Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 13
Úr lögregluríki í lýðræði Ida gekk í menntaskóla á Spáni og segir Spánardvölina hafa ver- ið mjög spennandi tímabil. „Við upplifðum það að sjá Spán breyt- ast úr lögregluríki í lýðræði. Sem útlendingar þurftum við að gæta þess að standa svolítið fyrir utan það sem var að gerast, en á þess- um árum var mikill hiti í fólki. Í skólanum voru kennararnir allir hugsjónamenn og uppteknir af frelsishugtakinu. Svo var sumt, sem okkur finnst alveg eðlilegt, gjörsamlega tabú, eins og til dæmis kynfræðsla. Hún var reyndar kennd en okkur nemendum var sagt að við mættum alls ekki segja frá því heima. Ég rifjaði upp atvik í spænsku 300 með nemendum mínum sem þeim fannst svo fárán- legt að þeir veltust um af hlátri. Það átti sér stað þegar ég var sautján ára. Ég sat á torgi með kærastanum mínum og við vorum að kyssast þegar óeinkennisklæddur lögreglumaður vatt sér að okk- ur og ávítti okkur fyrir athæfið. Þá höfðu einhverjir séð til okkar og hringt í lögregluna!“ Þegar Ida var tvítug fór hún aftur til Danmerkur og þaðan til Hollands, þar sem hún hóf spænskunám í háskólanum í Leiden. Þaðan lauk hún meistaraprófi auk þess að taka uppeldis- og kennslufræði. Í Leiden kynntist hún manninum sínum og fluttist árið 1988 til Íslands. Ida byrjaði að læra íslensku í Námsflokkunum í Reykjavík en söðlaði svo um og fór að kenna þar í staðinn; hollensku, spænsku, dönsku og matreiðslu. Hún sótti síðan um sem spænskukennari í MH en fékk ekki stöðuna það árið (1989) og skráði sig í íslensku fyrir útlendinga í HÍ, tók stöðupróf og komst inn á annað ár. Ida fór að kenna við MH árið 1991. Hefur mikið breyst í tungumálakennslu á þessum rúma áratug frá því þú fórst að kenna? „Já, kennslan hefur breyst töluvert mikið. Þá var prófað úr les- efni og nemendur látnir þýða bókartexta beint en nú er lögð áhersla á lesskilning og ritun, auk hlustunarprófa og málfræði- kunnáttu. Samkennari minn, Guðrún Tulinius, er einn af höfund- um námskrárinnar í spænsku sem mér finnst mjög góð. Með þeim breytingum sem hafa orðið á kennsluháttum eru nemendur óhræddir við að fara fyrr af stað en áður var og tala.“ Slegist um fartölvurnar „Það sem ég hef hins vegar mestan áhuga á núorðið er nýting tölvu í tungumálakennslu,“ segir Ida. „Endurmenntun tungumála- kennara er reyndar mikið að breytast og fólk er hætt að fara á þessi stuttu námskeið til að ná sér í punkta. Þess í stað sækir það meira í lengri námskeið og þá oft erlendis, en þar er margt mjög bitastætt í boði. Hér á landi var haldin mjög fín ráðstefna í fyrra, Alternative Approaches to Language teaching, sem ég græddi mikið á að sækja. Ég hefði líka áhuga á að komast á þverfaglegt námskeið í tungu- málum, það væri gaman ef boðið væri upp á slíkt. Svo eru UT ráð- stefnurnar frábærar. Ég er á námskeiði fartölvuleiðtoga um þessar mundir en það er bara í eitt skipti. Þegar maður er búinn að kenna í nokkur ár fer mann að langa að bæta við sig og breyta til. Við erum að byggja upp stórt fartölvuver við skólann og auðvitað finnst sumum að það gangi of hægt þegar slegist er um tölvurnar! En tíminn er fljótur að líða. Í fyrra voru keyptir tugir fartölva til skólans og að ósk kennara var haldið námskeiðið „dreifmennt“ á vegum Endurmenntunarstofnunar um notkun þeirra í kennslu. Fólk var misánægt með þetta námskeið en ég held að það megi að hluta til skrifa á óöryggi, það gengur ekki átakalaust að snúa öllu á hvolf og gera hlutina öðruvísi en maður er vanur. Svo bilar tölvan rétt áður en maður fer inn í kennslu og þá verður maður foxillur! Mér fannst ég læra hvað það er mikilvægt að vera sveigjanlegur og reiðubúinn að tileinka sér nýja hluti og ég er gífurlega hrifin af því að nota Netið í kennslu, það er mikill þekkingarbrunnur. Þar er að finna forrit, texta, dagblöð og hvaðeina sem kennarinn vill nota í kennslu.“ Netblaðið Tabula Ida tekur dæmi af verkefni í spænsku 200 þar sem tölvan er nýtt á skemmtilegan hátt. „Ég lét nemendur mína fara inn á heimasíðu IKEA á Spáni og skoða hvað var í boði. Þau áttu að velja og kaupa húsgögn - ekki í alvöru auðvitað! - og skila svo ýmist munnlegri eða skriflegri skýrslu um verslunarleiðangurinn. Ég hef líka oft lát- ið nemendur mína skrifa stutta texta þar sem þeir velja sér við- fangsefni tengt Íslandi og nota meðal annars Netið í heimildaleit. Textarnir eru svo settir inn á „Tabula“, sem er netblað nemenda. Tilgangurinn með blaðinu er að skapa vettvang fyrir ritunarverk- efni nemenda í tungumálum. „Slóðin að Tabulu er http://www.mh.is/~semey/tabula og Ida ætlar ekki að láta staðar numið hér. „Við erum að fara að setja upp heimasíðu fyrir spænskudeildina og fyrsti hluti hennar fer í loftið eftir áramót. Þetta er mikil forritunarvinna og ég setti Tabulu upp í Frontpage sem var mikið föndur. En þegar maður er búinn að gera þetta einu sinni verður það miklu auðveldara næst. Og um leið og þetta er komið á Netið er lítið mál að gera breytingar. Næsta skref er að láta nemendur læra að búa til heimasíðu. Málið er að þegar nemendur vita að verkefnin sem þeir eru að vinna fara á Netið þá vanda þeir sig meira! Þetta gerir vinnu jafnt nemenda sem kennara sýnilega,“ segir Ida að lokum keg Neikvæð umræða er aðal óvinur dönskunnar Góður árangur nemenda í Álftamýrarskóla í dönsku hefur vakið athygli, ekki síst vegna þess að danskan á í vök að verjast andspænis yfirráðum enskunnar. Eru tilraunir til að telja nemendum trú um að danska sé þess virði að læra hana ekki bara dauðadæmdar? Erna Jessen, dönskukennari í Álftamýrarskóla, er á öðru máli. „Ég leyfi aldrei umræðu um að danska sé óþörf eða leiðinleg,“ segir Erna, „slíkar athugasemdir eru aðal óvinur dönskunnar. Það er mjög auðvelt að koma í veg fyrir svoleiðis tal þegar maður er sjálfur jákvæður gagnvart faginu. Ég hef markvisst unnið að því að nemendur mínir skilji hve mikilvægt er að kunna norrænt mál og lagt mig fram um að gera þá jákvæða gagnvart dönsku og Dan- mörku.“ Hefur mikið að segja að kennarinn tali málið skamm- laust Erna bjó í Danmörku í sex ár en fluttist aftur til Íslands þjóðhá- tíðarárið 1974 og hefur kennt dönsku við Álftamýrarskóla allar götur síðan. „Ég hef aldrei kennt annað en dönsku hér á landi og finnst það alltaf jafn skemmtilegt! Mér finnst reyndar ekki nógu mikið hafa breyst í tungumálakennslunni en þetta er allt að koma,“ segir Erna sem er ein af fjórum sem sömdu nýju námskrána í dönsku fyrir grunnskólann. „Áður þurftu nemendur bara að geta lesið málið sér til gagns en nú er lögð áhersla á að geta talað, á menninguna og að þetta er lifandi mál sem við erum að fást við. Ferðalög og tölvunotkun, ekki síst Netið, kalla á allt aðrar áhersl- ur. Ég er alltaf með ítarefni úr daglegu lífi og því sem er að gerast núna, auk þess höfum við nokkrum sinnum verið með nemenda- skipti sem eru eins og vítamínsprauta fyrir fagið. Þá læra nemend- Tungumálakennsla 15

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.