Feykir


Feykir - 28.02.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 28.02.2007, Blaðsíða 5
09/2007 Feyklr 5 íþróttafréttir Tindastóll - Snæfell 72-103 Lélegt í Síkinu Snæfell valtaði yfir lið Tindastóls í Síkinu á sunnudagskvöldið. Gestirnir spiluðu sterka vörn og voru Tindastólsmenn ókátir með framgöngu dómaranna í leiknum. Síðari hálfleikur var hálfgert djók og nánast eins og að horfa á leiðinlega haustæfingu. Lokatölur urðu 72-103. Strax í byrjun leiks var ljóst hvert stefndi. Stólarnir réðu ekki við vörn Snæfellinga og sóknir gestanna rúlluðu miklu betur en hjá heimamönnum. Tindastólsmenn byrjuðu strax að tuða í dómurum leiksins en heimamönnum - leikmönnum sem og áhorfendum - fannst gestirnir komast upp með hluti sem heimamenn fengu aftur á móti villur fyrir. Að loknum fyrsta leikhluta var munurinn 15 stig, 12-27 fyrir Snæfell. Gulli og Helgi Rafn komu með talsvert magn af baráttu í lið Tindastóls í öðrum leikhluta og náðu að smita út frá sér. Stólarnir náðu að minnka muninn í níu stig og staðan 37-46 í hálfleik. Snæfell byrjaði þriðja leikhluta vel og voru strax komnir með vænlega stöðu. Nú fóru dómararnir að fara verulega í taugar heimamanna og lá við að heimamenn kvörtuðu í hverri sókn en fengu litla samúð þeirra gráu. Leikmenn Snæfells fóru létt með að setja Tindastólsmenn út af laginu og voru litlir kærleikar með leikmönnum. Isak fékk sína fimrntu villu um miðjan þriðja leikhluta og Helgi Rafn fauk út af í upphafi fjórða leikhluta. Þegar upp var staðið sigruðu Snæfellingar með 31 stigs mun, 72-103. Tindastólsmenn virtust hreinlega ekki klárir í slaginn, liðið spilaði illa, hittni var slök og skapið vont. Larnar Karim var einhverra hluta vegna ekki sjálfum sér líkur og liðið spil- aði hreinlega betri körfubolta þegar hann sat á bekknum. Vujcic gekk afleitlega og þegar Zeko er farinn að klikka á vítum þá er eitthvað að. Lið Snæfells er sterkt og voru leikmenn liðsins að spila vel með Sigurð Þorvalds í broddi fylkingar. Já, þetta var alveg hund- leiðinlegur leikur og svekkjandi og sennilega margir sem vilja kenna dómurunum um það. Þó er rétt að benda á að stuðningsmenn Tindastóls verða að passa sig á því að fara ekki yfir strikið í hrópum og köllum á dómarana því það verður að teljast ólíklegt að Stólarnir hagnist á því að dómarar séu kallaðir öllum illum nöfnum. Betra er að beina orkunni í að hvetja sitt lið og á það einnig við um leikmenn; það er skynsamlegra að nýta kraftana í leikinn en röfl og tuð. Nú er bara að gleyma þessum ósköpum og einbeita sér að næsta leik sem er í Keflavík. Stig rmdastóls: Zeko 23, Svabbi 15, Karim 13, Guili 10, Vujcic 5, Helgi Rafn 4, Ingvi 2 og ísak 1. ( TIPPLEIKUR FEYKIS ) Halldór Halldórsson mætir Magnúsi Helgasyni Halldór v Maggi Enn og aftur hafði Halldór betur gegn andstæðingi sínum ÍTippleik Feykis. Nú lagði hann Guðmund Guðmundsson hjá Byggðastofnun og Guðmundur valdi sér vitaskuld varamann sem starfar hjá sömu stofnun en Magnús Helgason forstöðumaður Rekstrarsviðs Byggðastofnunar hyggst reyna að snúa þessum taprekstri við sem verið hefur viðloðandi tipp þeirra Byggðastofnunarmanna síðustu vikur. Maggi heldur með Liverpool en kýs að gera Hjalta Árnason Arsenal-mann og lögfræðing Byggðastofnunar að varamanni sínum. LEIKVIKA 9 1. Man City - Wigan 2. Arsenal - Reading 3. Fulham - Aston Villa 4. Newcastle - Middlesbro 5. Portsmouth - Chelsea 6. Sheff Utd - Everton 7. Watford - Charlton 8. Burnley - Crystal Palace 9. Ipswich - QPR 10. Leeds - Sheff Wed 11. Luton - Wolves 12. Plymouth - Stoke 13. WBA - Sunderland Fjölliðamót í körfu var haldið íSíkinu um helgina Góður árangur hjá Tindastólsstrákum Fjollióamót i A riðli 9. flokks karla i korfuknattleik var haldiö í Síkinu um helgina. Fimm lið eru í riðlinum sem er geysisterkur og gaman að fylgjast með baráttuhug strákanna. Lið Fjölnis vann öruggan sigur á mótinu en Fjölnis- strákarnir hafa verið nánast ósigrandi síðustu ár. Strákarnir okkar úr Tindastól stóðu sig með mikilli prýði og náðu öðru sæti riðilsins. Eru samkvæmt því annað besta körfuboltalið landsins í sínum aldursflokki. Til hamingju með það strákar. Úrslitin á mótinu voru eftirfarandi: Laugardagur 24. feb.: Tindastóll - Fjölnir 51-70 UMFN-Haukar 40-24 KFÍ-Fjölnir 56-100 Tindastóll - Haukar 45-39 UMFN - KFÍ 61-46 Haukar - Fjölnir 54-83 ikadH t 'v M — j Strákarnir i Tindastól ásamt þjálfara sínum Kára Maríssyni. Alex Sigurbjörnsson féll fyrir þessari frumlegu klippingu á HM i handbolta en varð sjálfur að greiða fyrir hana þvi foreldrar hans voru ekki eins hrifnir. Sunnudagur 25. feb.: Tindastóll - KFÍ 70-44 UMFN - Fjölnir 45-51 KFÍ - Haukar 72-87 UMFN -Tindastóll 34-55 Staðan: 1. Fjölnir 8 stig 2. Tindastóll 6 stig 3. UMFN 4 stig 4. Haukar 2 stig 5. KFÍ 0 stig. Þetta var síðasta fjölliðamót vetrarins og hafa strákarnir því tryggt sig áfram í a-riðii. Grindavík - Tindastóll 109-99 Spenna i Grindavík Tindastóll lék við Grindvíkinga í lceland Express-deildinni i sl. fimmtudagskvöld og var spilað í Grindavík. Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á um að hafa forystu. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af fjórða leikhluta var staðan jöfii 95-95 en þá náðu heimamenn í Grindavík góðum kafla og á sama tíma voru Stólarnir ósáttir við dómgæsluna. Lokatölur urðu 109-99. I ffásögn Víkurffétta af leiknum kemur fram að Stólarnir hafi verið sprækir og þetta hafi verið besta ffammistaða liðsins á Suðurnesjum í deildinni í vetur. Leikurinn var sem fyrr segir fjörugur og baráttan í fyrirrúmi og þurftu tveir leikmenn að fara í sturtu með fyrra fallinu, þeir Helgi Rafn Viggósson í liði Tindastóls og Davíð Hermannsson Grindvíkingur. Stig Tindastóls: Karim 21, Zeko 19, Svabbi 15, ísak 11, Vujcic 11, Gulli 8 og Helgi Rafn 8.. 'SAUÐÁRKRÓKUR SKAGASTRÖNDr BLÖNDUÓS, HVAMMSTANGU Á IAKUREYRI iREYKJAVÍK VÖRUM IÐLUNf Af9reiðslur 1 Reykjavik og Akureyri; Flytjandi og Landflutningar/Samskio

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.