Feykir


Feykir - 12.01.2005, Page 7

Feykir - 12.01.2005, Page 7
02/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson Hagyrðingaþáttur 397 Heilir og sælir lesendur góðir. Vonandi hressir okkur á nýju ári að fá í upphafi þáttar þessa ágætu vísu Tryggva Emilssonar. Árar legg ég inn í bát ekki er hœtt við strandi. Mjakar aldan mild og kát mér að réttu landi. Önnur í svipuðum dúr kemur hér eftir Tryggva. Höndin þrekuð orðin er ára hrekur dýrið. Efmig rekur upp á sker andinn tekurstýrið. Þar sem nú um sinn hefúr ríkt andskotans ótíð hér Norðanlands er tilvalið að rifja næst upp ágæta visu Kára ffá Valadal, sem mun vera gerð við svipaðar aðstæður. Fyrir þá sem yngri eru og kannski hafa ekki fengið skýringar á eldri orðunr sem oft korna fram í skáldskap, skals þess getið að Niflheimur var að mig minnir heimur dauðra. Það er nákaldur niflheima vetur og norðanhríð Skörðunum á, en vínið á varma semgetur varið mig kuldanum frá. Þegar Kári var fertugur mun hann hafa verið staddur í Reykjavík og ort þá um þau tímamót á eftirfarandi hátt. Áður snjall og orðhagur óðarspjallið mund’ann. Fyrst að kall erfertugur fer að halla undan. Á effi árum rnunu þessar hafa orðið til hjá Kára. Hérna sérðu fauskinn jjalla, fé um áratugi hirt. Grár í vöngum geng með skalla, gáfur tregar, málið stirt. Ylrík staka enginfœðist á er liðið hrímkalt haust. Bilað þrek og brjóstið mæðist, bragaskútu lagt í naust. Ein kemur hér í viðbót eftir Kára og hefur þá brosað betur til næstu nætur er hún var gerð. Hér ég sit hjá góðum grönnum glösum lyft á báðar hendur, nú erkátthjá mínum mönnum, mikið lengi vakan stendur. Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum er snjall hagyrðingur. Svo mun hann hafa ort eitt sinn er auglýsingar um verulega hagstæð viðskipti ákveðinnar verslunar voru auglýst á jólaföstu. Hugsjón og takmark hins neytandi nútímamanns erað ná tilsín annarra hlutdeild í veraldarauði og kýla svo vömb sína í tnargfrœgri minningu hans, sem mettaði þúsundir tveimur fiskum og brauði. Gaman mundi gleðimönnum að vakna til nýs dags ef eftirfar- andi bæn Guðmundar yrði að veruleika. Mikil, ó Drottinn, er miskun þín og má ég nú vona upp á hana, breyttu nú Þingvallavatni í vín sem í veislunni góðu í Kana. Að lokum þetta snjalla lítilræði eftir Guðmund. Sála mtn glúpnaði andspœnis örlagadómi til almáttugs Drottins ég vildi í neyð minni snú mér og einhver svaraði yflrveguðum rómi. Það er enginn notandi með þetta símanúmer. Sigrún Fanndal frá Sauðár- króki yrkir svo. Finnst tnér alltaflétta hmd og leiða afgötu aman verði ein á vökustund vísa barin saman. Önnur vísa er hér eftir Sigrúnu. Lífi hróðar heilögglóð heit og rjóð á vöku. Enn ber þjóð í andans hlóð ást til Ijóðs ogstöku. Að lokunr þessi vísa úr safni Sigrúnar. Dagsins gnoð með reiða og rá rökkurssvoðum hendir. Skarlatsroði skýjum á skilaboðin sendir. Þá er gaman að leita til Rósbergs G. Snædal með næstu vísu. Gulli faldar sjálfan sig svíðingsgjaldið tekur, út á kaldan klaka mig kaupnrannsvaldið rekur. Einhveiju sinni er Rósberg leit til baka yfir farinn veg verður þessi til. Seint ég greiði lán mér léð leik á breiðum vöðum. Vel er leið mín vörðuð með víxileyðublöðum. Þá langar mig að spyrja lesendur hvort þeir viti hver ort hefúr eftirfarandi eftirmæli? Ekki var hans líkfylgd löng lífið mörgum brigslar. Hér og þar í hálfa stöng hanga fallnir víxlar. Sagan segir, að einhverju sinni er Einar Andrésson í Bólu var í kaupstaðarferð og hafði aðeins einn hest undir vörur, hafi hann mætt ríkum bónda með marga hesta. Hafi sá hæðst að honum fyrir fátækt hans og fengið eftir- farandi vísu að skilnaði. Auðs þó beinan akir veg œfin treynist meðan. Þúflytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðumm, 541 Blönduósi. íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik_____ Oruggur sigur Keflvíkinga Tindastóll mætti liði Keflavíkur í Intersport- deildinni í körfubolta í gærkvöldi og var leikið suður með sjó. Það er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar höfðu betur, 97-81 eftir að hafa haft yfir í leikhléi 43-33. Svavar Birgisson var að venju atkvæða- mestur Stólanna, gerði 31 stig í leiknum og setti niður öll 4 3ja stiga skotin sem hann tók í leiknum. Tindastólsliðið byrjaði ágætlega í leiknum, spilaði góða vörn og hafði ffumkvæðið. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta 18-18. Keflvíkingar hrukku í gírinn í byrjun annars leikhluta og náðu ágætu forskoti og voru 10 stigum Ægir og Jón Þór kátir á leik Tindastóls og Keflavíkur í fyrravor Mynd: pib yfir í hálfleik, 43-33. Stólarnir náðu að minn- ka muninn í þriðja leikhluta en þá bættu Keflvíkingar bara við og unnu öruggan sigur, 97-81. Isak Einarsson lék á ný með Stólunum í leiknum í Keflavík og kemur til með að styrkja liðið verulega. Aðeins einn erlendur leik- maður lék með Stólunum í gær, Fletcher, en verið er að leita að kana og þá sennilega stórum og stæðilegum, því andstæðingar Tindastóls hafa nýtt sér vel í síðustu leikjum að í liðið vantar trukk sem frákastar. Eið Keflavíkur tók 36 fráköst í leiknum í gær á meðan Tindastólsmenn tóku 23 og slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Næsti leikur Tindastóls er hér heima fimmtudaginn 13. janúar en þá koma Haukar í heimsókn og gott væri að bera sigurorð af Hafiifirðingum. INTERSPORTDEILDINIKÖRFU íþróttahúsid í Keflavík KEFLAVIK97 TINDASTÓLL 81 Slig Tindastóls: Svavar 31, Fletcher 26, Axel6, Gunnar6, Björn4, Ísak4 og Arnar Ingvars 4. Powerade-mótið í gang KA sýndi enga gestrisni gegn Hvöt Hvöt tapaði 14-1 gegn KA í fyrsta leiknum. KA menn náðu forystunni en Óskar Snær Vignisson jafnaði fyrir Hvöt. Leikmenn KA bættu við 5 mörkum í fyrri hálfleik og skoruðu síðan 8 til viðbótar í síðari hálfleik og getur þetta varla talist nokkur gestrisni af hálfú KA-manna. Tindastóll mætir í fyrstu umferð Leiftri/Dalvík laug- ardaginn 15.janúarkl. 16:15 og Hvöt spilar sinn annan leik við Fjarðarbyggð þann 16. janúar kl. 13:15. Allir leikirnir verða spilaðir í Boganum á Akureyri en Frá Powerade-mótinu síðasta vor. Mynd: pib síðustu leikirnir verða spilaðir þann 6. mars. Átta lið taka þátt í Norðurlandsmóti Powerade og er spiluð ein umferð. Tindastólsmenn geta hugg- að sig við það strax í upphafi að lið Völsungs frá Húsavík tekur ekki þátt í mótinu og árlegt stórtap gegn þeim í þessu móti því ekld uppi á borðinu. Það er því um að gera að kíkja í Bogann ef svo ólíklega vill til að stuðnings- menn Hvatar eða Stólanna leggi leið sína á Akureyri. Getraunaleikur Tindastóls Þeir sem þátt taka í hópleik Tindastóls eru minntir á að spilað er um næstu helgi og Vallarhúsið opið ffá kl. 11 til 14 á laugardag en þá verða hóparnir að hafa skilað af sér viðeigandi tipplistum. Þeir hjá knattspyrnu- deildinni lofa að búið verði að moka ffá Vallarhúsinu og bíða spenntir eftir tippur- um. Leikar eru teknir að æsast og hóparnir farnir að gera stormandi lukku... sumir hverjir. Síðustu keppnishelgi fyrir jól fékk til að mynda Baros 12 rétta og tók þar með forystu í leiknum með 30 stig eftir 3 umferðir og verður að teljast nokkuð yfir meðallagi gott. smaauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Til sölu Hilux disel "96, breyttur fyrir 361, er á nýjum 35 nagladekkjum. Skipti á 4x4 fólksbil koma til greina. Uppiýsingar í síma 848 0287 eða 8669906. Felgur óskast Vantar4stk. afögata og 10 tommu breiðum stálfelgum sem passa undir Suzuki Vitara. Upplýsingar í sima 868 5052. Til leigu Stórt íbúðarhús stutt frá Sauðárkróki til leigu. Er laust nú þegar. Einnig hesthúsbásar til leigu á Flæðigerði. Upplýsingar í síma 453 5558.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.