Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 56

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 56
ISAAK BABEL ARGAMAK Isaak Babcl cr rússneskur Gyðingur, fœddur í Odessa árið 1894. iBernsku sinni og uppvexti í smáborgaralcgu umhverfi, sem niótaðist af sterkum gyðinglegum erfðavenjum, hefur hann lýst í fjölmörgum Odessa-frásögnum. Þegar á unga aldri hreifst hann mjög af frönsku hókmenntalífi, m. a. af Maupas- sant, sem hann Iiefur helgað eina af sögnm sínum. Rithöfundarferil sinn hóf Bahel árið 1916 í tímaritinu „Letopes“, sem Muxim Gorki gaf út. Síðar, þegar Babel sneri baki við hinni sósíalisku raunsæisstefnu, kólnaði sam- band hans við meistarann. Meðan Bubel var cnn flokkshundinn kommúnisti, tók liann þátt í borgarastyrj- öldinni, aðallega í lierförinni til Póllands, árið 1920, þar sem hann gegndi her- þjónustu í hinu rauða riddaraliði Budjonnvjs marskálks. Þeim áhrifum sem liann varð þar fyrir, hefur hann lýst í sinásögusafninu: „Konarmiju“, sem út kom á árinu 1926. Þessar ófegruðu, raunsæju smásögur hlutu harða gagnrýni í Sovétríkjunum, og eftir 1935 var Babcl nær þögull með öllu. Arið 1939 var Babel hnepptur í pólitískt fangelsi. 1 fonnála fyrir úrvali af smásöguin lians, sein var endurprentað í Moskvu órið 1957, stimplar Ilja Ehrenhurg ókærurnar á hendur Babel sem falskar og gctur þess með fáum orðum að liann liafi látizt í fangelsi árið 1941. 011 nánari atvik eru mönnum ókunn. Heildarútgáfa af sögum Isuaks Babels er nýlega komin út, bæði í Englandi og Ameríku. Ég liafði ákveðið að gunga í hinn stríðandi her. Ilerdeildarforinginn hnyklaði hrýnnar, þegar liann heyrði það. Eu ákvörðuu niinni varð ekki liaggað. Og ekki nóg með það. Ég valdi vígfær- ustu lierdeildina, nefnilegu þá sjöttu. Ég var settur í 4. riðil, 23. riddarasveit- arinnar. Höfuðsmaður riddarasveitarinn- ar, Baulin að nafni, var lásasmiöur frá verksmiðju í Brjunsk, nánast drengur að aldri. Hann hafði látið sér vaxa skegg til þess að auka mynduglcik sinn og öskugráir skeggtoppar liðuðust um hök- una ó honum. Baulin, sem var aðeins tuttugu og tveggja ára, var aldrei með neinn asa. Só eiginleiki, sem einkenndi þúsundir af „Baulinum“, ótti sinn mikla þátt í sigri hyltingarinnar. Baulin var fastur fyrir, fátalaður og þrjózkur. Ævi- leið lians var ákveðin og liann liafði aldrei efazt um að hún væri sú rélta. Ilann þoldi skort mjög vel. Ilann gnt setið á hestbaki og sofið. Hann svaf með aðra liöndina fustklemmda um liina. Og þcgar hann vaknaði, gat maður ekki

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.