Feykir


Feykir - 04.10.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 04.10.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 36/2006 Söguleg mynd. Á Arnarstapa 1927-1932? Taflfélag Sauðárkróks. Óvist er hver tók myndina. Fremri röð frá vinstri: Málfreð Friðriksson (Malli skó), Pálmi Sighvatsson eldri á Stöðinni, Valgarð Blöndal, Hreggviður Ágústsson, Þorsteinn Björnsson, Sigurður P. Jónsson (Siggi í Drangey) framar og Kristján C. Magnússon aftar. Aftari röð: Ingvar Magnús- son, Svavar Guðmundsson, Hólmar Magnússon, Snæbjörn Sigurgeirsson bakari og skákfrömuður í nærri tvo áratugi, Maron Sigurðsson frækinn sigmaður i Drangey og tefldi I áratugi m.a. lengi við Ingu Ingólfs. sem ernýlátin, Stefán Jóhannesson skósmiður sem byggði m.a. Bláfell við Skagfirðingabraut og verslaði þar með Lárusi Blöndal, og loks Gunnar Einarsson refaskytta sem kenndur var við Bergskála á Skaga. Gunnar bjó á þessum árum á Króknum. Aftur í liðna tíð XVIII - Hörður Ingimarsson skrifar Taflfélag Sauðárkróks á Amarstapa Þegar haustar fer fyrir mannfólkinu eins og gróðrinum, það þarf að búa sig undir veturinn. Eldri borgarar syngja á miðvikudögum, kyrrðarstundir eru í kirkjunni vikulega. Sumir spila bridge, aðrir tefla og alls konar klúbbastarfsemi eflist að mun. íþróttahúsin eru þéttsetin og margir horfa fram á veturinn er yndisstundir á skíðunum hefjast í vesturhlíðum „Stólsins". Allt er þetta rafdrifið, baðað endalausum ljósum og birtu, svo sjálfgefið að ekki hvarflar að nokkrum manni að þetta hafi ekki verið svona alla tíð. En förum eins og sjötíu og fimm ár aftur í tímann. Þá var skammdegið lengra og ekki rafljósum fyrir að fara fyrr en langt var komið franr á miðja síðustu öld. I>að voru kertaljós á borðum og steinolíu- lamparnir sem lýstu upp skammdegið. Það var svo fyrir jólin 1922 að rafinagn til ljósa var komið í nokkur hús á Króknum og var Isleifur Gísla- son meðal þeirra fyrstu sem það fékk í híbýli sín og verslun. Það var þá sem ísleifur laumaðist í raffnagnsrofann og sagði yfir viðstadda „Verði ljós” og það varð ljós og sumum fannst Isleifur nálgast að vera almættið í allri sinni dýrð enda hafði nú Isleifur það útlit með sér a.m.k. á efri árum. Rafmagnið var framleitt í upphafi með lítilli vél sem gekk fýrir steinolíu og mun hafa verið á bilinu 7-12 hestöfl. Reykvíkingar fengu rafmagn ffá Elliðaánum 1921. Sauðár- virkjun tók til starfa 1. desember 1933 og 220V rafntagn kom á Krókinn með Gönguskarðs- árvirkjun í desember 1949 sem leiddi af sér gjörbyltingu á öllu mannlífi. Hugsaðu þér lesandi minn að setjast að tafli og spilum við kertaljós eða 10 línu lampa árin eftir 1915. Nú má ekki falla skuggi af biskupi á skákborði svo ekki verði athugasemd. Því er þetta rifjað upp með tímana tvenna að á liðnu vori barst mynd ffá þessunr tímum fýrir 75 árum í mínar hendur sem hafði verið í eigu Stefáns Jóhannessonar sem í daglegu tali var kallaður „Stebbi skó”. Stefán var mikill áhugamaður um skákíþróttina og lengi í forystunni og sleipur í taflinu. Á efri árum Stefáns urðu fleyg átök hans og vinar hans Árna Hansen við skákborðið, en báðir undu því illa að tapa og Stefáni sýnu verr og grunnt var á stríðninni hjá Árna. Stefán Jóhannesson er einn þeirra er undirrituðu lög um Taflfélag Skagafjarðar 1924. Hann var þá 32 ára gamall. Hann var langt ffam eftir ævi sinni í forystunni í skáklífinu og tók m.a. þátt í símskákum sem tefldar voru eftir að símstöðv- arnar lokuðu. Teflt var við Akureyringa, Siglfirðinga, Blönduósinga og Hólmvíkinga og e.t.v. fleiri. Kaupfélagið lánaði húsnæði sitt í Uppsölum þar sem voru skrifstofur en húsið hefur í áratugi gengið undir nafninu Grána. Teflt var framá nætur og stundum framundir morgun en öllu varð að vera lokið er símstöðvarnar opnuðu að morgni. Árið 1927 breyttist heiti félagsins í Taflfélag Sauðárkróks og hélt því nafni til ársins 1933 er það breyttist í Skákfélag Sauðárkróks og hefur verið við lýði allar götur síðan, mis lífmikið, hefur risið og hnigið í gegnum tíðina. Áföllin í des- ember 1935 er þrír félagar úr Skákfélagi Sauðárkróks; þeir Sveinn Þor\>aldsson, Magnús Hálfdánarson og Bjarni Sigurðsson, drukknuðu, setti langvarandi svip á skáklífið, en öll él birtir upp um síðir. Upphafið að Skákfélagi Sauðárkróks er komið frá frum- kvöðlum í U.M.F. Tindastóli frá því í mars 1914. Þar var fremstur í flokki Jón Pálmi ljósmyndari, sem síðar varð landílótta vegna peningaföls- unarmálsins sem m.a. hefur verið skrifað um í Skagfirð- ingabók 1993, 22. hefti. Jón Pálmi var mikill félagsmála- frömuður og sömu gerðar var Snæbjörn Sigurgeirsson bakara- meistari sem tlutti árið 1913 á Krókinn og bjó þar til dauða- dags. Snæbjörn var kosinn í undirbúningsnefhdina í stað Jóns Daníelssonar sem flutti úr bænum og Taflfélag Tindastóls var stofnað 31. janúar 1915. F)Tsti formaðurinn var Friðrik Jónsson skósmiður sem fórst í sigi í Drangey 30. maí 1924. Faðir Malla skó en margir af þeirri ætt voru snjallir skák- menn, m.a. Friðrik Ólafsson stórmeistari. Á þessum fýrstu árum bar Snæbjörn bakari höfuð og herð- ar yfir aðra í skáklistinni ásamt Friðriki sigmanni og Haraldi Björnssyni leikara frá Veðra- móti og margir voru liðsterkir. Á myndinni sem birt er með þessum línum stendur „Tafl- félag Sauðárkróks statt á Arnar- stapa á Vatnsskarði”. Þar er nú minnismerkið um Stefán G. sem þjóðþekkt er. Myndin er tekin á árunum 1927-1932, en dánardægur Snæbjarnar bakara er 3. desember 1932, en Snæ- björn er auðþekktur á mynd- inni. Frá því er sagt að veturinn 1929-1930 og raunar alveg til ársloka 1931 hafi félagið verið í dvala. Mestar líkur eru því þær að myndin hafi verið tekin 1927, 1928, vorið 1929 eða að vori 1932. Allar heimildir skortir um ferðir félaganna í Taflfélaginu, en þær kunna að leynast ein- hverstaðar og væru vel þegnar til skáksögunnar. Kristján C. Magnússon var í stjórn félags- ins árið 1927 en löngum fýlgdu honum myndavélar. Athygli vekur að lang snjallasti skákmaðurinn í félag- inu, Sveinn Þor\>aldsson, er ekki á myndinni. Hann tefldi á Skákþingi Islendinga 1927 og varð í 5. sæti með 51/2 vinning, gerði nr.a. jafhtefli við Eggert Gilfer sem varð Islandsmeistari. Þá er l'oivaldur faðir Sveins ekki á myndinni né heldur Friðrik Hansen en þeir tefldu mikið á þessum árum. Það verður því að vera óleyst gáta enn um sinn á hvaða ferðalagi Taflfélag Sauðárkróks var, er myndin er tekin á Arnarstapanum. En eitt er víst að þessi mynd er áreiðanlega sú fýrsta sem tekin er í skákferða- lagi í Skagafirði og þó víðar væri leitað. Margir komu að þeirri vinnu að þekkja mennina á myndinni og staðfestingar var leitað hjá all mörgum. Sesselja Hannesdóttir (Lilla Malla) átti gamlar myndir af Ing\>ari og Hólmari Magnús- sonum sem ekki voru auðþekkt- ir. Erlendur Hansen lagði mál- inu lið svo og Pálmi Sigurðsson, Guðrún Snorradóttir o.fl. Hregg\'iður Ágústsson er á myndinni en þó ekki fullkomin vissa um það. Hreggviður fórst nreð Glitfaxa í ársbyrjun 1951. Ágúst Hregg\'iðsson faðir Hregg\'iðs var lengi tengdur skáklífinu og hefúr vafalaust kennt syni sínum listina. Hreggviður var fæddur 1916 og gæti að myndinni að dæma verið 16 ára gamall en þá er myndin tekin vorið 1932. Ef einhver telur sig vita betur um þá sem sagðir eru vera á myndinni er það vel þegið til skoðunar. Allar þessar kempur sem á myndinni eru hefðu tæpast trúað að Arnarstapinn vrði þekktasta kennileytið í Skaga- firði með minnismerkinu um Stefán G, þjóðskáldið góða, þó „Stapinn” hafi verið í þjóðbraut um aldir. Hörðnr Ingimarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.