Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1945, Blaðsíða 12
10
ÞjóðaratkvæðagreiSsla 1944
að greiða atkvæði bréflega fyrir kjörfund i skrifstofu sýslumanns eða
bæjarfógeta eða hjá hreppstjóra eða um borð í íslenzku skipi, og verður
þá kjörseðillinn að vera kominn á kjörfund áður cn honum er slitið.
Við atkvæðagreiðsluna 1944 var rýmkað töluvert um sltriflega atkvæða-
greiðslu, svo sem skýrt er i'rá á bls. 5. Leyft var að greiða atkvæði er-
lendis hjá íslenzkum sendiherra eða ræðismanni, og heimakjör var leyft
í vissum tilfellum. Atkvæðin urðu ekki heldur ógild, þótt þau kæmu ekki
fram fyrr en eftir kjördag, ef þau voru komin fyrir gildistökuna. Bréf-
leg atkvæði samkvæmt kosningalögunum, sem bárust fyrir lok kjör-
fundar, voru alls við sambáhdslagaatkvæðagreiðsluna, 6 149 eða 8.4% af
öllum greiddum atkvæðum. Til samanburðar má geta þess, að við nokkr-
ar síðustu alþingiskosningar hefur hlutfall þetta verið þannig:
1931 ........... 7.5 % 1937 ............. 12.» %
1933 ........... 9.3— 1942 5. júlí ..... 11.4 —
1934 ........... 7.9— 1942 19. okt...... 6.5 —
Á kjörfundina 1944 bárust álíka mörg bréfleg atkvæði, er menn höfðu
greilt heima hjá sér, eins og bréflegu atlcvæðin vegna fjarveru, eða
(i 188. Á yfirlýsingunum, sem fylgdu heimagreiddu atkvæðunum, átti að
sjást, hverjar væru ástæðurnar til þess, að atkvæði voru greidd þannig.
í töflu III (bls. 20—21) er yfirlit um það. Samkvæmt því voru ástæðurnar
svo sem hér segir:
Karlar Konur Saintals
Sjúkdómar 325 1161 1486
Elli 440 1440 1880
Heimilisannir 171 745 916
Ótilgreint 1370 1906
Samtals 1472 4716 6188
Að ástæðan er ótilgreind í svo mörgum tilfellum, stafar að nokkru
af því, að úr einu kjördæmi komu engar yfirlýsingar, og úr ýmsum öðr-
um komu ekki nærri allar, en aðallega stafar það samt af því, að á ná-
lega fjórðungi yfirlýsinganna er engin ástæða tilgreind. Virðast kjör-
stjórnirnar yfirleitt hafa tekið mjög mjúkum höndum á slíkum vfir-
sjónum.
Loks komu fram 1 355 bréfleg atkvæði eftir kjördag, er gild voru
tekin. Munu flest þeirra hafa verið greidd vegna fjarveru, en þó munu
þar á meðal einnig hafa verið heimagreidd atkvæði. Alls hafa þá bréfleg
atkvæði verið:
Vegna fjarveru, skilaö fyrir kjördag ........... 6149 eða 8.1%
Hciniagreidd atkvæði, skilað fyrir kjördag . 6 188 — 8.0 —
Bréfleg atkvæði, skilað eftir kjördag ...... 1 355 — l.o —
Samtals 13 692 eða 18.s %
Alls hel'ur þannnig framundir fimmtungur þeirra, er tóku þátt í at-
kvæðagreiðslunni, greitt atkvæði bréflega. Þeir skiptust þannig i karla
og konur;