Feykir


Feykir - 29.11.2007, Blaðsíða 16

Feykir - 29.11.2007, Blaðsíða 16
16 Feykir í heimsókn í Café Krútt á Blönduósi Besta enska ávaxtakaka utan Englands Guðmundur Paul Jonsson, bakarameistari a Cafe Krutt a Blönduósi og Brynjar Þór Guömundsson, bakari við sama bakarí standa sveittir þessa dagana við undirbúning jolanna. Feyki la forvitni a a< uppáhalds jólakaka. Guðmundur, hefur verið bakari í 38 ár og er á hringferð um landið eins og hann orðar það sjálfur. Byrjaði á Selfossi fór þaðan til Reykjavíkur og síðan á Egilsstaði og Ioks á Blönduós, en hingað kom hann fyrir níu árum. Aðspurður segir Guð- mundur að menningin í kringunr bakaríið hafi breyst nrikið. Fyrstu ár hans sem vita hver væri þeirra bakari hafi lítið sent ekkert verið bakað í bakaríum fyrir jólin heldur nánast allt í heimahúsum. Nenra kannski í Reykjavík. í dag sé hins vegar mikil aukning á því að fólk sæki kökurnar í bakaríið. -Ég er með minnsta kosti þrjár tegundir sem hafa fylgt mér allan tíman, það er spesíur, gyðingar og piparkökur, síðan hafa aðrar sortir bæst við. Við bjóðum síðan upp á þetta blandað í boxum. En heima við, bakar þú eitthvað þar? -Nei, og einfaldlega vegna þess að það hefur verið of mikið að gera til þess að finna tíma til þess. Mig hefur oft Iangað en aldrei orðið neitt úr því. Þegar Guðmundur vann sem bakari á Egilsstöðum byrjaði hann að bjóða upp á smákökur fyrir sykursjúka og nú þetta 15-20 árum síðar er enn sama fólkið og í upphafi að hringja til hans fyrir jólin og panta þessar kökur. Eins er enska ávaxtakakan hans gríðarlega vinsæl og segir Guðmundur sjálfur að hún sé besta enska ávaxtakakan sem bökuð er utan Englands. Fæddur með KÖKUKEFLIÐ Brynjar Þór, sonur Guðmundar hefur unnið sem bakari að fullum krafti frá árinu 2002 og þar áður surnar og sumar frá árinu 1999. Brynjar Þór segir sjálfur að hann sé nánast fæddur með kökukeflið og sem fimm ára gutti byrjaði hann daginn í bakaríinu áður en hann fór í leikskölann. -Ég er nú ekki með miklar nýjungar í smákökugerð og vinn meira í brauðunr og rúnstykkjum og þess sem ég hef aðeins reynt að fikra mig áfram í kökugerð, segir Brynjar Þór. Ertu jólabarn? -Nei, ekki þannig, ég held að jólin gleymist svolítið hjá mér í stressinu í bakaríinu segir Brynjar en Guðmundur á annað svar við þessari spurningu. -Ég er mikið jólabarn og bíð alltaf spennur eftir þessari árstíð. Aðspurður segjast þeir feðgar ekki gera upp á milli tegunda þegar smákökur eru annars vegar og segjast grípa það sem Ein gömul og góð þótti sú alfínasta á íslandi fyrir 50 - 100 árum síðan. 500 gr. flórsykur 500 gr. smjör 500 gr. hveiti Ameretti - ábætiskökur 300 gr. möndlur 250 gr. sykur 3 eggjahvítur Örlítið salt 1 tsk. sítrónusafi 2 cl. möndlulíkjör 25 gr. rifið súkkulaði 1 msk. hveiti Möndlurnar eru afhýddar og þurrkaðar í ofnu í ca. 10 mín. við 180°. Möndlurnar eru malaðar og blandað saman við helminginn af sykrinum. Eggjahvítur, sítróna og salt þeytt stíft saman og hendi sé næst. Engu að síður var hægt að fá þá til þess að deila með lesendum Feykis tveimur smákökuuppskriftum. Smjörið brætt og kælt vel, vatninu hellt af, fleytt, allt hnoðað saman og látið deigið standa. Flatt út ca. 1 cm. á þykkt og stungið út. Bakað í ca. 10 mín. við 190° hita miðjum ofni. afgangi af sykri blandað smá saman við. Þeytt áfram þar til sykurinn hefur blandast vel saman, líkjörnum og loks möndlumassanum blandað hægt út í. Deiginu er skipt f tvennt og helmingur af hveiti og súkkulaði sett saman við annan hlutann. Sprautað í toppa með sléttri tjullu á smjörpappír. Flórsykur sigtaður yfir og eins gert við hinn hlutann af deiginu. Bakað við 150°í miðjum ofni í ca. 30 mín. Losið strax af plötunni og flórsykur sigtaður aftur yfir. GEORG JENSEN LIVINC RITZENH0FF menu Sjón er sögu ríkari :: Verið velkomin Aðalgötu 6 - S: 455 5544

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.