með verkefnaflutningi.
Nýjum verkefnum munu að
sjálfsögðu fýlgja þeir tekjustof-
nar sem nauðsynlegir eru til að
sveitarfélög geti sinn verkefnum
sínum. Það er skoðun mín að
með auknum verkefnum og
tekjustofnum megi efla sveitar-
félögin sem staðbundin stjórn-
völd.
Á landsþingi Sambands
íslenskra sveitarfélaga þann 26.
nóvember síðastliðinn óskuðu
sveitarfélögin eftir því að verk-
efnaflutningur ffá ríki til sveitar-
félaga yrði settur á bið um
óákveðinn tíma. I ljósi þess hafa
engar ákvarðanir verið teknar
um hvaða verkefni verði flutt ffá
ríki til sveitarfélaga, en því er ekki
að neita að bæði ríki og sveitar-
félög hafa fyrst og ffemst litið til
verkefna á sviði velferðar- og
heilbrigðisþjónustu í því sam-
bandi.
Efling sveitarstjórnarstigsins
er sameiginlegt hagsmunamál
allra landsmanna. Sveitarfélögin
áttu frumkvæðið að þessari
vinnu vegna þess að þau sáu sér
í hag í því að efla sveitar-
stjórnarstigið með sameining-
um sveitarfélaga. Ávinningur
sameiningar er okkur öllum ljós
og þarf ekki að tíunda hér. Það
nægir að benda á reynsluna úr
Skagafirði, Fjarðabyggð og
Borgarbyggð, þar sem atvinnu-
Iífið og í raun samfélagið í heild
hefur tekið stakkaskiptum í
kjölfar sameiningar sveitarfél-
aganna.
Eitt mitt fýrsta verk sem
félagsmálaráðherra var að taka
undir samþykktir sveitarstjórn-
armanna og hefja þessa vinnu.
Ef vel tekst til við samein-
ingar sveitarfélaga í apríl gætum
við verið að horfa upp á mestu
breytingar sem orðið hafa á
stjórnsýslu landsins í áratugi.
Jafnffamt er hér líklega um að
ræða stærstu byggðaaðgerð
Islandssögunnar.
Ártii Magnússon
félagsmálaráðherra
r
Laus er tíl Starfssvið:
• Skjalavinna, skráning og önnur umsýsla tengd skuldabréfum
umsóknar • Önnur störf.
tímabundin Hæfniskröfur:
staða fulltrúa í Stúdentspróf eða sambœrileg menntun/reynsla. Reynsla af skrifstofu-,
þjónustu-, eða bankastörfum œskileg, tölvukunnátta nauðsynleg.
Þjónustuveri w Um 100% starf er að rœða, laun eru samkvæmt
Ibúðalánasjóðs kjarasamningum ríkisins ogSFR.
á Sauðárkróki Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2005
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður þjónustuvers,
= Svanhildur Guðmundsdóttir,
sími 569-6900, netfangsvanhildur@ils.is
Skriflegar umsóknir, er tilgreina aldur, menntun ogfyrri störf, sendist
T11 íbúðalánasjóði, Borgartúni 21,105 Reykjavík
Ibúðalánasjóður og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.
v
Könnmin
Valið a Skagfirðingi
ársins í gang
Nú styttist í valið á Skagfirðingi
ársins og er netkönnun þess
efnis þegar farin í gang á
Skagafjörður.com. Að þessu
sinni stækkar potturinn og hægt
verður að velja á niilli átta aðila.
Fólk er hvatt til að taka þátt í val-
inu.
Tvisvar áður hefur Skaga-
fjörður.com staðið fýrir valinu á
Skagfirðingi ársins. Skagfirð-
ingur ársins 2002 var Baldur Ingi
Baldursson en hann vann
ffábært björgunarstarf sumarið
2002 er hann bjargaði barni frá
drukknun í sundlauginni í
Hveragerði. Billi hlaut 32%
atkvæða.
I fýrra vakti kosningin talsverða
athygli en yfir 2000 manns tóku
þátt í henni. Sigurvegari varð
Auðunn Blöndal með 48%
atkvæða en hann sló í gegn árið
2003 í sjónvarpsþættinum 70
mínútum á PoppTíví sem
Skagfirðingar reyndar gátu ekki
séð.
Skagafjörður.com vonast eftir
jafnri og spennandi kosningu í
ár.
itfofar
Rækjuverksmiðjunni
Særúnu lokað
Rækjuverksmiðunni Særúnu á
Blönduósi hefur verið lokað og
ekki sjáanlegt að hún komist í
gang fýrr en bati fæst í rek-
strarumhverfi rækjuvinnslunnar
í landinu. Um 25 manns munu
missa vinnuna vegna þessa.
Heimild: www.huni.is
Flestir strengja ekki
áramótaheit
Samkvæmt spurningu vikunnar
á Húna.is þá strengja 30% les-
enda áramótaheit en 70% þeirra
gera það ekki.
Margir nota áramótin til að
strengja heit og lofa bót og
betrun á ýmsum sviðum s.s. að
verða betri manneskja, lifa
heilsusamlegra lífi eða vera sátt-
ur við sjálfan sig og aðra.
Algengt er að eftir veislur jóla og
áramóta fyllist fólk samviskubiti
og ætli að taka sér tak, borða
minna, hreyfa sig meira, drekka
minna og hætta að reykja. Þá er
stigið á stokk og þess heitið með
alvörusvip að byrja nýtt líf því
menn eru stórhuga og það dugar
ekkert minna en bylting.
Hcimild: www.huni.is