2. júní - 02.06.1939, Síða 6

2. júní - 02.06.1939, Síða 6
6 2. 3 Ú N kyrjur-. Var marsinn spilaður í fyrsta sinn við skátaguðsþjónust- una á sumardaginn fyrsta s. 1. — Marsinn er ljómandi fallegur og hefir blaðið verið beðið að flytja höfundinum beztu þakkir kven- skátanna. —o— íslenzku kvenskátarnir munu á næstunni taka upp smárann sem merki sitt í stað lilj- unnar, sem þeir áður hafa haft. Smárinn er merki kvenskáta um allan heim. Eins og kunnugt er, er liljan merki drengjaskátanna. Smár- innhefirsamskonar þýðingu, smára- blöðin þrjú tákna hið þríeina skáta- heit og bræðralag skáta um allan heim. —o— Alheimsmót kvenskáta, undir nafninu »Pax Ting«, sem svarar til »Jamboree« hjá drengja- skátunum, verður haldið í Gödoeln í Ungverjalandi í sumar, dagana 25. júlí til 7. ágúst. —o— Dönsku K. F. U. K. skátarnir halda Landsmót í »Hörhaven« dagana 14.—23. júlí n. k. —o— Bandaríkjaskátar hafa útbúið mótstað á heimssýn- ingunni í New-York, þar sem ósk- að er eftir að erlendir skátar mætist. —o— Séknarpresturinn okkar, séra Óskar J. Þorláks- son, hefirlofað að gerast vernd- ari siglfirsku skátanna. Ábyrgðsirmaður: HREFNA TYNES. Heiðra skaltu föður þinn o móður þína. Hafið þið gert ykkur í hugar- lund, hvað dýrmætt það er að eiga föður og móður. — Góðan föður og móður. Það eru ekki margir, sem hugsa um það daglega. Eg vil gjarna minna ykkur á það, því að eg býst við að þið séuð eins og önn- ur börn, flestar ykkar a. m. k. að þið hugsið ekki út í það, hvað foreldrar, sérstaklega móðirin, gera mikið fyrir ykkur. Að mínu áliti er góð móðir það bezta, sem nokk- urt barn getur átt. Þið vitið um allt, sem mamma ykkar gerir fyrir ykkur. Fyrst gefur hún ykkur lífið og lífið er dýrmætt fyrir þá, sem kunna að hagnýta sér það rétti- lega. Svo vakir hún yfir ykkur meðan þið eruð lítil og ósjálf- bjarga, hugsar um ykkur og vinn- ur fyrir ykkur og fer oft á mis við margt ykkar vegna. Þó eru mörg börn þannig, að þau geta ekki skilið, að mamma þeirra þurfi að hvíla sig, fá sér göngu eða fara á skemmtun til að lyfta sér upp, heldur eru reið og nota oft ljót orð, ef þau þurfa að vera heima stund og stund, eða fá ekki allt sem þeim dettur í hug. Af eigin reynslu veit eg, að maður hugsar ekki alvarlega út í þetta fyr en maður er kominn svo langt í burtu, að móðurhöndin nær ekki til að hjálpa og hugga ef eitthvað geng- ur á móti. Það kemur ef.til vill einstaka sinnum fyrir að maður finnur til samvizkubits, en það hverfur fljótt þegar út á götuna kemur, þá gleymist allt fyrir for- tölur hinna krakkanna. Það eru mörg börn sem segja sem svo: »Eg geri sem mér sýnist, mömmu kemur þetta ekkert við«. En má eg spyrja: Hverjum kemur það við, ef ekki henni? Er það ekki hún sem hefir alltaf hjálpað ykkur og á því heimting á að þið farið að vilja hennar. Eg veit ekki fivern- ig þið eruð heima fyrir, en eg vona að þið kunnið að meta það sem mamma ykkar gerir fyrir ykk- U1' °g gjalda henni að verðleikum. Eg veit að ykkur þykir öllum fjarska vænt um mömmu ykkar, en þið vitið það varla sjálfar, ykk- ur finnst það svo sjálfsagt að hún geri ailt fyrir ykkur, en þið lítið eða ekkert fyrir hana. En þið sem eldri eruð, eruð nú sjálfsagtfarnar að sjá og finna hve móðurástin er mikils virði. Gleymið nú ekki hvað móðir ykkar hefir gert fyrir ykkur, en reynið af alefli að launa henni eins og hún á skilið. Með því að hlýða henni, elska hana og virða og gera ávallt skyldu ykkar, gleðjið þið hana mest. Fáir eru sem faðir. Enginn sem móðir. Skáti. Bæn hjarðsveinsins. Smásveinn nokkur var að gæta fjár á sunnudagsmorgni. Þegar farið var að hringja kirkjuklukkun- um og fólk fór að streyma tilkirkj- unnar, fór hann að hugsa um að biðja guð iíka. En hann hafði aldrei lært neina bæn. Þá kraup hann á kné og byrjaði á stafróf- inu: a b c, og svo áfram þangað til komið var að ö. Maður nokkur sem var á gangi kom þar nálægt, er drengurinn var og heyrði til hans; sá hann hvar hann lá á hnjánum, spennti greipar, hélt augunum lokuðum og þuldi »a b c«. »Hvað ert þú að gera vinur minn?« Drengurinn leit npp: »Eg er að biðja«. »En hvers- vegna þylur þú stafrófið?«. »Af því að eg kann enga bæn, en vil Siglufj arðarprentsmiöja.

x

2. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 2. júní
https://timarit.is/publication/1184

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.