Feykir


Feykir - 25.01.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 25.01.2006, Blaðsíða 3
04/2006 Feykir 3 Bjarni Jónsson skrifar Stofnun Hátækniseturs á Sauðárkróki Sveitarfélagið Skagafjörð- ur hefur ásamt Sveini Ólafssyni eðlisfræðingi við HÍ og Raunvísindastofnun unnið að því hörðum höndum síðastliðin eitt og hálft ár að undirbúa stofnun hátækniseturs á Sauðárkróki. Atvinnu og ferðamálanefnd hefur haft umsjón með þessari vinnu af hálfu sveitarfélagsins ásamt forstöðumanni markaðs og þróunarsviðs Skagaíjarðar. Margir fleiri hafa komið að umræðu og undirbúningi að stofnun hátækniseturs heima- fyrir; s.s. stjórnendur FNV, atvinnuráðgjafi SSNV, ásamt fulltrúum íyrirtækja og stofn- ana í Skagafirði. Undirbúningsstjórn skipuð Kosin hefur verið undirbún- ingsstjórnaðstofnun Hátækni- setursins. Hana skipa Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Sigurðsson af hálfú sveitar- félagsins og Sveinn Ólafsson eðlisfræðingur, fulltrúi Háskóla íslands. Miðað er við að Sveitar- félagið Skagaljörður og HI stofni formlega setrið nú í febrúar. Öðrum stofnunum og fyrirtækjum verður boðin aðild að hátæknisetrinu og mun umgjörð þess og samsetning þáttakenda taka á sig endanlega mynd á næstu mánuðum. Hugmyndasmiður er Skagfirðingurinn Sveinn Ólafsson Hvatamaður að stofnun Hátæknisetursins er Sauð- krækingurinn Sveinn Ólafsson. Sveinn hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum alþjóðlegum þróunarverk- efnum á sviði hátækni í eðlisfræði og leiðbeint ffarn- haldsnemum á því sviði. í Hátæknisetrinu verður byggt upp starf á sérhæfðum sviðum hátækni sem ekki eða að mjög takmörkuðu leiti er unnið að annarsstaðar á landinu. Hátæknisetrinu verður því sköpuð sérstaða á landsvísu og jafnvel víðar. Þessi stefna gefur setrinu öflugt hlutverk og vaxtarrými í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er á sviði hátækni. Mikil framtíð býr í þróun hátækniiðnaðar Hátæknisetur á Sauðárkróki verður eftirsóknarverður sam- starfsaðili háskóla og rann- sóknastofnanna ekki síður en fyrirtækjasem nýtasérhátækni. Starf við hátæknisetrið mun að talsverðu leiti byggjast á vinnu framhaldsnema sem vinna að Þar sem að flestir neyta þorramats þessa dagana ákvað ég að koma með létta rétti sem að hafa það sameiginlegt að innihalda hinn stórgóða mozzarella ost ffá Mjókursamlagi KS. Mozzarella- og Parmaskinkusalat 4 pkn. KS Mozzarella kúlur 8 sneiðar afþurrkaðri skinku frá Kjötkróki 16 svartar ólífur 4 fíkjur Græntsalat Extra Virgin ólífuolía, t.d. frá Carapelli Salt og nýmalaður svartur pípar Skerið fíkjurnar í fernt og hverja Mozzarella kúlu í sex báta. Takið til íjóra diska, setjið 1 fíkjubita í miðjuna og setjið 6 Mozzarella báta í kringum (eins og teina á hjóli). Setjið smá salat á hvern disk. Setjið síðan tvær sneiðar af Parmaskinku á hvern disk og skreytið með þeim þremur fíkjubitum sem eftir eru, ásamt fjórum svörtum ólífúm. Búið til salatsósu með því að blanda þróunarverkefnum undir leiðsögn Sveins Ólafssonar sem verður starfsmaður hátækni- setursins ásamt því að sinna samhliða verkefnum við Raunvísindadeild Hl. Á næstu vikum er stefnt að því að ráða annan starfsmann við Hátæknisetrið sem hefúr það hlutverk að vinna með forsvarsmönnum setursins að uppbyggingu og kynningar- saman ólífuolíu og salti. Hellið síðan smá salatsósu yfir hvern disk. Kryddið með svörtum pipar og berið fram. Kjúklingabringur með Mozzarella ogsveppum 4 kjúklingabringur 1 stk. KS Mozzarella kúlur 400 gr. sveppir, niðurskornir 2 msk. hveiti 3 msk. smjör Salt og pipar Veltið kjúklingabringunum upp úr hveitinu. Hitið smjör á pönnu. Steikið kjúklinginn í 4 til 6 mín. á hvorri hlið, eða þar til kjötið er steikt í gegn. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og kryddið eftir smekk. Bætið smjöri á pönnuna og steikið sveppina þar til þeir eru meyrir. Setjið sveppi ofan ákjúklinginn og síðan Mozzarella sneiðar ofan á. Setjið afganginn af sveppunum meðfram kjúklingnum. Hitið í ofúi þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax. Gott er að bera fram pasta eða hrísgrjón með. starfi Hátækniseturs á Sauð- árkróki. Gottstart Stofnun Hátæknisetursins hefur fengið góðar undirtektir. Um það ríkir sterk samstaða hér heimafýrir. Alþingi veitir Hátæknisetri á Sauðárkróki stuðning á fjárlögum þessa árs kr. 4 miljónir sem er mikil viðurkenning á verkefninu. Vilji er fýrir því að sveitarfélagið leggi fjármuni í setrið og stefnt er að því að tryggja há- tæknisetrinu fjárhagsgrundvöll til lengri tíma með þáttöku sveitarfélagsins. Á næstu mánuðum verður unnið að því að afla víðtækari stuðnings og fjárframlaga til starfsemi hátæknisetursins. Starfsemi hátæknisetursins er ekki síst ætlað að stuðla að því að ungt fólk á seinni hluta námi sínu í framhaldsskóla eða háskóla geti komið heim og stundað rannsóknir og þróunarvinnu sem síðar meir geti orðið sproti að nýjum fýrirtækjumoghátæknistörfúm í Skagafirði. Bjarni Jónsson ítalskt pastasalat 2 pkn. KS Mozzarella kúlur 200 gr. afblönduðu salati 2gulrætur 2 selleri stönglar 50 gr. kirsuberjatómatar (cherry tomatoes) 4 harðsoðin egg Salatsósa: 8 msk. Extra Virgin ólifuolia 6 msk. balsamik edik 1 tsk. miltsinnep 2tsk. basillauf, gróftskorin Saltog nýmalaður svartur pipar Skolið og þerri allt grænmetið. Skerið sellerí stönglana í sneiðar og tómatana í báta. Skerið gulræturnar í lengjur og eggin í báta. Skerið Mozzarella ostinn í bita. Blandið öllu saman í salatskál, kryúdir eftir smekk, og hellið svo salatsósunni yfir. Berið fram strax, t.d. með nýju brauði. Góðar kveðjur frá Jóni Dan. Feykir hefur fengið Jón Daníel á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. gomsæ hfóxjcýní/Vcuv molar Hljómsveitin SPOR varð í öðru sæti í hljórnsveitarkeppni Laugardaginn 21. janúar keppti hljómsveitin “SPOR” frá Skagaströnd í árlegri hljómsveitarkeppni, Allra veðra von, í Vestmanna- eyjum. Skemmst er frá því að segja að Skagstrendingarnir ungu stóðu sig frábærlega og urðu í öðru sæti af þrettán hljómsveitum í keppninni. Verðlaunin eru að spila á “Þjóðhátíð 2006”. Hljómsveitina “SPOR” skipa fjórir ungir menn, Almar söngvari, Ómar gítarleikari, Sævar trommuleikari og yngsti meðlimurinn er Kristján bassaleikari. Hljómsveitin spilar svokallað “Heavy Metal” rokk og hefur verið iðin við að semja lög. Heimild: skagastrond.is Nýr þjónustubíll keyptur Á síðasta fundi stjórnar Brunavarna A.-Húnavatns- sýslu var farið yfir drög að áætlun ársins 2006. Að sögn Andrésar Leifssonar slökkviliðsstjóra urðu tölu- verðar umræður á fundinum um fjárhagsáætlunina en í henni er gert ráð fýrir kaupum á nýjum þjónustubíl, sem Andrés segir að sé eðlileg endurnýjun. Þjónustubíllinn er notaður í eldvarnaeftirlit og aðra þjónustu fýrir slökkviliðið. Andrés segir að slökkviliðið sé skipað 18 mönnum sem hægt er að kalla til ef þörf krefur en kjarni liðsins er 12 til 14 menn. Andrés slökkviliðsstjóri er sá eini sem er fastráðinn hjá slökkviliðinu. Góð árshátíð Nemendur í eldri bekkjum Varmahlíðarskóla héldu árshátíð sína í Miðgarði sl. fimmtudagskvöld. Hátíð- arhöld tókust vel og að öðrum atriðum ólöstuðum var uppfærsla á Rauðu Myllunni í umsjón Loga Vígþórssonar hápunktur kvöldsins. Það voru nemendur 7. - 10. bekkja sem sáu um flutning ýmissa skemmtiatriða en að því loknu voru boðnar kaffiveitingar í matsal skólans og endaði kvöldið á vel heppnuðum dansleik með Hljómsveit Geirmundar í Miðgarði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.