Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1890, Blaðsíða 113
Stjórnartíðindi 1890 C. 28.
109
Aðfluttur sykur kostaði í peningum :
1880 401 þús. krónur 1887 218 þús. krónur
1881—85 454 — — 1888 338 — —
1886 352 — — 1889 279 — —
Tóbaksbrúkunin er árið 1816 orðia næstum því 1£ pd., 1840 er hún við það sama.
1866—70 er hún orðin yfir 14 pd., 1876—80, eptir að tollurinn er kominn á, er hún
næstum 2 pd. á mann, næstu 5 ár á eptir 24 pd., en nær síðan ekki svo miklu neitt
ein8takt ár fyr en 1889, er tollhækkunin kemur í lög 1. október.
Fyrir tóbak og vindla höfum vjer gefið í peningum:
1880 1887
1881—85 285 — — 1888 274 — —
1886 256 — — 1889 315 — —
Vínfangabrúkunin hefir minnkað að miklum mun frá því, sem hún var þegar hún
stóð hæzt. Eitt einstakt ár, 1865, fluttust hingað hjer um bil 9 pottar af brennivfni á
mann. Litlu áður næstum 7 pottar; áður en brennivínstollurinn var lagður á, fluttust
hingað: 1871—72, 7J pottur, næstu 5 ár 4 pottar á mann, og árin 1881—85, þrátt fyrir
nýja tollhækkun, hjer um bil 4£; en'svo falla þessir aðflutningar mikið, og árið 1887, sem er
lægsta árið, að eins 2f pottar á mann. Eptir það byrja þessir innflutningar að hækka
aptur. Innflutningur á öðrum vínföngum fylgir hjer um bil sömu Iögum og innflutning-
ur á brennivíni. Taflan hjer að framan er þó ekki nægileg til að sýna aðflutning áfengra
drykkja, þvf að hún telur ekki öl, og meðan aðflutningar á sterkari drykkjum minnka að
mun, vaxa aðflutningar á öli svo, að síðustu árin eru fluttir inn næstum 2 pt. á mann
af bajersku öli.
Vjer höfum flutt inn í landið öl, vínföng og brennivín fyrir þessar upphæðir:
1880.......................356 þús. krónur 1887..................... 243 þús. krónur
1881—85....................484 — — 1888..................... 269 — —
1886.......................292 — — 1889 .................... 299 — —
Vjer höfum þannig í 10 ár (1880—89) brúkað í vínföng 3,880 þús. kr., eða hjer
um bil það sama sem öll kaupstaðarhús á landinu kostuðu árið 1887.
Eins og sjá má hjer að framan er verð útfluttu vörunnar árin 1886—89 töluvert
ttúnna en verð aðfluttu vörunnar á hverju ári. Vörurnar, sem fluttust inn öll árin,
kostuðu alls............................................................... 18.495.000 kr.
^ffluttar vörur kostuðu alls.............................................. .15.639.000 —
Mismunur 2.856.000 kr.
S0m svarar 708 þús. króna mun á ári. Sje nú tekið tillit til pÓBtávísana, þvf þær ganga
hka upp í aðfluttar vörur, þá var
Sent út í Sent til ís- Meira sent
póstávísun- lands í póst- út en hing-
um póstávís. að
1886.. 508.178 kr. 6.615 kr. 501.563 kr.
1887 451.234 — 20.465 - 430.769 —
1888 318.237 — 21.551 — 296.686 —
1889 296.222 — 18.969 — 277.253 —
1.573.871 kr. 67.600 kr. 1.506.271 kr.