Feykir


Feykir - 18.04.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 18.04.2007, Blaðsíða 7
15/2007 Feykir ~7 Grímur heitinn var nákvæmur í öllum sínum vinnubrögðum Ji Uppi á skáp á heimili Gríms erað finna safn sem inniheldur allar þær fréttir sem hann hafði í gegnum tiðina sent frá sér. Fyrsta fréttin var handskrifuð i anda þess tíma. Grímur var duglegur að kynna sér allar tækninýungar og með timanum tileinkaði hann sér að vinna allar fréttir i tölvu. Vinnuhorn Gríms heitins, en þarna vann hann allar sínar fréttir. lesa í skýin og spá þannig til um veðrið. Þessari list kom hann áíram til komandi kynslóða og kenndi barnabörnum sínum að lesa í skýin. I kringum níræðisafmæli Gríms var hann gerður að heiðursborgara Blönduósbæjar. Þau Gísli og Halla segja að nafnbótin hafi komið flatt upp á gamla manninn; -Þetta kom honum á óvart og honum þótti þetta svolítið pjatt en honum þótti vænt um það samt. Síungur og nýungagjarn Grímur var íslenskur karl- maður, karlmaður af garnla skólanum, og ffaman af ævi sinni kom hann ekki í eldhúsið í öðrum tilgangi en til þess að snæða mat sinn. -Ég man að ef mamma var ekki heirna að þá sáu systur mínar um matseldina á meðan. Það var ekki fýrr en hann var korninn á áttræðisaldurinn og heilsa mömmu fór að bila að hann tók til við að læra að elda. Og þá lærði hann það heilshugar og af alúð. Mamma var þá heima og hún kunni til verka, þó hún gæti ekki og afþví lærði pabbi, segir Gísli og Halla tekur við. -Hann vildi alltaf hafa hlutina heila og hreina og inaður átti ekki að sækja í burtu það sem maður gat gert heima. Honuin fannst nútíma heimilisrekstur litast of rnikið af því að allir hlutir væru keyptir úr búð. Hann hafði áhyggjur af því að þriðja kynslóðin, barnabörnin, myndu ekki læra að taka slátur eða sauma sinn fatnað heima, hvað þá að gera við. Það þótti honum miður. Ég man ekki betur að hann hafi sjálfur tekið þátt í að gera slátur á Garðabyggðinni eftir að hann varð þar einn, riíjar Halla upp. Eldamennskan var ekki það eina sem Grímur heitinn tók upp á sínurn effi árum. Hann tamdi sér notkun farsíma auk þess sem hann tölvuvæddist. Var það væðing sem þau Gísli og Halla segja að hafi til þess að byrja með tekið á þolinmæði barnabarnanna. Uppi á vegg við hlið tölvu hans hangir rniði með útskýringum á helstu aðgerðum tölvunnar. Síðustu ár notaðist Grímur við tölvupóst þegar hann sendi frá sér efni. Þá lagði Grímur mikið upp úr því að skilja tækninýungar. -Bloggið var eitthvað sem hann þurfti að fá nákvæma lýsingu á hvað væri. Eftir að hafa fengið útskýringu á fýrirbærinu skoðaði hann þetta og gaf upp þann dóm að rneiri parturinn af þessu væri kjaftæði. Minningin lifír Lífsvilji og gleði fylgdi Grími fram á síðasta dag og í fýrravetur náði hann að fara á fjögur þorrablót, þar var hann hrókur alls fagnaðar, söng og dansaði og fór helst ekki úr húsi fýrr en allir hinir voru örugglega farnir heim. Þá var hann vinsæll heim að sækja og barnabörnin og barnabarnabörnin, eða afkomendurnir, eins og hann kaus að kalla þau, fóru ekki framhjá án þess að kíkja í heimsókn hjá afa. Hangikjöt, uppstúf, harðfiskur og annað slíkt góðgæti var á borðum. Grímur var jú fyrst og síðast ættarhöfðingi. Eins og áður sagði greindist Grímur með lungna- krabbamein í haust sem leið. -Pabbi hafði það sem lífsmottó að taka því sem að höndum bæri, segir Gísli. -Og þannig tók hann einnig á þessum veikindum sínum. Hann fór suður í geislameðferð í sex vikur en að öðru leyti var hann heima þar til síðustu tvær vikurnar. Við, afkomendurnir, skiptumst á að sitja yfir honum og erurn þakklát f)TÍr að hafa fengið þetta tækifæri til þess að vera með honum síðustu stundirnar. Sjálfur hef ég verið svolítið í félagsmálum og þá aðallega í kringum bændasamtökin. Þar var ég oft spurður hvort ég væri sonur Gríms Gíslasonar og því gat ég aldrei annað en játað með stolti. Næsta spurning var gjarnan hversu gamall hann væri orðinn og margir hristu höfuðið í forundran þegar þeir heyrðu hans rétta aldur. Grímur andaðist að loknu löngu dagsverki þann 31. mars síðast liðinn umvafmn sínum nánustu aðstandendum. Það færðist yfir hann ffiður og kyrrð síðustu dagana og barnabörnin eru sannfærð um að nú dvelji hann með önunu Sellu. Á heimili hans ríkir nú kyrrðin ein. Ljósin eru slökkt utan ljós sem logað hefur í sjö ár eða allt ffá andláti Sesselju. Það ljós logar nú þeim báðurn til heiðurs. Útför Gríms fór ffam í Blönduóskirkju þann 10. apríl. Yfir kistunni frumflutti kór eldri borgara lag eftir Kristófer Kristjánsson við ljóð Gríms. Einnig var flutt ljóð eftir Jakob á Hóli, dótturson Gríms og sungið var lag eftir Sesselju, dótturdóttur Gríms. Við kistuna stóð bæjarstjórn Blönduóss heiðursvörð. Félagar hans úr hestamannafélaginu Neista stóðu heiðursvörð við kirkjudyr fýmir athöfn og fóru síðan á undan líkfylgd ffá kirkju á fimm rauðum hesturn, en sá litur var hans uppáhald. Að athöfh lokinni bauð bæjarstjórn Blönduóss til erfis. Grímur var aldrei mikið fý'rir kökur og alls ekki ef þær voru ekki heimagerðar. I hans anda var því boðið upp á hangikjöt og uppstúf í erfiveislu hans. Við látum orð barnabarna hans vera lokaorðin. Grírnur Gíslason talar ekki aftur frá Blönduósi, en minningin lifir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.