Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1890, Page 48
44
Svörður eða mör og hrís. Skýrslum um það efni hefur verið safnað síðan 1885,
og þær eru líklega mjög ónákvæmar, þannig nefna skýrslurnar úr Reykjavík engan mó
á nafn, þótt þar sjeu teknir upp mörg þúsund hestar á hverju ári. Mór og hrís eru
taldir þannig í skýrslunum :
1885 124742 hestar af mó 14807 hríshestar.
1886 120619 —-------- 11208 —
1888 126166 —-------- 12564 —
1889 152838 —-------- 13667 —
Árið 1889 virðist vera fullkomnast með þessar skýrslur, (töðu úthey, kartöflur og
s. frv.) og ef maður freistast til að leggja það til grundvallar fyrir útreikningi á því hvers
virði jarðargróði sá, sem skýrslurnar ná yfir er á einu ári; setur töðuhestinn á 4 kr. út-
heyshestinn á 2 krónur, jarðeplatunnuna á 10 kr., tunnu af rófum eða næpum á 6 kr.
móhestinn á 50 aur, og hríshestinn á 50 aur, verður afraksturinn 1889 í krónum.
406432 hestar af töðu .............. 1625 þús. kr.
883022 hestar af útheyi ......... 1766 — —
7974 tunnur af jarðeplum ............ 79 — —
12328 tunnur af rófum og næpum ... 74 — —
152838 hestar af mó .................. 76 — —
13667 hríshestar ................... 7 — —
Samtals 3627 þús. kr.