2. júní


2. júní - 02.06.1939, Qupperneq 2

2. júní - 02.06.1939, Qupperneq 2
2 2. 3 Ú H í ins var minnst með samsæti í Kvenfélagshúsinu og sátu það um 200 manns. 6 II. flokks prófvoru tekin á árinu og 5 sérpróf. 7. júlí fórum við 11 skátastúlkur í viku ferðalag austur í Vaglaskóg og inn í Eyjafjörð. Þetta sama ár stofn- uðum við bindindi innan skátafé-* lagsins. Höfðum við það þannig- að öllum var algjörlega frjálst, hvort þeir vildu vera í bindindinu eða ekki. Þær sem vildu vera í bindindi, áttu að skrifa undir sér- stakt bindindisheít. Allar skrifuðu undir. Skátafélög eru ekki beinlín- is bindindisfélög nema meðlimirn- ir sjálfir setji þau ákvæði. Þar eru yfirleitt hvorki boð né bönn. Það er allt undir þroska skátans komið, hvernig skáti hann er. Skátar neyta yfirleitt ekki víns eða tóbaks. Okkur fannst tryggara að hafa bindindið, með því gætum við ef til vill verndað þær yngri frá notk- un eituinautna. Ein kvöldskemmt- un var haldin til ágóða fyrir hús- byggingarsjóð og einn dansleikur til ágóða fyrir bágstadda sem urðu fyrir landskjálftanum. 1935. 3 nýliðar bættust við. Luku nýliðaprófi og unnu skáta- heitið á foreldrafundi skátanna 7. apríl. Tólf II. fl. próf voru tekin á árinu. Um sumarið fóru3 skáta- stúlkur í viku ferðalag austur í Mývatnssveit. Það sumar var byrjað á skátahúsinu og var það fokhelt um haustið. 1. des. þ. á. var stofnuð Ljósálfadeild innan fé- lagsins. Stofnendur voru fimmtán. Haldin var kvöldskemmtun til ágóða fyrir húshyggingarsjóð. 1936. Sextán nýliðar bættust í hópinn. Luku fjórir af þeim prófi og unnu skátaheitið i kirkjunni á nýjársdag. Tólf luku prófi seinni part vetrar og unnu skátaheitið í skátaguðsþjónustunni á sumardag- inn fyrsta. Var það okkar fyrsta skátaguðsþjónusta. Átta II. fl. próf voru tekin á ár- inu. Samkeppni milli flokka höfð- um við um veturinn. Fékk bezti flokkurinn verðlaun og voru þau afhent á foreldrafundi skátanna þá um vorið. Tuttugu skátastúlkur fóru í viku ferðalag austur i Vagla- skóg, inn í Eyjafjörð og út á Dal- vík. Haldin skemmtun til ágóða fyrir húsbyggingasjóð. Auk þess nokkrar smáferðir. 1937. Tveir nýliðar luku prófi og unnu skátaheitið um haustið. Þrjú II. fl. próf voru tekin á árinu. Um veturinn var flokkasamkeppni; verðlaun afhent á foreldrafundi skátanna. Sá foreldrafundur var haldinn 22. febr. í tilefni 80 ára afmælisalheimsskátaforingjansBad- en Powell’s. Tólf stúlkur fóru í viku ferðalag til Skagafjarðar. Unnið við Skátahúsið. Þrettán skátar frá Sauðárkrók heimsóttu okkur um sumarið og voru hér í tvo daga. Skátaguösþjónusta á sumardaginn fyrsta. 1938. Tveir nýliðar bættust við, luku nýliðaprófi og unnu skáta- heitið á skátaguðsþjónustunni á sumardaginn fyrsta. Flokkasam- keppni um veturinn, verðlaun af- hent á foreldrafundinum, sem hald- inn var 22. febrúar. Eitt II. fl. próf tekið. Eítt námskeið í Hjálp í við- lögum var haldið. Tóku átta sér- próf í Hjálp í viðlögum, auk þess voru þrjú önnur sérpróf tekin. Um veturinn var skíðakappganga.Unn- ið við skátahúsið. Um sumarið fóru átján stúlkur í víku ferðalag austur í Mývatnssveit, og í Ásbyrgi. — Sameiginleg skemmtun með drengjaskátunum 20. maí. 1939 (til 2. júni). Sextán ný- liðapróf. Nýliðar vinna skátaheit á 10 ára afmælisdaginn. Þrjú II. fl. próf tekin. Skemmtun haldin til ágóða fyrir húsbyggingasjóð. Unn- ið af kappi við skátahúsið, sem nú er nærri fullgert. Eigum við það svo að segja skuldlaust. Einnig eigum við tvö tjöld og ýmsan annan útbúnað. Fjórar stúlkur af stofnendum fé- lagsins eru ennþá í félaginu, sem virkir meðlimir, en aðeins tvær þeirra hafa starfað samfleytt þessi 10 ár. Tuttugu og átta stúlkur hafa hætt, sem skátar. Níu þeirra hafa gerst styrktarfélagar. Þrjár stúlkur hafa dáið, eða farið heim, eins og við skátar segjum. Það eru þær: Sigrún Sigurðardóttir f 1932 (stofnandi) Sigríður J. Blöndal f 1934 Elísabet Matthíasd. f 1939 Þessara látnu félaga viljum við ávalt minnast með hlýjum huga og þakklæti fyrir gott samstarf þann stutta tíma, sem við fengum að hafa þær í okkar hóp. Félagið hefir hjálpað til með ýms störf út á við, sem ekki þyk- ir þörf að rekja hér. Fundir og æf- ingar hafa verið haldnar með nokkurnvegin jöfnu millibili, enda hefir félagið aldrei legið níðri. — Ljósálfadeildin telur nú 35 með- limi. Hafa þeir allir lokið sárfætl- ingaprófi og lært undir önnur próf. Flestar af nýliðunuui, sem nú vinna skálaheit, hafa veríð Ljósálfar. Samstarf hefir verið gott, og er- um við allar sammála um það, að það bezta, sem við getum hugsað okkur, sé að vera góður skáti. Eg vona, að þegar við lítum til baka yfir 10 ára starf, megi það vera okkur hvatning til að vinna sam- an fyrir hið góða og göfuga mál- efni — skátafélagsskapinn. Minn- umst ætíð orða alheimsforingjans okkar: »Orðinn skáti, alltaf skáti*. Hrefna Tynes. komnir. Skóverzlun Andrj. Hafliðasonar.

x

2. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 2. júní
https://timarit.is/publication/1184

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.