Feykir


Feykir - 04.10.2006, Qupperneq 2

Feykir - 04.10.2006, Qupperneq 2
2 Feykir 36/2006 Frá keppni Skákfélags Sauðárkróks og Skákfélags Akureyrar sem fram fór um síðustu helgi. Mynd: Ul Meðan þorri héraðsbúa eltu hross í Laufskálarétt atti Skákfélag Sauðárkróks kappi við félaga úr Skákfélagi Akureyrar. Tefldar voru atskákir á 9 borðum, alls 5 umferðir. Úrslit urðu þau að Skagfirðingar unnu góðan sigur, fengu 28 vinninga gegn 17 vinningum Akureyringa, en þess ber þó að geta að Akureyringar sendu ekki sitt sterkasta lið til keppni. Næsta verkefni Skákfélags Sauðárkróks er þátttaka í Islandsmóti skáklélaga síðar í mánuðinum. Félagið stendur einnig fyrir vikulegum æfingum í Safnahúsinu á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og eru allir velkomnir sem mannganginn kunna á annað borð. Leiðari Lífríki hafsins Undanfarin úr hafa komið í Ijós stórfelldar breytingar á lífríki hafsins, sem raktar eru til hlýnunar sjávar. Meðal sýnilegra afleiðinga er stórfelld fœkkun sjávarfugla. Röskun á lífríki hafsins vegna stórfelldra gróðurhúsaáhrifa er brýnt rannsóknarefni. íslendingar eiga að hafa frumkvœði að slíkum rannsóknum ogberjastfyrireflinguþeirra á alþjóða vettvangi. Árni Gunnarsson Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgcfandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðérkráki Blaðstjorn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Btaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Sími 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöiuverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Skákfélag Sauðárkróks Fleira gert en að elta hross í Skagafirði Hvammstangi Spaiisjóðurinn flytur í stærra húsnæði Frá opnunarhófi Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Á myndinni eru: Halldór Sigfússon, Pétur Danielsson. Vinstra megin lengra frá eru Guðmundur St. Sigurðsson og Páll Sigurðsson, Elinborg Sigurgeirsdóttir og Sveinn Sveinsson. Sparisjóður Húnaþings og Stranda hefurflutt í nýja og glæsilega starfsstöð að Höfðabraut 6 á Hvamms- tanga. Húsnæði sjóðsins stækkar úr 200 fermetrum í 600 fermetra og skapar honum ýmis ný tækifæri. í hinum nýju húsakynnum er m.a. salur með fúllkomnum fjarfundarbúnaði, sem mun nýtast starfsfólki við fræðslu og námskeið fyrir viðskiptavini. Sparisjóður Húnaþings og Stranda hefur hafið formlegt samstarf við Sparisjóð Strandamanna og Sparisjóð Vestfirðinga um ráðningu ráðgjafa, sem er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og mun fjarfundabúnaðurinn m.a. nýtast við störf ráðgjafans. Húsnæðið á Höfðabraut 6 keypti Sparisjóðurinn árið 2005 af Kaupfélagi V- Húnvetninga, en þar hafði verið rekin byggingarvöru- verslun Kaupfélagsins og áður Verslun Sigurðar Pálmasonar. Ellefu starfsmenn vinna við Sparisjóðinn, þar af einn í útibúi á Borðeyri við Hrúta- fjörð. Innlán árið 2005 voru 2 , 7 milljarður og afkoma jákvæð um 226,8 milljónir króna. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var afkoman hagstæð urn 172 milljónir eftir skatta. Spari- sjóðurinn, er eina bankastofn- un héraðsins en hann yfirtók innlánsdeild KVH á liðnu ári. Þá tók Sparisjóðurinn við umboði TM á Hvammstanga í vor og eru áform eru aukna þjónustu á þ\á sviði í fram- tíðinni. Hólaskóli Nemendur í Sjávamtveqs- skóla SÞ í námsferð á Hólum Hér sést hópurinn allur ásamt Helga Thorarensen deildarstjóra sem hélt utan um námskeiðið á Hólum, Ólafur Sigurgeirsson kennari er þarna lika og Skúli Skúlason rektor. Með nemendahópnum eru Tumi Tómasson forstöðumaður og PórÁsgeirs- son aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskólans. Hópurtuttugu nemenda ásamt kennurum hjá Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna kom nýlega í heimsókn til Hólaskóla. Óhætt er að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir langt að komnir gestir heimsótt Skagafjörð, enda rak Skagfirðinga í rogastans sem urðu á vegi þeirra. Nemendurnir voru frá 14 þjóðlöndum, flestir frá Afríku og Suðaustur-Asíu. Þeir sem koma lengst að eru frá Suður- Kyrrahafseyjum, hinum megin af hnettinum. Nemendurnir komu nánar tiltekið frá eftirfarandi löndum: Kína, Malasíu, Sri Lanka, Iran, Marisius, Kenya, Úganda, Tansaníu, Suður-Affíku, Nanribíu, Grænhöfðaeyjum, Kúbu, Tonga og Vanuatu. Hópurinn gisti á Hólurn í t\'ær nætur og hélt svo áfram til Akureyrar. Tilgangur ferðarinnar er að læra um fiskeldi við Hólaskóla. Nemendurnir hlýddu á fyrirlestra hjá Ólafi Sigurgeirs- syni kennara við Hólaskóla. Einnig sýndi og kynnti Einar Svavarsson kynbætur á bleikju og nemendur skoðuðu fisk- eldisstöðvar. Ráðgert er að þessar heimsóknir verði árlegur viðburður í framtíðinni. Einnig er áætlað að á næsta ári verði nokkrir nemendur ffá Sjávarútvegsskólanum í allt að mánuð á Hólum og vinna að lokaverkefnum. Auk þess að læra um fiskeldi kynnast gestirnir landi og þjóð. Hópurinn skoðaði m.a. nýja fjósið á Hlíðarenda þar sem vel var tekið á móti þeim og voru þeir afar hrifitir af aðstöðunni. Einnig fylgdust nemendur með verklegri kennslu í reiðmennsku og tamningum á Hólunt.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.