Fréttablað - 01.05.1966, Blaðsíða 2

Fréttablað - 01.05.1966, Blaðsíða 2
3. tbl. bls. 2 lögfræðileg efni vítt og breytt, en tekur nú sérstaklega fyrir skaðabóta- mál. Hann er manna fróðastur um þessi efni og jafnframt góður flytjandi, og mun því ekki að efa að vel verður mætt á fundinum. WÝR FUNDARHAMAR A fundinum þ. 10. maí voru mættir tveir erlendir gestir. Annar þeirra, Mr. Simons, sem er ritstjóri Indianapolis News og jafnframt meðlimur í Kiwanisklúbbnum í Marion, Indiana, afhenti okkur að gjöf nýjan fundar- hamar, sem einn af meðlimum Marion klúbbsins smíðaði. Arnór forseti tók við fundarhamrinum fyrir hönd Heklu og færði Mr. Simons og klúbbnum hans okkar beztu þakkir fyrir þessa góðu gjöf. Fundarhamar þessi er unninn úr hörðum en ótrúlega léttum viði, sem nefndur er "tulip tree", og á hausnum er breið gullspöng með áletrun um að hamarinn sé gjöf frá Kiwanisklúbbnum í Marion, Indiana, til Kiwanis- klúbbsins Heklu, Reykjavík. SJÓSTANGAVEIÐI 0. FL. A stjórnar- og nefndafundi fyrir skömmu var stungið upp á því að at- hugaðir væru möguleikar á sjóstangaveiðiferð fyrir meðlimi klúbbsins. Haraldur Hjálmarsson tók að sér að grennslast fyrir um þetta með góðum árangri, og mun verða skýrt frá þessu á fundinum þ. 24. maí. Enginn vafi er á því að margir vilja notfæra sér þetta tækifæri, þar sem sjóstangaveiðin er eitthvert hollasta og skemmtilegasta sport, sem völ er á hér á landi.... eða sjó, réttara sagt. A þessum fundi verður jafnframt skýrt frá tilhögun skemmtiferðar- innar með vistfólk Hrafnistu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ Nú í suraar verður smábreyting á útkomu fréttablaðsins. Næsta blað kemur út seinni hluta júní mánaðar, en útkoma júlíblaðsins fellur niður. 1 ágúst kemur blaðið út á ný og eftir það reglulega, eins og verið hefur. EVRÓPUÞING KIWANIS Um þessar mundir stendur Evrópuþing Kiwanis International yfir í Vín í Austurríki. Fulltrúar okkar þar eru þeir Arnór Hjálmarsson og BJarni B. Asgeirsson. Enn sem komið er hefur ekkert frézt af þinginu, en því munu gerð góð skil í næsta blaði. TIL HUGLEIÐINGAR "Mipnstu þess, að þetta eru hinir góðu, gömlu dagar, sem þú munt minnast með söknuði árið 1980". Gleðilegt sumarl Ritstj.

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.