Feykir - 12.01.2005, Síða 4
4 Feykir 02/2005
29. júní 1980. Frá vinstri: Guðmundur frá Sölvanesi, Egill í Tungu, Alla Rögg, Ingimar Bogason, Guðrún Sighvats og Sigurjón
Þóroddsson. Mynd.hing
Hörður Ingimarsson skrifar
Minningarbrot um
ÖlluRögg
Aðalheiður Árnadóttir
Fœdd 27. september 1929.
Dáin23. desember 2004.
Útförin fór fram 30. desember
síðastliðinn.
Hún kvaddi jarðlífið í mesta
skammdeginu. Áþeimsama
degi og Þorlákur helgi
safnaðist til áa sinna og sólin
farin að stíga sín hænufet til
nýs vors og endurnýjaðs lífs.
Hún lifði árstíðirnar í náinni
snertingu lengi ffaman af æfi.
Vorið birtist henni niður með
fjörunni, bátar á leið með land-
inu að huga að æti. llauð-
maginn kominn á Skarðs-
krókinn. Hún sá þetta allt af
hlaðinu frá húsi sínu í
Kristjánsklauf sem barn og
unglingur og síðar fulltíða
kona. Húngekktilheyskapará
suntrum með foreldrum
sínum og síðar Magnúsi rnanni
sínum. Haustverkin voru
ntikil að vöxtum svo sem hjá
öðrunt.
Hún var Króksari að gerð
og upplagi allt frá fýrsta degi.
Skagfirsk í báðar ættir. Lifði
lífinu í straumi síns tíma. Þátt-
takandi þar sem lund hennar
og eðli fengu notið sín. Hún
var mikill verkalýðssinni. í
áratugi í fremstu röð og leið-
andi fyrir þá sem ntinna báru
úr býtum og hugsaði þá lítt um
eigin hag. Taldi sig ætíð hafa
nóg. Hún var ekki málglöð á
fundum en naut sín vel í litlum
hópum sem söfnuðust að
henni áratugum saman.
Hún var frernur hokin í
framgöngu og stuttstíg en fór
víða og alltaf í miðju mann-
lífsins. Hún var traustur vinur
vina sinna og vinmörg en gat
verið hörð í horn að taka ef
henni var misboðið. Rétt-
lætiskennd hennar var sterk.
Hélt lengi skepnur. Einstaklega
mikill dýravinur.
Ég var smá stubbur um
ntiðja síðustu öld er leiðir
okkar Öllu Rögg lágu sarnan í
beituskúrunum norðan við
Björkina nyrst á Freyjugötunni
og það nú allt saman horfið af
yfirborðinu.
Þau stóðu fyrir útgerð, Árni
Rögg faðir hennar og Maggi
Strandamaður, stundum
kallaður Maggi Drangur, enda
kominn vestan fyrir Húna-
flóann ffá Drangsnesi. Ég var
liðléttingur og kunni fátt til
verka en Alla gætti þess vel að
untbuna með fáeinum aurum
fyrir framlagið og gott var að
koma heim og sýna að nokkur
mannsbragur væri á hnokkan-
um. Ástvaldur æskuvinur
minn var uppá “stubb” hjá Öllu
og Magga og þótti og fiskinn fá
heldur ríflega á stubbinn sinn.
Bragi Ingólfs var einn af uppá-
haldsdrengjunum öllu og
Magga, dugnaðarforkur við
útgerðina.
Fjölmörg börn og unglingar
fengu verðmæta reynslu við
trilluútgerðina, að stokka upp
og stundum að beita. Alla var
sú er miklu réði í mannahald-
inu og gerði vel við allt og alla.
Hún var þó ekki nerna rétt
liðlega tvítug þegar þetta var.
Mannlífið í kring um beitu-
skúrana var litríkt og gjöfult,
kennsla í því að komast til
ntanns og verða dugandi
þjóðfélagsþegn.
Þeir settu svip á umhverfið Fúsi
gamli bátasmiður. Oddi sem
lengst af fylgdi Pálma og Hvata
á Stöðinni. Steini Andrésar og
Sigga Þorkels með
skrúðgarðinn vestan götunnar
og í góðu skjóli við bei-
tuskúrana. Það hús stendur
enn og er Freyjugata 10.
Skúrarnir voru í hnapp sam-
byggðir hvor utan á öðrurn
hátt á annan tuginn að tölu.
Næst sunnan Magga og Öllu
áttu Ásgrímur Einarsson og
Bjössi í Ártúnum, sonur hans,
skúr. Allra syðst var vandaður
skúr Sveins Nikk sem enn sten-
dur uppá Móum austan
fjárhúsa Gísla Gunnarssonar
tengdasonar Sveins og
Sigrúnar Halldórs. Skúr Sveins
slapp við brunann rnikla á sjöt-
ta áratugnum er flestir bei-
tuskúrarnir brunnu og trilluút-
gerðin á Króknum varð fyrir
miklu áfalli. Sveinn Nikk og
fjölskylda voru sambýlingar
Öllu Rögg frá árinu 1938 á effi
hæðinni í Grænu-brekku. Svo
voru fleiri skúrar sem stóðu
utar og sér, svo sem hjá Sigga
og Helga í Salnum, Abel, Dóra
Sigga Pé, Malla skó og Agnari
Sveins. Það var líf í kringum
allt þetta fólk
Alla Rögg, Árni og Maggi
voru í fremstu röð meðal
jafhinga og gerðu út Óskar S.K.
111. Útgerðarsögu Magga
Drangs eru gerð góð skil í
bókinni “Gegnum lífsins
öldur” bls. 217 til 237. Og
vísast til þess.
Við Alla unnum saman í nærri
heilt ár í Fiskiveri sem síðar
varð Skjöldur. Hún var ræsari
en þegar ágreiningur reis um
þóknun fyrir það starf vildi svo
til að ég gekk í það starf hennar
í nokkra mánuði. Það var níðst
á mér um launin ekki síður en
henni og urðurn við þján-
ingarsystkin fyrir vikið.
Alla útskýrði rækilega
hversu ósanngjarnir þeir gætu
orðið sem leggðu mat á vinnu-
framlagið. Þetta var þörf lexia.
Margt stórskemmtilegt fólk
vann í Fiskiveri á þessum tíma,
svo sem Óskar Þorleifs og
Kristjana kona hans. Eddi Gull
og Dósi Tímótesusson, Stein-
dór verkstjóri, Lauga Þorkels,
Helgi Einars, Siggi Jós„ Jósafat
Sigfússon, Óli norski, Alli
Robb, Mundi ffá Ási og Björg á
Vatni. Árni Gunnars frá
Reykjum og Beta Steindórs
voru að hefja sína sambúð og
voru eftirminnileg í hópnurn.
Þessi tími í ffystihúsinu varð
einn hyrningarsteina órofa
vináttu við ÖUu Rögg.
Löngu síðar tókum við saman
höndum með mörgu góðu
fólki og börðumst fyrir kjöri
Vigdísar til forseta lýðveldisins.
Þetta var vorið og sumarið
1980.
Gleðin og samtakamáttur-
inn var rnikill við þetta verk-
efhi. Almúgafólk í fylkingar-
brjósti. Af myndum má sjá að
flestir úr þessum hópi hafa
safnast til feðra sinna.
Guðmundur og Sólborg frá
Sölvanesi, Guðmundur frá
Bergstöðum, Egill í Tungu,
Sveinn Sölva og Margrét kona
hans. Fjóla Steindórs og
Steindór maður hennar.
Radda Þorvaldar, Guðmundur
Andrésson, Arnór Sig.,
Sigurjón Þóroddsson, Ingimar
Bogason og margir fleiri. Enn
eru margir til frásagna um
þessa tíma hér um slóðir er
kona varð forseti íslands.
Liðveisla Öllu Rögg var
mikil við þetta kjör.
Sem lítill drengur kom ég í
fáein skipti á heimili foreldra
Öllu, þeirra Margrétar
Jónasdóttur og Árna Rögn-
valdssonar. Þar var hlýlegt og
gott að koma. Árni átti orgel
en hann hafði verið organisti
við Glaumbæjarkirkju í ein-
hver ár.
Árni kom að Jaðri á
Langholti 5 ára gamall og átti
þar heimili til nítján ára aldurs.
Síðan á Þröm til 25 ára aldurs
en þá hóf hann búskap að
Hólkoti, nú Birkihlíð. Árni og
Margrét fluttu á Krókinn 1923.
Árni þekkti föðurfólk mitt á
Syðra-Skörðugili mjög vel og
naut ég þess í okkar samskipt-
um. Svo vill til að Elín móður-
amma mín og Sigurlaug
Þorláksdóttir rnóðir Árna voru
mikið skyldar. Báðar komnar
út af séra Birni Jónssyni í
Stærra Árskógi sem rnikill
ættbogi er kominn frá.
Rögnvaldur afi Öllu er höf-
undur hinnar kunnu barna-
gælu “Komdu, kisa mín, kló er
falleg þín og grátt þitt gamla
trýn”. Það er gott að vera
komin af fólki sem sernur svo
fallegar ljóðlínur. Það er vega-
nesti sem nýttist Öllu vel.
Svo merkilegt sem það er
var Alla allt sitt líf kennd við afa
sinn. Eitt þeirra sérkenna sem
gerðu mannlífið undir Nöfum
litríkt. Alla og Magnús reynd-
ust mér ætíð vel og vinarþel
þeirra var óbrigðult allt til loka.
Samfélagið á Króknum á
Öllu Rögg og hennar fólki
margt að þakka. Hún sló
strengi í sínu samfélagi sem
gerðu mannlífið betra, jöfnuðu
kjör og velsæld fólks. Stiklað
hefur verið í stuttu máli um
öndvegis konuna Öllu Rögg
þar sem leiðir okkar lágu
saman. Þökkuð er dýrmæt
samfylgd og vinarþel.
Hörður Ingitnarsson
Óboðnir gestir vitja bíla á Króknum
Málið upplýst
Óboðnir gestir fóru inn
í hátt í tuttugu bíla á
Sauðárkróki aðfaranótt
laugardags. Stolið var
úr bílunum og minni-
háttar skemmdir unnar
á þeim.
Lögreglan á Sauðárkróki
hvetur fólk til að læsa bílurn
sínunt enda óþarfi að gera
óprúttnum náungum
auðvelt fyrir. Að sögn Björns
Mikaelssonar yfirlögreglu-
þjóns á Sauðárkróki hefur
málið verið upplýst.
Rétt er að árétta að
talsverður rnunur er á því að
fara inn í ólæsta bíla eða
brjótast inn í þá, en mun
rneiri viðurlög eru fyrir því
að brjótast inn. Sama á við ef
farið er inn í ólæst hús. Það
er því rétt að Skagfirðingar
hafi í huga að læsa bifreiðum
og húsum á þessum síðustu
og "verstu" tímum.