Ljóðormur - 01.07.1988, Page 11

Ljóðormur - 01.07.1988, Page 11
ísak Haróarson 9 Síðasta flöskuskeyti frá Atlantis Dreymdi borg á botni hafsins löngu sokkna í óþurrkanleg djúp gleymskunnar. Atlantis. Mér þótti ég berast með iðandi manntorfu um hallir og stræti úr gljáandi marmara. Sá verslun og viðskipti blómstra á torgunum. Heyrði ræður um batnandi hagkerfi og heim. Naut lista og vísinda í skrautlegum musterum. Og allir voru svo smart í roðinu! Og blóð þeirra fiska sem þeir höfðu til matar dekkti hafið einsog þang skyggði á sólu! Sá galdraprest liggja á hreistruðum hnjánum, og biðja af óþoli í beinni útsendingu: „Æ, sendu nú aftur kafarann, son þinn, af sólþurri Ströndinni að leiða okkur upp.“ Og ég vaknaði í borg á botni geimsins, löngu sokkinni í ósyndanleg djúp blindunnar Atlantis!

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.