Feykir


Feykir - 03.08.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 03.08.2005, Blaðsíða 3
28/2005 Feykir 3 Inga og Elva á hardaspani. Myndirnar tók Valbjörn Geirmundsson. b"r>fyK.FA U0N fa SÍT P * ' r .. r"* .-v Jr - -úa Gígja Sigurðardóttir skrifar Frábær ferð á Heimsleika barna í frjálsum íþróttum Fyrir nokkru, nánar tiltekið 29. júní - 6. júlí, fór fríður flokkur frjálsíþróttabarna úr Tindastóli og fylgifiskar þeirra í keppnis- og skemmtiferð til Svíþjóðar á Heimsleika barna í frjálsum íþróttum. Ég var svo heppin að eiga eitt barn í fara með. Börnin voru búin að vera mjög dugleg að safna fyrir ferðinni og bæjarbúar búnir að taka þeim ákaflega vel í þeirra fjáröflunum og ber að þakkaþað afalhug. Kostnaður barnanna var því óverulegur en fullorðnir greiddu að sjálfsögðu fyrir sig. Ferðin hófst að kvöldi þriðjudags hjá sumum en aðrir rifu sig upp - á þið vitið hverju - og brunuðu af stað til Keflavíkur um miðja nótt. FlogiðvarbeinttilGautaborgar á miðvikudagsmorgni en þar gistum við á gistiheimili í alveg ágætum félagsskap en hópnum svo að ég fékk að þannig var að fyrsta kvöldið voru krakkarnir að kanna umhverfið og komust þá að því að helstu nágrannar okkar þarna voru meðlimir fangelsis sem var þarna örskammt frá og fólk sem var mismunandi mikið lokað inni á einhverskonar. Alveg ágætis fólk sem að undirrituð hitti nokkru sinnum í búðinni á staðnum og tók tal við og virtist mér að ég gæti alveg eins verið vistkona á þessu hæli - skrafhreifið og skemmtilega sérkennilegt fólk! Krakkarnir höfðu fimmtu- Fjör i Liseberg. daginn til þess að konta sér fyrir, kynnast nánasta umhverfi og bara skemmta sér og okkur. Á föstudeginum byrjaði svo alvaran, allir eldsnemma á fætur og í morgunmat og svo var farið með strætó á Ullivi völlinn, u.þ.b.hálftíma ferð. hað er skemmst frá því að segja að allir krakkarnir stóðu sig alveg frábærlega vel, bæði innan sem utan vallar, og ég held bara að þau hafi öll með tölu bætt sig í keppni þarna á mótinu og sum alveg verulega. Ég skal segja ykkur það að við fullorðna fólkið vorum svo stolt af “okkar” börnum að það lá nú bara við stórslysi stundum, þ.e. ég til dæmis hefði getað sprungið úr monti og var það nú alveg nóg fyrir (montið). Eftir að keppni lauk var m.a. farið í skemmtigarðinn Liseberg þar sem allir sem einn skemmtu sér konunglega og voru allir tilbúnir að fara þangað aftur og aftur. Á mánudeginum var síðan farið í skemmti og vatnsrenni- brautagarðinn Skara Sommer- land þar sem skemmtunin hélt áfrarn. Eftir að “heim” kom um kvöldið þá var haldin sam- eiginleg risagrillveisla með hinum félögunum frá Islandi sem þarna voru en það voru HSÞ, Fjölnir og Selfoss. Ferðina enduðum við síðan með skoðunar- og verslunarferð í Stokkhólmi þar sem mikið, skrautlegt og skemmtilegt mannlíf iðaði alls staðar. Vel var hugsað um okkur öll í mat og drykk undir styrkri stjórn Siggu Jónu en hún og allt fullorðna fólkið eldaði öll kvöldin, utan fyrsta kvöldið en þá fengum við sendar pizzur sem voru sko alls ekki nálægt því eins góðar og maturinn hennar Siggu Jónu. Oftast var eldað í báðum eldhúsunum, en það var svona dagleið á milli þeirra svo fólk var komið í ágætis gönguform eftir eldamennskuna. Alla keppnisdagana var vallarnesti fyrir alla, samlokur, ávextir, grænmeti og vatn og safar í lítravís. Ég skal segja ykkur það að oft er verið að tala urn það að unga fólkið okkar sé svo matvant en ekki urðum við á nokkurn hátt vör við það, þau borðuðu allt sem fyrir þau var borið með góðri lyst og þökkum! Eftir ferðina erum við mörg orðin ansi handleggjalöng og með aðeins minni “bumbu” eftir allan vökva og matarburðinn en við fórum nokkrar vegalengdir til innkaupa og notuðum svo strætó alveg óspart og ekki var nú laust við að aðeins væri horft á okkur með alla þessa poka. Að lokum langar mig að koma á framfæri kærum þökkum til allra styrktaraðila okkar, þessa frábæra fólks í Unglingaráði frjálsíþrótta- deildar Tindastóls fyrir óeigin- gjarnt og mikið sjálfboða- liðastarf í þágu barnanna okkar, okkar frábæru þjálfurum Gíslunum tveim, og ég vona að enginn móðgist þó að ég segi alveg sérstaklega takk fyrir við Önnu Betu - þessarar elsku - sem er ávallt glöð og gefandi við börnin okkar og hún var bara út um allt utan vallar sem innan að hvetja og hjálpa öllum. Vonandi sjáum við þessa krakka sem allra flesta á komandi árum, hress og kát eins og þau voru úti og eru alveg örugglega alltafá mótum um allan heim, félaginu okkar og landinu til sóma. Kærar þakkir fyrir alveg frábæra ferð kæru ferðafél- agar - förum sem allra fyrst aftur! GS netkönnun Hvad gerðir þú helst markvert um verslunarmannahelgina? Dró tjaldvagn um þjóðvegi tandsins! (2.1%) Þjálfaði grillhöndina og kýldi vömbina! (9.6%) Ég þurfti að vinna um helgina! (14.4%) Auðvitað fór ég á brjálaða útihátíð! (17.1%) Skutlaðistá fjöll og firnindi! (9.6%) Horfði á sjónvarpið og svaf! (17.1%) Sittlitið afhvoru afþessum atriðum að ofan! (30.1%) Hægt er að taka þátt í könnunum sem birtast í Feyki með því að fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Norðanáttir viðloðandi í ágúst Veðurklúbburinn á Dalbæ koni saman til fundar 26. júlí og rýn- di í veðrið framundan. Þar kom m.a. fram að sólarleysi og svali á Jakobsmessu (25. júlí) gefur fyrirheit um fremur mild- an vetur. Hvað ágústveðrið varðar, þá kviknar nýtt tungl í nna þann 5. ágúst. Töldu klúbbfélagar að líkt veður yrði fýrri hluta ágústmánaðar eins og í júlí. En- eftir miðjan ágústmánuð þurfi menn ekki að verða hissa á því að sjá grána í fjallstoppa. Þá telja klúbbfélagar að norð- anáttir verði viðloðandi allan ágústmánuð. Sunna í stuði Sunna Gestsdóttir tók þátt í Danska Meistaramótinu nú um helgina. Sunna hljóp 4(X) m á tímanum 56.66 sek. sem er persónulegt met og besti árangur fslendings í greininni í ár og jafnframt nýtt héraðsmet USAH í 400 nt. hlaupi kvenna. Þá hljóp Sunna einnig 2(X) m. á 24.98 sek og varð í 1. sæti og hlóp einnig 4x4(X) m. boðhlaup með Sparta sem cr danska félagið sem bún æfir með. Sparta vann boðhlaupið og varð Sunna þar með einnig danskur meistari í 4x4(X) m. boðhlaupi. Unglingalandsmótið 2007 ekki á Blönduósi Ákveðið var nú um helgina að Unglingalandsmótið 2007 verði baldið á Höfn í Hornarfirði. USÚ, HSK og USAH böfðu sótt unt mótshaldið og það varð USÚ sem hreppti hnossið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.