Feykir


Feykir - 21.09.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 21.09.2005, Blaðsíða 8
Þórður Eyjólfsson hjá Búhöldum ásamt Ólafi Þorbergssyni húsasmíðameistara og Svavari Jósefssyni húsasmíðameistara. Búhöldar hsf. taka grunn að sinni 30. íbúð Hafa selt átta af tíu óbyggðum íbúðum Byggingarsamvinnu- félagið Búhöldar hsf. á Sauðárkróki hefur selt átta af tíu íbúðum sem félagið hyggst byggja við Laugartún. Búið er að taka tvo grunna við götuna og þar með hafa fyllt þriðja tuginn þæar íbúðir sem byrjað hefur verið á. Um er að ræða sérstaklega hönnuð parhús íyrir eldri borgara og er stuðst við sömu teikningar og við göturnar Forsæti og Hásæti en þar er ekki pláss fyrir fleiri íbúðir. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar hjá Búhöldum hsf. er þessar vikurnar verið að lúka íbúðir 27 og 28 og stefnt að því að íbúar geti flutt þar inn fyrir jól- Framkvæmdir á vegum félagsins við byggingu par- húsa hófúst árið 2000 og flutti fyrsti íbúinn inn um áramót 2001/2002. Fjórum árum síðar eru íbúðirnar 28 og fyrirhugað að byggja tíu til viðbótar við Laugartún. Að sögn Þórðar er bygg- ingarkostnaður á fermetra hagstæður í húsum Búhölda eða um kr. 117 þúsund. Eftir- spurnin hefur líka verið mikil og hafa sex fjölskyldur flutt inn í Sveitarfélagið og sest að í þessum íbúðum. Það er Trésmiðjan Björk sem sér um smíði húsana en byggingameistari er Ólafur Þorbergsson. 545 4100 www.bustadur.is RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki B Ú STAÖ U R FASTEIGNASALA A LAND8BVOOOINNI ® 455 5300 AUKIN ÞJÓNUSTA Við höfum opnað hraðbanka að Hólum í Hjaltadal KB B A N K I -krafturtil þín! Sparisjóður Skagafjarðar Hækkunin qengur út á stofnfjáreigendur Myndin í Austurdal Komin á DVD Myndin í Austurdal, sem sýnd var í Ríkis- sjónvarpinu um pásk- ana er kominn út á DVD mynddiski og er væntanleg á VHS spólum í takmörkuðu upplagi. Geisladiskurinn hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Um er að ræða óbreytta mynd en henni hefur verið kaflaskipt í DVD útgáfunni. Þá hefur verið lögð vinna í að þýða myndina og er hægt að velja á diskinum um íslenskan, þýskan eða enskan texta. Ekki er hægt að velja um þýðingar á spólunni. Myndin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Skagafirði. Það er Skotta ehf. sem gefur út. Útlit er fyrir að tuttugu og tveggja milljón króna hækkun á stofnfé Spari- sjóðs Skagafjarðar fari öll til núverandi stofnfjár- eigenda. Útboði á nýju stofnfé sparsjóðsins lauk sl. föstudag og fengu færri en vildu. Að sögn Kristjáns B. Snorrasonar hringu m.a. brottfluttir Skagfirðingar og óskuðu effir að kaupa hluti í sjóðnum. Heimild er fyrir aukninu á stofnfé sjóðsins í 88 milljónir sem er aukning um helming frá því sem nú er. Stjórn sparisjóðsins fundar á næstunni en eitt af því sem liggur fyrir stjórn er að ákveða næstu skref varðandi aukningu stofnfjár. Samkvæmt heimildum Feykis er góð sátt um ffamkvæmd stofnfjáraukning- ar innan stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar. Þá hefur einnig verið rætt innan stjórnar að æskilegt sé að sparisjóðurinn flytjist í annað og henntugra húsnæði en núverandi húsnæði er á efri hæð útibús KB banka við Faxatorg á Sauðárkróki. besti bitinn íbænum Velkomm stóðréttir! HAMBORGARAR, PIZZUR, BITAR SAMLOKUR, PYLSUR O.FL O.FL. ÁBÆR-VEITINGAR (ESSO-STOÐINNI) ARTORGI 4 SIMI 4557070 / 453 6636

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.