2. júní - 02.06.1939, Síða 3
2. 3 Ú N í
3
Sálnaveidar.
í ágætri bók, sem nýlega er
komin út í íslenzkri þýðingu, seg-
ir höf., sem er nafnkunnur læknir,
frá dvöl sinni meðal margra hálf-
viltra, eða lítt mannaðra kynflokka
í hitabeltislöndunum. Þar var ver-
ið að gera víðtækar heilbrigðis-
ráðstafanir og koma upp skólum.
Hjá einum kynflokknum, sem
Igrorotar nefnast, var búið að koma
upp nokkrum skólum, en eftir að
þeir voru komnir upp, komu kirkj-
urnar og bæði kaþólskir menn og
mótmælendur, kepptust um að
veiða hirðingjasálirnar.
»Einu sinni rnætti eg gömlum
Igorota«, segir læknirinn. »Hann
sat við veginn og var í öngum
sínum. Hann var svo vesældar-
legur á svipinn að eg stanzaði hjá
honum og spurði: Hvað er að?«
»Eg er í mestu óláns vandræð-
um«, sagði hann.
»Segðu mér hvernig á því
•» stendur«.
»Já, — Brent biskup kemur á
morgun«.
»Ekki þarftu að óttast hann«,
sagði eg. »Ekki gerir hann þér
neitt mein«.
»Mér fellur líka vel við hann«,
sagði Igorotinn.
«Hvað er þá að?«
»Þegar hann var hér seinast,
gaf hann mér hatt og þá varð eg
mótmælandi«.
»Það er ágætt, það eru góð
trúarbrögð«.
»En rétt á eftir kom hingað
kaþólskur prestur; hann gaf mér
buxur og þá varð eg kaþólskur«.
»Kaþólskan er líka góð trúar-
brögð«, sagði eg.
En hvar heldurðu að Brent bisk-
up segi? Mér þykir svo leiðinlegt
að gera honum á móti skapi«.
Igorotinn hugsaði málið ræki-
lega. Loksins spurði eg: »Hvorn
B kostinn ætlarðu að taka«.
»Eg held að eg gefi biskinum
hattinn aftur og prestinum bux-
urnar og verði bara Igorti aftur«,
sagði gamii maðurinn.
Hún er býsna Iærdómsrík þessi
stutta saga og ekki neitt sérstæð
fyrir Igorotana. Hún gerist hjá
öllum þjóðflokkum og í öllum
löndum, — hjá einstaklingum, trú-
flokkum og stjórnmálaflokkum. —
Af allra mesta kappi eru sálna-
veiðarnar þó líklega stundaðar hjá
stjórnmálaflokkunum, — og veiði-
brellunum sérstaklega beint gegn
æskumönnunum. Þar eru notuð
margvísleg fríðindi, falsrök og fag-
urgali og togast svo kænlega eða
harkalega á um sál og sannfær-
ingu unglinganna, að þeír vita að
síðustu ekki sitt rjúkandi ráð og
sogast af hreinasta handahófi eða
tilviljun, ýmist í þessa áttina eða
hina. Þeim verður það stundum
sem meiri menntun hafa hlotið en
gamli Igorotinn, að selja sannfær-
ingu sína fyrir hatt og buxur eða
önnur svipuð fríðindí. Hann þekkti
enga vörn gegn veiðibrellunum,
en hans insta eðli, rödd samvizk-
unnar, hjálpaði honum þó að lok-
urn og vísaði honurn leið út úr
ógöngunum, svo hann fann sjálfan
sig aftur. — Þá hjálp geta allir
hagnýtt, allir sem vandlega reyna
að hlusta á rödd samvizkunnar.
En ein hin öruggasta vörn gegn
því að láta nokkurn tíma sogast
með straumnum, — leiðast út í
ógöngurnar, er að temja sér frá
fyrstu gerð hinar gullnu reglur:
Ségðu ávalt satt. Gakktu aldrei
á bak orða þinna.
Vertu drengilegur í allri hátt-
sémi. Legðu meiri stund á að
veita hjálp en þiggja. Þessar eru
meginreglur skátafélagsskaparins.
Látið þær ekki vera orðin eintóm
og þá munu þær skapa þroskaða,
hugsandi, sjálfstæða einstaklinga,
örugga til varnar gegn hverskonar
freistingum og tálbeitum.
G. B.
nýkomfð.
Nýja Kjötbúðin.
Þegar vantar eitthvað gagn-
legt til heimilisins er ráð-
legast að spyrjast um það í
EINCO.
Því það er eins og fólkið
segir: „Fáist það , ekki í
EINCO, þá fæst það hvergi"
Hinir ágæíu
„Plombe“
kvensilkisokkar
teknir upp í dag.
Vöruhús
Siglufjarðar.